Varalið Liverpool fleygði nágrönnunum úr bikarnum Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. janúar 2020 18:00 Sigurmarkinu fagnað vísir/getty Stórleikur 3.umferðar enska bikarsins fór fram í dag þegar Liverpool tók á móti grönnum sínum í Everton á Anfield. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, stillti upp algjöru varaliði í leiknum á meðan Carlo Ancelotti, stjóri Everton, stillti upp nokkurn veginn sínu sterkasta liði. Mikið álag verið á öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar undanfarnar vikur. Everton byrjaði leikinn betur og fékk nokkur góð marktækifæri snemma leiks en Adrian var vandanum vaxinn í marki heimamanna. Undir lok fyrri hálfleiks komst Divock Origi nálægt því að koma Liverpool yfir en Jordan Pickford sá við honum. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton en honum var skipt af velli eftir klukkutíma leik. Þá var leikurinn enn markalaus. Á 71.mínútu skoraði hinn 18 ára gamli Curtis Jones magnað mark þegar hann negldi boltanum upp í samskeytin fjær utan vítateigs og kom Liverpool í forystu. Heimamenn létu þá forystu ekki af hendi og sigldu sigrinum nokkuð örugglega heim. Liverpool er þar með komið áfram í næstu umferð. Enski boltinn
Stórleikur 3.umferðar enska bikarsins fór fram í dag þegar Liverpool tók á móti grönnum sínum í Everton á Anfield. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, stillti upp algjöru varaliði í leiknum á meðan Carlo Ancelotti, stjóri Everton, stillti upp nokkurn veginn sínu sterkasta liði. Mikið álag verið á öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar undanfarnar vikur. Everton byrjaði leikinn betur og fékk nokkur góð marktækifæri snemma leiks en Adrian var vandanum vaxinn í marki heimamanna. Undir lok fyrri hálfleiks komst Divock Origi nálægt því að koma Liverpool yfir en Jordan Pickford sá við honum. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton en honum var skipt af velli eftir klukkutíma leik. Þá var leikurinn enn markalaus. Á 71.mínútu skoraði hinn 18 ára gamli Curtis Jones magnað mark þegar hann negldi boltanum upp í samskeytin fjær utan vítateigs og kom Liverpool í forystu. Heimamenn létu þá forystu ekki af hendi og sigldu sigrinum nokkuð örugglega heim. Liverpool er þar með komið áfram í næstu umferð.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti