Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2020 09:02 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir ástandið í Eyjum alvarlegt. Loðnubrestur hefur bein áhrif á 350 starfsmenn í Eyjum og er ígildi 60 ársverka. Tapaðar launatekjur í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti 1000 milljónir.Þetta kemur fram í Eyjafréttum sem sagði af greiningu Hrafns Sævaldssonar sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum kynnti á fundi bæjarráðs í gær. Tap útgerðarfyrirtækja 7.600 milljónir Þar var farið yfir loðunbrest á vertíðinni 2019. Tekjutap útgerðarfyrirtækja er metið á um 7.600 milljónir. Tekjutap annar fyrirtækja er um 900 milljónir og Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn verða af um 160 milljónum króna. „Ljóst er að áhrif loðnubrestsins 2019 hér í Eyjum eru mjög mikil á samfélagið allt ekki bara þá sem starfa í sjávarútvegi. Fyrirtæki og fólk í Eyjum hafa tekið þetta mikla högg vegna ársins 2019 en annar loðnubrestur er eitthvað sem yrði Vestmannaeyjum mjög erfitt,“ segir í Eyjafréttum en rúmlega 30 prósent veiðiheimilda á loðnu eru hjá fyrirtækjum í Eyjum. Ríkið komi að málum Máluð er upp dökk mynd af stöðu mála, afleiðingin sé ekki aðeins tekjutap samfélagsins alls heldur eru miklar líkur á að markaðir tapist verði loðnubrestur annað árið í röð. „Loðnubrestur er alvarlegt mál fyrir samfélag eins Vestmannaeyjar og önnur sveitarfélög sem teysta á loðnu. Loðnubrestur er líka áhyggjuefni ríkisins sem er stærsti hagsmunaaðili loðnunnar. Við vonum svo sannarlega að það finnist loðna og gefinn verði út kvóti fyrir 2020,“ segir Íris á Facebooksíðu sinni en rætt var við Írisi í Bítinu nú í morgun um málið. (Sjá hér neðar.) Telja Eyjamenn vert að stjórnvöld beiti sér fyrir auknum rannsóknum og loðnuleit. Komi til þess að ekki verði gefinn út loðnukvóti annað árið í röð hyggst bæjarráð óska eftir fundi með sjávarútvegsráðherra, sveitarstjórnaráðherra og fjármálaráðherra til að ræða mögulegar mótvægisaðgerðir við aflabresti. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Loðnubrestur hefur bein áhrif á 350 starfsmenn í Eyjum og er ígildi 60 ársverka. Tapaðar launatekjur í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti 1000 milljónir.Þetta kemur fram í Eyjafréttum sem sagði af greiningu Hrafns Sævaldssonar sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum kynnti á fundi bæjarráðs í gær. Tap útgerðarfyrirtækja 7.600 milljónir Þar var farið yfir loðunbrest á vertíðinni 2019. Tekjutap útgerðarfyrirtækja er metið á um 7.600 milljónir. Tekjutap annar fyrirtækja er um 900 milljónir og Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn verða af um 160 milljónum króna. „Ljóst er að áhrif loðnubrestsins 2019 hér í Eyjum eru mjög mikil á samfélagið allt ekki bara þá sem starfa í sjávarútvegi. Fyrirtæki og fólk í Eyjum hafa tekið þetta mikla högg vegna ársins 2019 en annar loðnubrestur er eitthvað sem yrði Vestmannaeyjum mjög erfitt,“ segir í Eyjafréttum en rúmlega 30 prósent veiðiheimilda á loðnu eru hjá fyrirtækjum í Eyjum. Ríkið komi að málum Máluð er upp dökk mynd af stöðu mála, afleiðingin sé ekki aðeins tekjutap samfélagsins alls heldur eru miklar líkur á að markaðir tapist verði loðnubrestur annað árið í röð. „Loðnubrestur er alvarlegt mál fyrir samfélag eins Vestmannaeyjar og önnur sveitarfélög sem teysta á loðnu. Loðnubrestur er líka áhyggjuefni ríkisins sem er stærsti hagsmunaaðili loðnunnar. Við vonum svo sannarlega að það finnist loðna og gefinn verði út kvóti fyrir 2020,“ segir Íris á Facebooksíðu sinni en rætt var við Írisi í Bítinu nú í morgun um málið. (Sjá hér neðar.) Telja Eyjamenn vert að stjórnvöld beiti sér fyrir auknum rannsóknum og loðnuleit. Komi til þess að ekki verði gefinn út loðnukvóti annað árið í röð hyggst bæjarráð óska eftir fundi með sjávarútvegsráðherra, sveitarstjórnaráðherra og fjármálaráðherra til að ræða mögulegar mótvægisaðgerðir við aflabresti.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15
Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18