Nánar verði fylgst með svæðinu í kjölfar jarðskjálftahrinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 17:59 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Mynd/Grindavíkurbær Fundi almannavarnanefndar Grindavíkur lauk fyrr í dag. Þar var farið yfir jarðskjálftahrinu sem riðið hefur yfir á Reykjanesskaga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að fylgst verði nánar með svæðinu við Fagradalsfjall í kjölfar jarðskjálftahrinunar. Skjálfti af stærðinni 5 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga upp úr klukkan hálf tólf í gærkvöldi, en margir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, bæði í nótt og í morgun. Að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, var meginefni fundarins að fá sérfræðing frá Veðurstofunni til að fara yfir stöðuna, það sem hefur verið að gerast og hvers megi vænta í framhaldinu. „Þetta var upplýsandi fundur. Ég held það megi segja að grunnlínan í þessu sé sú að þarna séu flekaskil að hrökkva til eða rekast saman, eins og gerist stöðugt á Reykjanesinu eða annars staðar þar sem þessir stóru flekar mætast. Það eru í sjálfu sér ekki slæm tíðindi miðað við það að þá fylgir þessu ekki kvikuinnskot eða vísbendingar um gosóróa. Engu að síður er þetta dálítið óþægilegt og heldur öflugir skjálftar sem fylgja þessu,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Hyggja á nánari mælingar Hann segir að þó mælingar sérfræðinga bendi ekki til þess að skjálftarnir geti verið fyrirboðar um eldsumbrot á svæðinu standi til að fylgjast nánar með jarðhræringum á svæðinu í kringum Fagradalsfjall. „Þessir jarðskjálftar hafa verið að færast austar en síðustu mánuði. Þeir voru þarna í kring um fjallið Þorbjörn og eru komnir austar. Nú stendur til að efla mælingar á þessu svæði og fara að nýta líka GPS-tækni frá gervihnöttum til að kanna hvort það geti verið landris í tengslum við þetta,“ segir Fannar og bætir við að niðurstaðna úr þeim mælingum megi vænta á næstu dögum. Hann segir jafnframt að Veðurstofan fylgist vel með gangi mála, og sé í viðbragðsstöðu, kunni eitthvað ískyggilegt að eiga sér stað. Þá verði strax haft samband við viðeigandi viðbragðsaðila. Fólk almennt tiltölulega rólegt Aðspurður um skoðanir fólks á svæðinu og líðan vegna skjálftanna segir Fannar að viðbrögð fólks séu mismunandi. „Það þarf ekki að koma á óvart að það séu áframhaldandi skjálftar en engu að síður bregður mönnum við. Það er misjafnt hvernig fólk tekur þessu, sumir eru sallarólegir en öðrum líður ekki vel.“ Þó segir Fannar að almennt virðist fólk á svæðinu taka málunum með ró. „Þetta er ekki kjörstaða, en svona er þetta.“ Þá hvetur Fannar fólk á svæðinu til þess að fara inn á heimasíður Veðurstofunnar og Almannavarna og kynna sér jarðskjálfta og viðeigandi viðbrögð við þeim. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Fundi almannavarnanefndar Grindavíkur lauk fyrr í dag. Þar var farið yfir jarðskjálftahrinu sem riðið hefur yfir á Reykjanesskaga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að fylgst verði nánar með svæðinu við Fagradalsfjall í kjölfar jarðskjálftahrinunar. Skjálfti af stærðinni 5 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga upp úr klukkan hálf tólf í gærkvöldi, en margir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, bæði í nótt og í morgun. Að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, var meginefni fundarins að fá sérfræðing frá Veðurstofunni til að fara yfir stöðuna, það sem hefur verið að gerast og hvers megi vænta í framhaldinu. „Þetta var upplýsandi fundur. Ég held það megi segja að grunnlínan í þessu sé sú að þarna séu flekaskil að hrökkva til eða rekast saman, eins og gerist stöðugt á Reykjanesinu eða annars staðar þar sem þessir stóru flekar mætast. Það eru í sjálfu sér ekki slæm tíðindi miðað við það að þá fylgir þessu ekki kvikuinnskot eða vísbendingar um gosóróa. Engu að síður er þetta dálítið óþægilegt og heldur öflugir skjálftar sem fylgja þessu,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Hyggja á nánari mælingar Hann segir að þó mælingar sérfræðinga bendi ekki til þess að skjálftarnir geti verið fyrirboðar um eldsumbrot á svæðinu standi til að fylgjast nánar með jarðhræringum á svæðinu í kringum Fagradalsfjall. „Þessir jarðskjálftar hafa verið að færast austar en síðustu mánuði. Þeir voru þarna í kring um fjallið Þorbjörn og eru komnir austar. Nú stendur til að efla mælingar á þessu svæði og fara að nýta líka GPS-tækni frá gervihnöttum til að kanna hvort það geti verið landris í tengslum við þetta,“ segir Fannar og bætir við að niðurstaðna úr þeim mælingum megi vænta á næstu dögum. Hann segir jafnframt að Veðurstofan fylgist vel með gangi mála, og sé í viðbragðsstöðu, kunni eitthvað ískyggilegt að eiga sér stað. Þá verði strax haft samband við viðeigandi viðbragðsaðila. Fólk almennt tiltölulega rólegt Aðspurður um skoðanir fólks á svæðinu og líðan vegna skjálftanna segir Fannar að viðbrögð fólks séu mismunandi. „Það þarf ekki að koma á óvart að það séu áframhaldandi skjálftar en engu að síður bregður mönnum við. Það er misjafnt hvernig fólk tekur þessu, sumir eru sallarólegir en öðrum líður ekki vel.“ Þó segir Fannar að almennt virðist fólk á svæðinu taka málunum með ró. „Þetta er ekki kjörstaða, en svona er þetta.“ Þá hvetur Fannar fólk á svæðinu til þess að fara inn á heimasíður Veðurstofunnar og Almannavarna og kynna sér jarðskjálfta og viðeigandi viðbrögð við þeim.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00
400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32