Fótbolti

„Versta tímabilið á ferlinum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eden Hazard í leik gegn Celta Vigo fyrr á leiktíðinni.
Eden Hazard í leik gegn Celta Vigo fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Það eru blendnar tilfinningar hjá Eden Hazard, stórstjörnu Real Madrid, um tímabilið í ár sem er senn á enda.

Real Madrid er spænskur meistari en Hazard hefur ekki náð sér á strik eins og hann hafði viljað.

Hann skoraði einungis eitt mark í sextán deildarleikjum og lagði upp sex mörk en hann var mikið meiddur á leiktíðinni.

„Í ár unnum við titilinn sem lið en persónulega er þetta versta tímabilið á mínum ferli,“ sagði Hazard í samtali við France Info.

„Þetta hefur verið skrýtið tímabil með öllu því sem hefur gengið á. Tímabilið er gott en getur orðið enn betra ef við komumst áfram í Meistaradeildinni.“

„Þegar maður spilar í Real Madrid vill maður vinna alla bikara. Það næsta er Meistaradeildin, sem verður erfitt því við spilum gegn City, sem eru virkilega gott lið.“

City er 2-1 yfir gegn Real í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir fyrri leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×