Brothættar byggðir – full neikvætt heiti á verkefni Hjalti Þórðarson skrifar 1. september 2020 11:30 Landsbyggðarmál og landsbyggðin almennt eru stundum til umræðu. Því miður virðist það þó vera svo að lítill áhugi sé á alvöru uppbyggilegri stefnu sem heldur milli kosninga óháð pólítískum átakalínum og getur þar með verið við líði árum og áratugum saman. Hvernig vill þjóðin að landið okkar sé? Hvernig viljum við að byggðin þróist og hvar sé uppbygging til lengri tíma? Viljum við að allur fiskveiðikvótinn sé á hendi örfárra aðila sem geta svo flutt aflann hvert sem er og flutt störf fólks til eins og þeim sýnist? Fylgir því engin ábyrgð að fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar t.d. varðandi löndunarstaði og vinnslu? Viljum við aðeins hafa byggð á örlitlum hluta landsins? Eins má spyrja hvort við viljum hafa öflugan landbúnað í landinu eða flytja allt inn? Viljum við hreinlega að allt þróist eftir lögmálum hins sígráðuga, eigingjarna og mannskemmandi markaðsbúskap? Þegar málefnin komast á dagskrá virðast þau, amk eins og það lítur út fyrir hinn almenna borgara, vera rædd og framkvæmd með háværum upphrópunum og oft á tíðum tilgangslitlum séraðgerðum. Lengi hefur verið rekin einhverskonar plástrastefna sem því miður er alltof oft bara til að kasta peningum út um gluggann. Í gangi er nú eitthvað sem heitir því skelfilega og niðurdrepandi nafni „Brothættar byggðir“ þar sem fáeinir bæir og byggðalög er sett í svona „næstum því óbyggilegt“ flokk sem þarf á einhverjum séraðgerðum að halda. Þvílíkt dæmalaust hugmyndaflug. Þeir sem fundu upp þetta heiti eru sennilega með spegil eða brothættan hlut fyrir ofan svefnrúmið hjá sér. Með þessu er verið að segja fólki, bæði sem býr á staðnum og við aðra, að þessi staður sé nánast óbyggilegur og svo viðkvæmur að hann þurfi á sérstakri aðstoð að halda til að lifa af. Nú getur vinahópurinn farið í sumarleyfisferðir og keyrt í gegnum þessa staði og svæði og virt þá fyrir sé og íbúa þess „Góðu félagar, hérna býr fólk sem ríkið styrkir, þetta er fallegur staður en þið skuluð alls ekki setjast hér að í framtíðinni. Staðurinn er svo brothættur.“ Ég tala eflaust fyrir munn margra en af hverju ætti ég að setjast að á Brothættum stað eða ég tala nú ekki um að fjárfesta þar t.d. í húsnæði. Býst jafnvel við að ef mitt byggðarlag lenti í þessum flokki þá myndi ég hugsa mér til hreyfings. Orðið Brothætt er neikvætt, flokkunin er neikvæð og þeir sem hafa grunnskilning á huga fólks vita að neikvæð orð virka alltaf neikvætt. Miklu nær hefði verið að kalla þetta Blómlegar byggðir eða eitthvað annað jákvætt. Hægt er svo að velta því fyrir sér hvort eftirsóknarverðara sé að búa í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Hvort er líklegra að fólk taki duglega til hendinni og byggi eitthvað upp til framtíðar í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Það sem er brothætt getur brotnað, það sem er blómlegt getur blómstrað. Ég er tilbúinn að búa og byggja eitthvað upp í Blómlegri byggð. Fólk er nefnilega ekki tölur eða hlutir heldur almennt lifandi hugsandi verur. Nei vitleysan er ekki öll eins og heitið Brothættar byggðir sennilega einhver daprasta nafngift á verkefni sem komið hefur fram. Höfundur er íbúi í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Sjá meira
Landsbyggðarmál og landsbyggðin almennt eru stundum til umræðu. Því miður virðist það þó vera svo að lítill áhugi sé á alvöru uppbyggilegri stefnu sem heldur milli kosninga óháð pólítískum átakalínum og getur þar með verið við líði árum og áratugum saman. Hvernig vill þjóðin að landið okkar sé? Hvernig viljum við að byggðin þróist og hvar sé uppbygging til lengri tíma? Viljum við að allur fiskveiðikvótinn sé á hendi örfárra aðila sem geta svo flutt aflann hvert sem er og flutt störf fólks til eins og þeim sýnist? Fylgir því engin ábyrgð að fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar t.d. varðandi löndunarstaði og vinnslu? Viljum við aðeins hafa byggð á örlitlum hluta landsins? Eins má spyrja hvort við viljum hafa öflugan landbúnað í landinu eða flytja allt inn? Viljum við hreinlega að allt þróist eftir lögmálum hins sígráðuga, eigingjarna og mannskemmandi markaðsbúskap? Þegar málefnin komast á dagskrá virðast þau, amk eins og það lítur út fyrir hinn almenna borgara, vera rædd og framkvæmd með háværum upphrópunum og oft á tíðum tilgangslitlum séraðgerðum. Lengi hefur verið rekin einhverskonar plástrastefna sem því miður er alltof oft bara til að kasta peningum út um gluggann. Í gangi er nú eitthvað sem heitir því skelfilega og niðurdrepandi nafni „Brothættar byggðir“ þar sem fáeinir bæir og byggðalög er sett í svona „næstum því óbyggilegt“ flokk sem þarf á einhverjum séraðgerðum að halda. Þvílíkt dæmalaust hugmyndaflug. Þeir sem fundu upp þetta heiti eru sennilega með spegil eða brothættan hlut fyrir ofan svefnrúmið hjá sér. Með þessu er verið að segja fólki, bæði sem býr á staðnum og við aðra, að þessi staður sé nánast óbyggilegur og svo viðkvæmur að hann þurfi á sérstakri aðstoð að halda til að lifa af. Nú getur vinahópurinn farið í sumarleyfisferðir og keyrt í gegnum þessa staði og svæði og virt þá fyrir sé og íbúa þess „Góðu félagar, hérna býr fólk sem ríkið styrkir, þetta er fallegur staður en þið skuluð alls ekki setjast hér að í framtíðinni. Staðurinn er svo brothættur.“ Ég tala eflaust fyrir munn margra en af hverju ætti ég að setjast að á Brothættum stað eða ég tala nú ekki um að fjárfesta þar t.d. í húsnæði. Býst jafnvel við að ef mitt byggðarlag lenti í þessum flokki þá myndi ég hugsa mér til hreyfings. Orðið Brothætt er neikvætt, flokkunin er neikvæð og þeir sem hafa grunnskilning á huga fólks vita að neikvæð orð virka alltaf neikvætt. Miklu nær hefði verið að kalla þetta Blómlegar byggðir eða eitthvað annað jákvætt. Hægt er svo að velta því fyrir sér hvort eftirsóknarverðara sé að búa í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Hvort er líklegra að fólk taki duglega til hendinni og byggi eitthvað upp til framtíðar í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Það sem er brothætt getur brotnað, það sem er blómlegt getur blómstrað. Ég er tilbúinn að búa og byggja eitthvað upp í Blómlegri byggð. Fólk er nefnilega ekki tölur eða hlutir heldur almennt lifandi hugsandi verur. Nei vitleysan er ekki öll eins og heitið Brothættar byggðir sennilega einhver daprasta nafngift á verkefni sem komið hefur fram. Höfundur er íbúi í Skagafirði.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun