Að komast í bað Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 09:00 Ef fram heldur sem horfir hefst ótímabundið verkfall félagsmanna í Eflingu hjá Reykjavikurborg á miðnætti 17. febrúar næst komandi. Starfsmennirnir sem hafa farið í þrjú skæruverkföll síðustu tvær vikur starfa á frísdundasviði, umhverfissviði og velferðarsviði og vinna þeir gríðarlega mikilvæg störf. Krafa Eflingar er einföld: Aðþeir sem eru á lægstu laununum í borginni geti lifað af útborguðum launum. Komi til ótímabundins verkfalls mun það hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. Helmingur leikskólabarna kemst ekki í leikskólann og í mörgum tilfellum þurfa amma og afi að létta undir með foreldrunum. Sorp verður ekki hirt og engri vetrarþjónustu verður sinnt, það er göngu- og hjólastígar verða ekki hálkuvarðir, enginn snjómokstur, ruslastampar verða ekki tæmdir og ekki verður mokað frá grenndarstöðvum. Dragist verkfallið á langinn mun það fljótlega hafa áhrif á fatlað fólk og eldri fólk sem fær þjónustu frá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Ég er í þeim hópi og í sannleika sagt hef ég talsverðar áhyggjur af þeirri stöðu sem er uppi. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur fyrir starfsfólk Eflingar sem sér um umönnun fatlaðs fólks sem og eldra fólks. Um er að ræða algjöra grunnþjónustu til að tryggja öryggi og heilsu. Ekki eru veittar undanþágur fyrir þrifum á heimilum sem og aðstoð við böðun og ekki er veitt undanþága fyrir aðstoð við verslunarferðir svo eitthvað sé nefnt. Eins og staðan er nú þegar nokkrir dagar eru í að ótímabundið verkfall hefjist þá veit ég að ég fæ aðstoð í sturtu á föstudegi. Hvað tekur við eftir það veit í rauninni enginn, nema þeir sem veita undanþágur. Þannig ég veit ekki hvenær ég fer í bað næst! Sem er verulega óþægilegt. Fer ég í bað næst þegar verður samið, hvenær sem það nú verður? Verða veittar undanþágur fyrir aðstoðí bað eða sturtu? Fer égí bað einu sinni í viku? Hvenær verður íbúðin mín þrifin? Spurningarnar eru margar. Ég er svo heppin að ég er með gott stuðningsnet í kringum mig þannig ég get fengið vini og fjölskyldu til að skúra yfir gólfin í íbúðinni en því miður eru ekki allir svo heppnir. Hins vegar bið ég hvorki foreldra mína né aðra fjölskyldumeðlimi að aðstoða mig í sturtu á laugardagsmorgni ef ég er að fara í partý um kvöldið. Lífið hjá þeim sem þiggja heimaþjónustu frá Reykjavíkurborg mun fara úr skorðum aðeins nokkrum dögum eftir að verkfallið hefst. Fyrir þann hóp byrjar verkfallið að bíta af alvöru þegar fólk nær ekki að sinna sínu líkamlega hreinlæti almennilega. Ég er viss um að það færi um marga sem ekki tilheyra þessum hóp ef sagt væri við þá að þeir fengju ekki að fara í bað í nokkrar vikur. Eða fengju aðeins að fara í bað einu sinni í viku þar til að búið væri að skrifa undir nýjan kjarasamning. Hreinlæti er ein af grunnþörfum hvers og eins og því finnst mér það óboðlegt að hugsanlega séu nokkrar vikur í að fatlað fólk sem og eldra fólk geti farið í bað með eðlilegum hætti. Ég er nokkuð viss um að aðrir hópar samfélagsins myndu seint láta bjóða sér slíkt. Og við þá sem sitja við samningaborðið vil ég segja þetta: Eftir nokkra daga í ótímabundnu verkfalli verður samfélagið á hliðinni. Af þeirri einföldu ástæðu að þeir sem verða í verkfalli vinna gífurlega mikilvægt starf. Á allt of lágum launum og undir gríðarlegu álagi. Því er mikilvægt að deiluaðilar setjist niður og finni lausn á deilunni. Sem fyrst. Höfundur er félagsfræðingur og blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkföll 2020 Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ef fram heldur sem horfir hefst ótímabundið verkfall félagsmanna í Eflingu hjá Reykjavikurborg á miðnætti 17. febrúar næst komandi. Starfsmennirnir sem hafa farið í þrjú skæruverkföll síðustu tvær vikur starfa á frísdundasviði, umhverfissviði og velferðarsviði og vinna þeir gríðarlega mikilvæg störf. Krafa Eflingar er einföld: Aðþeir sem eru á lægstu laununum í borginni geti lifað af útborguðum launum. Komi til ótímabundins verkfalls mun það hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. Helmingur leikskólabarna kemst ekki í leikskólann og í mörgum tilfellum þurfa amma og afi að létta undir með foreldrunum. Sorp verður ekki hirt og engri vetrarþjónustu verður sinnt, það er göngu- og hjólastígar verða ekki hálkuvarðir, enginn snjómokstur, ruslastampar verða ekki tæmdir og ekki verður mokað frá grenndarstöðvum. Dragist verkfallið á langinn mun það fljótlega hafa áhrif á fatlað fólk og eldri fólk sem fær þjónustu frá heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Ég er í þeim hópi og í sannleika sagt hef ég talsverðar áhyggjur af þeirri stöðu sem er uppi. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur fyrir starfsfólk Eflingar sem sér um umönnun fatlaðs fólks sem og eldra fólks. Um er að ræða algjöra grunnþjónustu til að tryggja öryggi og heilsu. Ekki eru veittar undanþágur fyrir þrifum á heimilum sem og aðstoð við böðun og ekki er veitt undanþága fyrir aðstoð við verslunarferðir svo eitthvað sé nefnt. Eins og staðan er nú þegar nokkrir dagar eru í að ótímabundið verkfall hefjist þá veit ég að ég fæ aðstoð í sturtu á föstudegi. Hvað tekur við eftir það veit í rauninni enginn, nema þeir sem veita undanþágur. Þannig ég veit ekki hvenær ég fer í bað næst! Sem er verulega óþægilegt. Fer ég í bað næst þegar verður samið, hvenær sem það nú verður? Verða veittar undanþágur fyrir aðstoðí bað eða sturtu? Fer égí bað einu sinni í viku? Hvenær verður íbúðin mín þrifin? Spurningarnar eru margar. Ég er svo heppin að ég er með gott stuðningsnet í kringum mig þannig ég get fengið vini og fjölskyldu til að skúra yfir gólfin í íbúðinni en því miður eru ekki allir svo heppnir. Hins vegar bið ég hvorki foreldra mína né aðra fjölskyldumeðlimi að aðstoða mig í sturtu á laugardagsmorgni ef ég er að fara í partý um kvöldið. Lífið hjá þeim sem þiggja heimaþjónustu frá Reykjavíkurborg mun fara úr skorðum aðeins nokkrum dögum eftir að verkfallið hefst. Fyrir þann hóp byrjar verkfallið að bíta af alvöru þegar fólk nær ekki að sinna sínu líkamlega hreinlæti almennilega. Ég er viss um að það færi um marga sem ekki tilheyra þessum hóp ef sagt væri við þá að þeir fengju ekki að fara í bað í nokkrar vikur. Eða fengju aðeins að fara í bað einu sinni í viku þar til að búið væri að skrifa undir nýjan kjarasamning. Hreinlæti er ein af grunnþörfum hvers og eins og því finnst mér það óboðlegt að hugsanlega séu nokkrar vikur í að fatlað fólk sem og eldra fólk geti farið í bað með eðlilegum hætti. Ég er nokkuð viss um að aðrir hópar samfélagsins myndu seint láta bjóða sér slíkt. Og við þá sem sitja við samningaborðið vil ég segja þetta: Eftir nokkra daga í ótímabundnu verkfalli verður samfélagið á hliðinni. Af þeirri einföldu ástæðu að þeir sem verða í verkfalli vinna gífurlega mikilvægt starf. Á allt of lágum launum og undir gríðarlegu álagi. Því er mikilvægt að deiluaðilar setjist niður og finni lausn á deilunni. Sem fyrst. Höfundur er félagsfræðingur og blaðamaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar