Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2020 21:33 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP Photo/Evan Vucci Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum veittu flugfélögum þar í landi stuðning upp á 25 milljarða dollara, um 3,4 þúsund milljarða króna, gegn því að þau myndu ekki segja upp fjölda starfsfólks til 30. september næstkomandi. Flugfélög hafa kallað eftir frekari stuðning en viðræður þess efnis runnu út í sandinn fyrr í mánuðinum án niðurstöðu. American Airlines hefur til að mynda tilkynnt að 19 þúsund störf heyri sögunni til í október þegar stuðningi yfirvalda nýtur ekki lengur við, United Airlines áætlar til dæmis að 36 þúsund störf innan félagsins séu í hættu á sama tíma, Í frétt Reuters er haft eftir Mark Meadows, framkvæmdastjóra Hvíta hússins, að ef þingið grípi ekki til aðgerða muni Trump stíga inn, mögulega með tilskipun frá forsetaembættinu, svo tryggja megi flugfélögum í Bandaríkjum aðstoð, og til þess að koma í veg fyrir að tugþúsundir missi vinnuna. Donald Trump Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum veittu flugfélögum þar í landi stuðning upp á 25 milljarða dollara, um 3,4 þúsund milljarða króna, gegn því að þau myndu ekki segja upp fjölda starfsfólks til 30. september næstkomandi. Flugfélög hafa kallað eftir frekari stuðning en viðræður þess efnis runnu út í sandinn fyrr í mánuðinum án niðurstöðu. American Airlines hefur til að mynda tilkynnt að 19 þúsund störf heyri sögunni til í október þegar stuðningi yfirvalda nýtur ekki lengur við, United Airlines áætlar til dæmis að 36 þúsund störf innan félagsins séu í hættu á sama tíma, Í frétt Reuters er haft eftir Mark Meadows, framkvæmdastjóra Hvíta hússins, að ef þingið grípi ekki til aðgerða muni Trump stíga inn, mögulega með tilskipun frá forsetaembættinu, svo tryggja megi flugfélögum í Bandaríkjum aðstoð, og til þess að koma í veg fyrir að tugþúsundir missi vinnuna.
Donald Trump Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira