„Ég hata þessa veiru!“ Íris Róbertsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 13:30 Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð og sömuleiðis viðbragðsstjórn hjá Vestmannaeyjabæ. Sendar hafa verið út samræmdar leiðbeiningar fyrir leikskóla og frístundaver og heimsóknareglur hafa verið hertar á Hraunbúðum og Sambýlinu. Síðasta laugardag voru allir þeir sem komnir voru í sóttkví boðaðir í skimun á vegum HSU og í gær, mánudag, fóru rúmlega 500 manns til viðbótar í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og HSU í Vestmannaeyjum. Með þessum tveimur stóru skimunum og hefðbundinni einkennaskimun hjá HSU hafa vel yfir 600 manns verið skimaðir á nokkrum dögum. Þetta eru um 14 % íbúa í Eyjum. Þetta skiptir máli! Það var ekki síst mjög víðtæk skimun sem hjálpaði okkur út úr þeim vanda sem var hér í vetur. Við bregðumst eins við núna. Svekkjandi endurtekning Já, það er meira en lítið svekkjandi að við, Íslendingar allir, séum aftur komin í þá stöðu að veiran hefur tekið stjórnina á svo ótrúlega mörgu í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið á okkur í vetur og vor til að halda henni í skefjum í okkar samfélagi. En þetta er staðan og við þurfum að takast á við hana. Við getum bara fylgt þeim tilmælum sem við fáum frá okkar færasta fólki og sérfræðingum. Það skiptir miklu máli að fylgja þeim í þessu ferli eins og við gerðum svo vel í vetur. Það ætlar sér engin að veikjast eða smita aðra. Við vorum komin í sumargírinn, en nú er alvaran tekin við aftur. En það virkar ekki ef bara sumir fylgja fyrirmælum; við þurfum öll að gera það. Við getum þetta saman, við hjálpumst að, leiðbeinum hvert öðru og styðjum hvert annað. Símtal til vina og ættingja í sóttkví er góð hugmynd og hvatning, sömuleiðis að aðstoða þá sem eru einir. Upplýsingaflæði mikilvægt Það er afar mikilvægt að veita íbúum skjótar og greinargóðar upplýsingar um stöðu faraldursins. Það hefur verið gert hér í Eyjum og reyndist okkur mjög vel í vetur. Fólk er þá alltaf vel upplýst um stöðu mála í sínu nærumhverfi auk þess sem gott upplýsingaflæði heldur fólki á tánum varðandi eigin smitvarnir og ábyrgð í þeim efnum. Ég held að það færi vel á því að fleiri sveitarfélög gerðu þetta með sama hætti, þótt þau tilheyri stórum lögregluumdæmum með mörgum sveitarfélögum. Staðbundnar upplýsingar geta hjálpað til í baráttunni og aukið vitund fólks um eigin ábyrgð. Kæru Eyjamenn! Ég veit að þetta er fúlt og við „nennum þessu ekki aftur''. En við eigum ekkert val og við erum þekkt fyrir að sýna samstöðu þegar takast þarf á við sameiginleg og erfið verkefni. Þetta er eitt af þeim og það er risastórt. Þetta hlýtur að taka enda en á meðan verðum við að læra að lifa með veirunni. Það erum bara við sjálf, hvert og eitt, sem getum snúið þessu við. Það gerum við með þvi að taka þetta alvarlega og fara að fyrirmælum. Það eru lífsgæði að geta sótt vinnu og skóla, heimsótt og faðmað vini okkar, farið á tónleika og horft á íþróttaleiki. Við viljum öll hafa þessi lífsgæði. Við „hötum“ veiruna en við þurfum samt að takast á við lífið með henni. Í bili! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íris Róbertsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur verið virkjuð og sömuleiðis viðbragðsstjórn hjá Vestmannaeyjabæ. Sendar hafa verið út samræmdar leiðbeiningar fyrir leikskóla og frístundaver og heimsóknareglur hafa verið hertar á Hraunbúðum og Sambýlinu. Síðasta laugardag voru allir þeir sem komnir voru í sóttkví boðaðir í skimun á vegum HSU og í gær, mánudag, fóru rúmlega 500 manns til viðbótar í skimun á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og HSU í Vestmannaeyjum. Með þessum tveimur stóru skimunum og hefðbundinni einkennaskimun hjá HSU hafa vel yfir 600 manns verið skimaðir á nokkrum dögum. Þetta eru um 14 % íbúa í Eyjum. Þetta skiptir máli! Það var ekki síst mjög víðtæk skimun sem hjálpaði okkur út úr þeim vanda sem var hér í vetur. Við bregðumst eins við núna. Svekkjandi endurtekning Já, það er meira en lítið svekkjandi að við, Íslendingar allir, séum aftur komin í þá stöðu að veiran hefur tekið stjórnina á svo ótrúlega mörgu í okkar daglega lífi. Þrátt fyrir að hafa lagt mikið á okkur í vetur og vor til að halda henni í skefjum í okkar samfélagi. En þetta er staðan og við þurfum að takast á við hana. Við getum bara fylgt þeim tilmælum sem við fáum frá okkar færasta fólki og sérfræðingum. Það skiptir miklu máli að fylgja þeim í þessu ferli eins og við gerðum svo vel í vetur. Það ætlar sér engin að veikjast eða smita aðra. Við vorum komin í sumargírinn, en nú er alvaran tekin við aftur. En það virkar ekki ef bara sumir fylgja fyrirmælum; við þurfum öll að gera það. Við getum þetta saman, við hjálpumst að, leiðbeinum hvert öðru og styðjum hvert annað. Símtal til vina og ættingja í sóttkví er góð hugmynd og hvatning, sömuleiðis að aðstoða þá sem eru einir. Upplýsingaflæði mikilvægt Það er afar mikilvægt að veita íbúum skjótar og greinargóðar upplýsingar um stöðu faraldursins. Það hefur verið gert hér í Eyjum og reyndist okkur mjög vel í vetur. Fólk er þá alltaf vel upplýst um stöðu mála í sínu nærumhverfi auk þess sem gott upplýsingaflæði heldur fólki á tánum varðandi eigin smitvarnir og ábyrgð í þeim efnum. Ég held að það færi vel á því að fleiri sveitarfélög gerðu þetta með sama hætti, þótt þau tilheyri stórum lögregluumdæmum með mörgum sveitarfélögum. Staðbundnar upplýsingar geta hjálpað til í baráttunni og aukið vitund fólks um eigin ábyrgð. Kæru Eyjamenn! Ég veit að þetta er fúlt og við „nennum þessu ekki aftur''. En við eigum ekkert val og við erum þekkt fyrir að sýna samstöðu þegar takast þarf á við sameiginleg og erfið verkefni. Þetta er eitt af þeim og það er risastórt. Þetta hlýtur að taka enda en á meðan verðum við að læra að lifa með veirunni. Það erum bara við sjálf, hvert og eitt, sem getum snúið þessu við. Það gerum við með þvi að taka þetta alvarlega og fara að fyrirmælum. Það eru lífsgæði að geta sótt vinnu og skóla, heimsótt og faðmað vini okkar, farið á tónleika og horft á íþróttaleiki. Við viljum öll hafa þessi lífsgæði. Við „hötum“ veiruna en við þurfum samt að takast á við lífið með henni. Í bili! Höfundur er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun