Er borgarstjórnendum í nöp við Grafarvog? Árni Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2020 10:00 Ég telst til frumbyggja Grafarvogshverfis. Fékk úthlutaða lóð 1989, byggði þar hús og hef búið þar síðan. Á þessum tíma hef ég fylgst með hverfinu stækka og dafna. Tekið þátt í öllu því sem virkir íbúar og foreldrar gera, t.d. skóla og frístundastarfi, íþrótta og félagsstörfum ásamt þátttöku í menningarlífi og öðru því sem gera hverfi að fjölskylduvænum og eftirsóttum samfélögum. Hér er og hefur verið gott að búa, gott og fjölskylduvænt samfélag með góðri þáttöku íbúa í hverfislægum viðburðum. Hverfið var hannað með alla nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa í nærumhverfinu, hér er gott samgöngukerfi með æðakerfi hjóla og göngustíga um allt hverfið. Stutt er á helstu samgönguæðar þjóðvegakerfisins sem ég tel mikinn kost enda sæki ég og fleiri íbúar gjarnan út úr borginni til frístunda og útivistariðkunar frekar en niður í miðbæ. Mér er því óskiljanlegt hvað vakir fyrir borgarfulltrúum sem undanfarið hafa nánast keppst við að tala niður og fara niðrandi orðum um hverfið og lífsstíl íbúa þess. Það kemur í framhaldi af nánast stöðugum árásum borgaryfirvalda á grunnþjónustu hverfisins. Frá árinu 2010 er búið að leggja niður skóladeildir með sameiningum, fækka félagsmiðstöðvum, sameina leikskóla og það nýjasta er að leggja niður Korpuskóla. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð, hefur ekkert verið hlustað á eða tekið tilllit til óska, álits eða áskorana íbúa, foreldra og annarra hlutaðeigandi. Enn síður hefur mark verið tekið á vönduðum undirskriftasöfnunum með allt að 100% þáttöku foreldra á móti þessum afskiptum af grunnþjónustu hverfisins. Þann 21.01.sl. steig Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í ræðupúlt Ráðhússins og fór þar afar niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar, Kjalarneshverfi og Geldingarnes sem er hluti af Grafarvogshverfi : “Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit“ sagði hann um Geldingarnes í kjölfar orðræðu um að hverfin væru „ekki frábærir staðir til að búa á“. Borgarfulltrúinn og formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bætti um betur í útvarpsþætti Lísu Páls á Rás 1 þann 8.02 s.l. en þar sagði Sigurborg að Grafarvogs og Grafarholtshverfi væru dæmi um hverfi sem ekki væru vel skipulögð: „ þar er algjör einangrun, þú átt bara að sitja einn í bílnum þínum og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og lítið hugsað um félagsleg samskipti“! Mér er algerlega misboðið að hlusta á svona lítilsvirðingu borgarfulltrúa sem eiga að starfa fyrir alla Reykvíkinga. Þarna ráðast þau á nærumhverfið mitt og þann lífsstíl sem ég hef valið mér. Mér vitanlega hafa þau ekki fúlsað við því útsvari og þeim gjöldum sem ég ásamt öðrum Grafarvogsbúum höfum greitt til samfélagsins. Höfundur er búi í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég telst til frumbyggja Grafarvogshverfis. Fékk úthlutaða lóð 1989, byggði þar hús og hef búið þar síðan. Á þessum tíma hef ég fylgst með hverfinu stækka og dafna. Tekið þátt í öllu því sem virkir íbúar og foreldrar gera, t.d. skóla og frístundastarfi, íþrótta og félagsstörfum ásamt þátttöku í menningarlífi og öðru því sem gera hverfi að fjölskylduvænum og eftirsóttum samfélögum. Hér er og hefur verið gott að búa, gott og fjölskylduvænt samfélag með góðri þáttöku íbúa í hverfislægum viðburðum. Hverfið var hannað með alla nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa í nærumhverfinu, hér er gott samgöngukerfi með æðakerfi hjóla og göngustíga um allt hverfið. Stutt er á helstu samgönguæðar þjóðvegakerfisins sem ég tel mikinn kost enda sæki ég og fleiri íbúar gjarnan út úr borginni til frístunda og útivistariðkunar frekar en niður í miðbæ. Mér er því óskiljanlegt hvað vakir fyrir borgarfulltrúum sem undanfarið hafa nánast keppst við að tala niður og fara niðrandi orðum um hverfið og lífsstíl íbúa þess. Það kemur í framhaldi af nánast stöðugum árásum borgaryfirvalda á grunnþjónustu hverfisins. Frá árinu 2010 er búið að leggja niður skóladeildir með sameiningum, fækka félagsmiðstöðvum, sameina leikskóla og það nýjasta er að leggja niður Korpuskóla. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð, hefur ekkert verið hlustað á eða tekið tilllit til óska, álits eða áskorana íbúa, foreldra og annarra hlutaðeigandi. Enn síður hefur mark verið tekið á vönduðum undirskriftasöfnunum með allt að 100% þáttöku foreldra á móti þessum afskiptum af grunnþjónustu hverfisins. Þann 21.01.sl. steig Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í ræðupúlt Ráðhússins og fór þar afar niðrandi orðum um tvö hverfi borgarinnar, Kjalarneshverfi og Geldingarnes sem er hluti af Grafarvogshverfi : “Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit“ sagði hann um Geldingarnes í kjölfar orðræðu um að hverfin væru „ekki frábærir staðir til að búa á“. Borgarfulltrúinn og formaður skipulags- og samgönguráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir bætti um betur í útvarpsþætti Lísu Páls á Rás 1 þann 8.02 s.l. en þar sagði Sigurborg að Grafarvogs og Grafarholtshverfi væru dæmi um hverfi sem ekki væru vel skipulögð: „ þar er algjör einangrun, þú átt bara að sitja einn í bílnum þínum og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og lítið hugsað um félagsleg samskipti“! Mér er algerlega misboðið að hlusta á svona lítilsvirðingu borgarfulltrúa sem eiga að starfa fyrir alla Reykvíkinga. Þarna ráðast þau á nærumhverfið mitt og þann lífsstíl sem ég hef valið mér. Mér vitanlega hafa þau ekki fúlsað við því útsvari og þeim gjöldum sem ég ásamt öðrum Grafarvogsbúum höfum greitt til samfélagsins. Höfundur er búi í Grafarvogi.
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun