Fjórða umferð ensku bikarkeppninnar hófst í kvöld með tveimur leikjum.
Sheffield Wednesday gerði góða ferð til Lundúna og vann 1-2 sigur á QPR á Loftus Road.
Morgan Fox kom Uglunum yfir á 43. mínútu og þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Sam Winnall annað mark liðsins.
Nakhi Wells minnkaði muninn í 1-2 á 93. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Sheffield Wednesday varð því fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 5. umferð ensku bikarkeppninnar.
Derby County gerði markalaust jafntefli við D-deildarlið Northampton Town á útivelli. Liðin þurfa því að mætast aftur á Pride Park, heimavelli Derby.

