Lokun Nýsköpunarmiðstöðar er framfaraskref Einar Gunnar Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2020 10:00 Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. Þetta er mikilvægt skref í átt að sterkara og heildstæðara umhverfi fyrir íslenska nýsköpun, sem á í harðri samkeppni við sambærileg umhverfi í nágrannalöndunum. Einhverjum kann að þykja fyrirsögnin þversögn. Hvernig getur lokun stofnunar sem hefur það markmið að styðja við nýsköpun verið framfaraskref? Nokkuð góð sátt virðist ríkja um það að aukin verðmætasköpun með tilstilli nýsköpunar sé mikilvæg fyrir þjóðarhag. Hér má telja til nokkur atriði. Samþjöppun þekkingar á háskólasvæðinu í Vatnsmýri Þekkt er í öllum löndum að sterk háskólasvæði og háskólar hafa mikið aðdráttarafl og hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélögum. Skapandi, klárt, og ungt fólk er uppistaðan í slíku umhverfi. Fyrirtæki, ung og gömul, sækja í þekkingu sem þar er verið að skapa, ýmiskonar stoðeiningar verða til, s.s. ráðgjöf, þekkingarfærsla (e. knowledge and tech transfer), lögfræðiþjónusta, funda- og ráðstefnuhald og viðskiptahraðlar, auk náms og rannsókna. Í slíkum suðupotti er einfaldara að mynda tengsl milli fólks sem annars hefði ekki hist, hugmyndir verða til milli ólíkra þekkingarsviða, félagslíf verður fjölbreyttara, m.ö.o. að virkni í nærsamfélaginu verður meiri. Í mörgum borgum hefur mikilvægi háskóla hefur gegnt lykilhlutverki í að móta nýsköpunarstyrkleika svæðanna og þar með samkeppnishæfni, t.d. í Boston (líftækni), Stokkhólm (tækni og verkfræði) og Santa Cruz/San Franciso (hugbúnaður). Reykjavík hefur alla burði til að komast á svipaðan stað og þessar borgir þegar kemur að auka nýsköpun í samstarfi við háskóla. Slík framtíðarsýn kemur einmitt fram í nýlegri tilkynningu ráðuneytisins um lokun Nýsköpunarmiðstöðvar: „Komið verði á samstarfi ráðuneytisins, háskólasamfélagsins og atvinnulífs um rekstur nýsköpunargarða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Þeir yrðu eins konar sjálfstætt framhald af hluta þeirrar starfsemi sem nú fer fram undir merkjum NMÍ, en rekstrarform yrði með öðrum hætti. Stefnt er að því að starfsemi nýsköpunargarða verði staðsett í Vatnsmýrinni.“ NMÍ er staðsett í jaðri borgarlandsins í Keldnaholti, fjarri ys og þys þekkingarsköpunar og þar sem flestir borgarbúar starfa. Það er einfaldlega óheppilegt út frá ofangreindu. Breyttir tímar frá því NMÍ var stofnuð NMÍ var stofnuð 2007 eftir sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Stofnunin byggir því á grunni sem nær lengra aftur en 2007. Síðan þá hefur umhverfi nýsköpunar og frumkvöðla breyst óheyrilega mikið. Mun meiri stuðningur er í boði, fjöldi funda og viðburða ósambærilegur, nýsköpun hefur orðið aðgengilegri almenningi, fjölmiðlar fjalla meira um nýsköpun og frumkvöðla og hagsmunasamtök, fyrirtæki og stjórnvöld orðin ekki bara upplýst um mikilvægið, heldur hafa sett sér skýra stefnu um hvernig nýsköpun skuli best hagað með framþróun að leiðarljósi. Sem betur fer. Við erum í þessu saman. Það er því mikilvægt að verkefnin sem NMÍ sinnir fái nýjan farveg í nýjum búningi. Breyttir tímar kalla á nýja nálgun. Þannig verður forgangsraðað hvaða verkefnum skuli haldið áfram og fjármagni veitt í þau verkefni, en einhver lögð niður. Eða eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins: „Unnið er að því að fara í gegnum alla samninga og skuldbindingar stofnunarinnar og tímaramma þeirra. Staðið verður við þá samninga og þær skuldbindingar sem að stofnuninni snúa. Skoðað verður hvernig verkefnin falla að nýjum áherslum í stuðningi við nýsköpun og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhald þeirra.“ Stuðningur á landsbyggðinni efldur Innan NMÍ í dag eru fimm starfsgildi á landsbyggðinni. Markmið breytinganna er að efla stuðning við nýsköpun í góðu samráði við landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög, Byggðastofnun og atvinnulífið. Fjöldi stafrænna smiðja (FabLabs), sem hafa gefið gríðarlega góða raun, verður aukinn. Þetta er mikilvægt, því nýsköpun getur engan veginn verið bundin við höfuðborgarsvæðið. Aftur, við erum í þessu saman. NMÍ hefur ekki þjónustað alla nýsköpun Síðastliðin 10 ár hef ég starfað með hátt í 100 frumkvöðlafyrirtækjum af ólíkum gerðum, allt frá flóknum vélbúnaði til hugbúnaðar, framleiðslu til neytendavarnings og allt þar á milli. Allflest þessara fyrirtækja hafa reitt sig á þann ólíka stuðning sem í boði er á Íslandi, sjá meðfylgjandi mynd. Það er staðreynd að NMÍ hefur reynst ákveðnum geirum afar vel í sinni þjónustu. Á það einkum við um fyrirtæki sem tengjast iðnaði og flóknum tæknibúnaði sem jafnvel þurfa viðamiklar grunnrannsóknir. Þetta er eðlilegt út frá bakgrunni stofnunarinnar. Einnig hafa fyrirtæki á neytendamarkaði notið góðs af NMÍ. Þegar hins vegar kemur að hugbúnaði og tengdum greinum, stundum nefnt Hugvit, Nýsköpun og tækni (HNT), hefur þekking NMÍ og stuðningur við slík fyrirtæki verið takmarkaður. Þau hafa einfaldlega leitað annað. Ég þekki ótal dæmi þessa. Skipulag og starfsmannafjöldi NMÍ endurspeglar líka þessar áherslur, en eitt svið NMÍ af fimm sinnir frumkvöðlum og fyrirtækjum, eða um 15 stöðugildi af 73. Nýsköpunarumhverfið stendur frammi fyrir áskorunum Líkt og áður var nefnt hefur nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið tekið stakkaskiptum, til hins betra, á síðustu 10 árum. Þó eru áskoranir framundan sem þarf að taka alvarlega. Ég er því þeirrar skoðunar að þetta skref um að leggja niður NMÍ í núverandi mynd og finna verkefnum hennar nýjan farveg sé mikið heillaskref í rétta átt. Þau sem starfa við og nálægt málaflokknum efast ekki um vilja og getu ráðherra nýsköpunarmála til að efla nýsköpun á Íslandi, gildir þá einu hvar þau standa í pólitík. Jafn stór breyting og um ræðir krefst hugrekkis. Þannig gerast framfarir, með áræðni, einbeittum vilja og sterkri framtíðarsýn. Höfundur hefur starfað við stuðning og fjárfestingar í nýsköpun sl. 10 ár Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni tilkynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð, ráðherra nýsköpunarmála, um að Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) yrði lokað um næstu áramót. Þetta er mikilvægt skref í átt að sterkara og heildstæðara umhverfi fyrir íslenska nýsköpun, sem á í harðri samkeppni við sambærileg umhverfi í nágrannalöndunum. Einhverjum kann að þykja fyrirsögnin þversögn. Hvernig getur lokun stofnunar sem hefur það markmið að styðja við nýsköpun verið framfaraskref? Nokkuð góð sátt virðist ríkja um það að aukin verðmætasköpun með tilstilli nýsköpunar sé mikilvæg fyrir þjóðarhag. Hér má telja til nokkur atriði. Samþjöppun þekkingar á háskólasvæðinu í Vatnsmýri Þekkt er í öllum löndum að sterk háskólasvæði og háskólar hafa mikið aðdráttarafl og hafa mikilvægu hlutverki að gegna í samfélögum. Skapandi, klárt, og ungt fólk er uppistaðan í slíku umhverfi. Fyrirtæki, ung og gömul, sækja í þekkingu sem þar er verið að skapa, ýmiskonar stoðeiningar verða til, s.s. ráðgjöf, þekkingarfærsla (e. knowledge and tech transfer), lögfræðiþjónusta, funda- og ráðstefnuhald og viðskiptahraðlar, auk náms og rannsókna. Í slíkum suðupotti er einfaldara að mynda tengsl milli fólks sem annars hefði ekki hist, hugmyndir verða til milli ólíkra þekkingarsviða, félagslíf verður fjölbreyttara, m.ö.o. að virkni í nærsamfélaginu verður meiri. Í mörgum borgum hefur mikilvægi háskóla hefur gegnt lykilhlutverki í að móta nýsköpunarstyrkleika svæðanna og þar með samkeppnishæfni, t.d. í Boston (líftækni), Stokkhólm (tækni og verkfræði) og Santa Cruz/San Franciso (hugbúnaður). Reykjavík hefur alla burði til að komast á svipaðan stað og þessar borgir þegar kemur að auka nýsköpun í samstarfi við háskóla. Slík framtíðarsýn kemur einmitt fram í nýlegri tilkynningu ráðuneytisins um lokun Nýsköpunarmiðstöðvar: „Komið verði á samstarfi ráðuneytisins, háskólasamfélagsins og atvinnulífs um rekstur nýsköpunargarða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Þeir yrðu eins konar sjálfstætt framhald af hluta þeirrar starfsemi sem nú fer fram undir merkjum NMÍ, en rekstrarform yrði með öðrum hætti. Stefnt er að því að starfsemi nýsköpunargarða verði staðsett í Vatnsmýrinni.“ NMÍ er staðsett í jaðri borgarlandsins í Keldnaholti, fjarri ys og þys þekkingarsköpunar og þar sem flestir borgarbúar starfa. Það er einfaldlega óheppilegt út frá ofangreindu. Breyttir tímar frá því NMÍ var stofnuð NMÍ var stofnuð 2007 eftir sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Stofnunin byggir því á grunni sem nær lengra aftur en 2007. Síðan þá hefur umhverfi nýsköpunar og frumkvöðla breyst óheyrilega mikið. Mun meiri stuðningur er í boði, fjöldi funda og viðburða ósambærilegur, nýsköpun hefur orðið aðgengilegri almenningi, fjölmiðlar fjalla meira um nýsköpun og frumkvöðla og hagsmunasamtök, fyrirtæki og stjórnvöld orðin ekki bara upplýst um mikilvægið, heldur hafa sett sér skýra stefnu um hvernig nýsköpun skuli best hagað með framþróun að leiðarljósi. Sem betur fer. Við erum í þessu saman. Það er því mikilvægt að verkefnin sem NMÍ sinnir fái nýjan farveg í nýjum búningi. Breyttir tímar kalla á nýja nálgun. Þannig verður forgangsraðað hvaða verkefnum skuli haldið áfram og fjármagni veitt í þau verkefni, en einhver lögð niður. Eða eins og segir í tilkynningu ráðuneytisins: „Unnið er að því að fara í gegnum alla samninga og skuldbindingar stofnunarinnar og tímaramma þeirra. Staðið verður við þá samninga og þær skuldbindingar sem að stofnuninni snúa. Skoðað verður hvernig verkefnin falla að nýjum áherslum í stuðningi við nýsköpun og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhald þeirra.“ Stuðningur á landsbyggðinni efldur Innan NMÍ í dag eru fimm starfsgildi á landsbyggðinni. Markmið breytinganna er að efla stuðning við nýsköpun í góðu samráði við landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög, Byggðastofnun og atvinnulífið. Fjöldi stafrænna smiðja (FabLabs), sem hafa gefið gríðarlega góða raun, verður aukinn. Þetta er mikilvægt, því nýsköpun getur engan veginn verið bundin við höfuðborgarsvæðið. Aftur, við erum í þessu saman. NMÍ hefur ekki þjónustað alla nýsköpun Síðastliðin 10 ár hef ég starfað með hátt í 100 frumkvöðlafyrirtækjum af ólíkum gerðum, allt frá flóknum vélbúnaði til hugbúnaðar, framleiðslu til neytendavarnings og allt þar á milli. Allflest þessara fyrirtækja hafa reitt sig á þann ólíka stuðning sem í boði er á Íslandi, sjá meðfylgjandi mynd. Það er staðreynd að NMÍ hefur reynst ákveðnum geirum afar vel í sinni þjónustu. Á það einkum við um fyrirtæki sem tengjast iðnaði og flóknum tæknibúnaði sem jafnvel þurfa viðamiklar grunnrannsóknir. Þetta er eðlilegt út frá bakgrunni stofnunarinnar. Einnig hafa fyrirtæki á neytendamarkaði notið góðs af NMÍ. Þegar hins vegar kemur að hugbúnaði og tengdum greinum, stundum nefnt Hugvit, Nýsköpun og tækni (HNT), hefur þekking NMÍ og stuðningur við slík fyrirtæki verið takmarkaður. Þau hafa einfaldlega leitað annað. Ég þekki ótal dæmi þessa. Skipulag og starfsmannafjöldi NMÍ endurspeglar líka þessar áherslur, en eitt svið NMÍ af fimm sinnir frumkvöðlum og fyrirtækjum, eða um 15 stöðugildi af 73. Nýsköpunarumhverfið stendur frammi fyrir áskorunum Líkt og áður var nefnt hefur nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfið tekið stakkaskiptum, til hins betra, á síðustu 10 árum. Þó eru áskoranir framundan sem þarf að taka alvarlega. Ég er því þeirrar skoðunar að þetta skref um að leggja niður NMÍ í núverandi mynd og finna verkefnum hennar nýjan farveg sé mikið heillaskref í rétta átt. Þau sem starfa við og nálægt málaflokknum efast ekki um vilja og getu ráðherra nýsköpunarmála til að efla nýsköpun á Íslandi, gildir þá einu hvar þau standa í pólitík. Jafn stór breyting og um ræðir krefst hugrekkis. Þannig gerast framfarir, með áræðni, einbeittum vilja og sterkri framtíðarsýn. Höfundur hefur starfað við stuðning og fjárfestingar í nýsköpun sl. 10 ár
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar