Danir toppa Norðmenn með lagningu lengsta sæstrengs heims til Bretlands Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2020 23:42 Frá lagningu North Sea Link-sæstrengsins milli Noregs og Bretlands. Hann á að vera tilbúinn á næsta ári. Mynd/National Grid. Lagning lengsta raforkusæstrengs heims stendur nú yfir milli Noregs og Bretlands. Sá strengur mun þó ekki lengi halda metinu því núna í júlímánuði hófust framkvæmdir við streng milli Danmerkur og Bretlands, sem ætlað er að verða ennþá lengri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Strengurinn sem verið er að leggja milli Noregs og Bretlands kallast North Sea Link og verður sá lengsti í heimi þegar hann verður tilbúinn árið 2021 eða 720 kílómetra langur. Lagning hans er samstarfsverkefni hins breska National Grid og hins norska Statnet, sem gegna sama hlutverki og hið íslenska Landsnet. Norðursjávarstrengurinn er lagður milli Kvilldal norðan Stafangurs og Blyth í Northumberland, við mörk Englands og Skotlands. En núna eru hafnar framkvæmdir við enn lengri streng, milli Bretlands og Danmerkur, sem kallast Viking Link. Hann á að vera tilbúinn árið 2023, verður 765 kílómetra langur og er samstarfsverkefni National Grid og hins danska Energinet. Verkið hófst með gerð spennistöðvar í Lincolnshire í Englandi fyrr í mánuðinum en þaðan mun strengurinn liggja til bæjarins Revsing á Suður-Jótlandi. Báðum strengjum er ætlað að flytja allt að 1.400 megavött eða sem nemur tvöfaldri framleiðslugetu Kárahnjúkavirkjunar. Áætlað er að lagning hvors strengs um sig kosti um 300 milljarða króna. Hér má sjá lengd hugsanlegs raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands í samanburði við strengina til Noregs og Danmerkur.Stöð 2/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Til samanburðar má geta þess að í umræðum um sæstreng milli Íslands og Bretlands hefur verið miðað við að hann yrði um 1.200 kílómetra langur. Hinir norrænu strengirnir yrðu þannig um eða yfir 60 prósent af lengd hugsanlegs strengs til Íslands. Hugmyndafræðin að baki strengnum milli Bretlands og Danmerkur er einkum sú að nýta vindorkuna sem best. Þegar blási í Danmörku sé oft lygnara í Englandi og öfugt. Þegar vindmyllurnar snúist á fullu í Danmörku flytji strengurinn umframorku til Bretlands. Dæmið snúist svo við þegar hvassara sé Englandsmegin. Þótt Norðmenn séu fyrst og fremst orkuseljendur sjá þeir einnig fyrir sér að kaupa rafmagn til baka frá Bretlandi. Þannig geti þeir nýtt afgangsorku frá breskum vindmyllum, til dæmis á nóttunni, og sparað uppistöðulón vatnsaflsvirkjana á meðan. Á heimasíðu Viking Link-verkefnisins kemur fram að tilgangurinn með lagningu sæstrengsins sé að tengja raforkukerfi Bretlands og Danmerkur og treysta með því raforkuöryggi. Strengurinn muni auka framboð raforku í báðum löndum, draga úr sveiflum vegna vindorku, stuðla að betri orkunýtingu og þjóna þannig loftlagsmarkmiðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Landsvirkjun Noregur Danmörk Bretland Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Lagning lengsta raforkusæstrengs heims stendur nú yfir milli Noregs og Bretlands. Sá strengur mun þó ekki lengi halda metinu því núna í júlímánuði hófust framkvæmdir við streng milli Danmerkur og Bretlands, sem ætlað er að verða ennþá lengri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Strengurinn sem verið er að leggja milli Noregs og Bretlands kallast North Sea Link og verður sá lengsti í heimi þegar hann verður tilbúinn árið 2021 eða 720 kílómetra langur. Lagning hans er samstarfsverkefni hins breska National Grid og hins norska Statnet, sem gegna sama hlutverki og hið íslenska Landsnet. Norðursjávarstrengurinn er lagður milli Kvilldal norðan Stafangurs og Blyth í Northumberland, við mörk Englands og Skotlands. En núna eru hafnar framkvæmdir við enn lengri streng, milli Bretlands og Danmerkur, sem kallast Viking Link. Hann á að vera tilbúinn árið 2023, verður 765 kílómetra langur og er samstarfsverkefni National Grid og hins danska Energinet. Verkið hófst með gerð spennistöðvar í Lincolnshire í Englandi fyrr í mánuðinum en þaðan mun strengurinn liggja til bæjarins Revsing á Suður-Jótlandi. Báðum strengjum er ætlað að flytja allt að 1.400 megavött eða sem nemur tvöfaldri framleiðslugetu Kárahnjúkavirkjunar. Áætlað er að lagning hvors strengs um sig kosti um 300 milljarða króna. Hér má sjá lengd hugsanlegs raforkusæstrengs milli Íslands og Bretlands í samanburði við strengina til Noregs og Danmerkur.Stöð 2/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir. Til samanburðar má geta þess að í umræðum um sæstreng milli Íslands og Bretlands hefur verið miðað við að hann yrði um 1.200 kílómetra langur. Hinir norrænu strengirnir yrðu þannig um eða yfir 60 prósent af lengd hugsanlegs strengs til Íslands. Hugmyndafræðin að baki strengnum milli Bretlands og Danmerkur er einkum sú að nýta vindorkuna sem best. Þegar blási í Danmörku sé oft lygnara í Englandi og öfugt. Þegar vindmyllurnar snúist á fullu í Danmörku flytji strengurinn umframorku til Bretlands. Dæmið snúist svo við þegar hvassara sé Englandsmegin. Þótt Norðmenn séu fyrst og fremst orkuseljendur sjá þeir einnig fyrir sér að kaupa rafmagn til baka frá Bretlandi. Þannig geti þeir nýtt afgangsorku frá breskum vindmyllum, til dæmis á nóttunni, og sparað uppistöðulón vatnsaflsvirkjana á meðan. Á heimasíðu Viking Link-verkefnisins kemur fram að tilgangurinn með lagningu sæstrengsins sé að tengja raforkukerfi Bretlands og Danmerkur og treysta með því raforkuöryggi. Strengurinn muni auka framboð raforku í báðum löndum, draga úr sveiflum vegna vindorku, stuðla að betri orkunýtingu og þjóna þannig loftlagsmarkmiðum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Landsvirkjun Noregur Danmörk Bretland Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira