Skipti ég minna máli? Starri Reynisson skrifar 11. febrúar 2020 07:00 Fyrir nokkrum árum flutti ég frá Akranesi til Reykjavíkur. Utan álagstíma tekur um það bil 45 mínútur að keyra frá mínu gamla heimili á hið nýja, vegalengdin er minni en 50 kílómetrar, sjóleiðis um 20. Við þessa flutninga missti ég um það bil helminginn af atkvæði mínu í alþingiskosningum. Minnkuðu lýðræðisleg réttindi mín allt í einu vegna þess að ég flutti suður fyrir Hvalfjörð? Eru íbúar höfuðborgarsvæðisins ómerkilegra fólk en íbúar annara landshluta? Hvernig er það réttlætanlegt að kosningaréttur sé misjafn eftir búsetu? Það þætti varla nokkurri manneskju ásættanlegt ef um væri að ræða samskonar mismunun á öðrum réttindum. Flestum þætti með öllu óréttlætanlegt ef íbúi í Hafnarfirði hefði tvo þriðju af tjáningarfrelsi íbúa á Hellu, eða ef íbúi í Safamýri hefði aðeins helming af eignarrétti Siglfirðings. Hvers vegna eru lýðræðisleg réttindi litin öðrum og léttvægari augum en önnur réttindi okkar? Við búum í lýðræðisríki og því er eðlileg krafa að pólitískar skoðanir allra hafi jafnt vægi óháð búsetu. Alþingi á að endurspegla bæði vilja þjóðarinnar og það hvernig hún er samsett á hverjum tíma. Það á að vera sjálfsagt að kennari á Kópaskeri og kórstjóri á Kársnesi hafi jafn mikið að segja um það hvernig samfélaginu er stjórnað. Meðan atkvæðavægi er ójafnt eftir landsvæðum getur það aldrei verið raunin. Ein þeirra breytinga sem nauðsynlegt er að gera á stjórnarskrá Íslands, ásamt skýru auðlindaákvæði, er ákvæði um jafnt vægi atkvæða. Þannig, og aðeins þannig, tryggjum við að raunverulegur vilji almennings endurspeglist í ákvörðunum stjórnvalda til framtíðar. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Viðreisn Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum flutti ég frá Akranesi til Reykjavíkur. Utan álagstíma tekur um það bil 45 mínútur að keyra frá mínu gamla heimili á hið nýja, vegalengdin er minni en 50 kílómetrar, sjóleiðis um 20. Við þessa flutninga missti ég um það bil helminginn af atkvæði mínu í alþingiskosningum. Minnkuðu lýðræðisleg réttindi mín allt í einu vegna þess að ég flutti suður fyrir Hvalfjörð? Eru íbúar höfuðborgarsvæðisins ómerkilegra fólk en íbúar annara landshluta? Hvernig er það réttlætanlegt að kosningaréttur sé misjafn eftir búsetu? Það þætti varla nokkurri manneskju ásættanlegt ef um væri að ræða samskonar mismunun á öðrum réttindum. Flestum þætti með öllu óréttlætanlegt ef íbúi í Hafnarfirði hefði tvo þriðju af tjáningarfrelsi íbúa á Hellu, eða ef íbúi í Safamýri hefði aðeins helming af eignarrétti Siglfirðings. Hvers vegna eru lýðræðisleg réttindi litin öðrum og léttvægari augum en önnur réttindi okkar? Við búum í lýðræðisríki og því er eðlileg krafa að pólitískar skoðanir allra hafi jafnt vægi óháð búsetu. Alþingi á að endurspegla bæði vilja þjóðarinnar og það hvernig hún er samsett á hverjum tíma. Það á að vera sjálfsagt að kennari á Kópaskeri og kórstjóri á Kársnesi hafi jafn mikið að segja um það hvernig samfélaginu er stjórnað. Meðan atkvæðavægi er ójafnt eftir landsvæðum getur það aldrei verið raunin. Ein þeirra breytinga sem nauðsynlegt er að gera á stjórnarskrá Íslands, ásamt skýru auðlindaákvæði, er ákvæði um jafnt vægi atkvæða. Þannig, og aðeins þannig, tryggjum við að raunverulegur vilji almennings endurspeglist í ákvörðunum stjórnvalda til framtíðar. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar