Fótbolti

Kallaður á fund for­setans eftir rifrildið við Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eric Abidal og Lionel Messi voru liðsfélagar hjá Barcelona.
Eric Abidal og Lionel Messi voru liðsfélagar hjá Barcelona. vísir/getty/samsett

Það er mikill hiti hjá knattspyrnuliði Barcelona um þessar mundir en Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal rifust opinberlega í vikunni.

Abidal gagnrýndi leikmenn liðsins í kjölfar þess að Ernesto Valverde var rekinn. Abidal sagði að leikmennirnir væru einfaldlega ekki að leggja nægilega mikið á sig.

Messi svaraði honum fullum hálsi og sagði að hann væri ekki sáttur að sitja undir þessum ásökunum og að forráðamenn félagsins ættu að passa sig á því sem þeir segja um leikmenn félagsins.







Josep Maria Bartomeu, foresta Barcelona, ákvað svo í gær að kalla Abidal á fund sinn til að ræða um framtíð hans hjá félaginu eftir rifrildið við Messi.

Barcelona spilar við Athletic Bilbao í spænska bikarnum í kvöld en Quique Setien stýrir nú Börsungum. Hann hefur farið misjafnlega af stað en Barcelona marði Levante um helgina, 2-1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×