Aldrei greitt hér tekjuskatt Freyr Frostason skrifar 17. september 2020 15:30 „Arnarlax tapaði 450 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi,“ var fyrirsögn í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í vikunni. Þetta hefðu verið óvænt tíðindi fyrir þau sem horfðu á góðan fjarfund Landverndar og vestfirsku náttúruverndarsamtakanna Rjúkanda í síðustu viku þar sem fjallað var um fiskeldi á Vestfjörðum. Á þeim fundi fór Einar K. Guðfinnsson digrum orðum um góða afkomu í sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa hér við land. Þetta voru þó furðuleg orð hjá talsmanni þessa mengandi iðnaðar því Salmar, hið norska móðurfélag Arnarlax, hafði fyrr í þessum mánuði sagt frá hörmulegri afkomu dótturfélagsins, þeirri hinni sömu og Markaðurinn sagði svo frá í nýjasta tölublaði sínu. Einar átti sem sagt að vita betur, og vissi reyndar örugglega betur. Staðreyndin er sú að ekkert sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem eru með rekstur hér við land hefur nokkru sinni skilað slíkri afkomu að þau hafi greitt tekjuskatt. Aldrei nokkurn tíma. Og afar hæpið er að þau geri það um fyrirsjáanlega framtíð. Annars vegar vegna þess að uppsafnað tap þeirra hleypur á milljörðum, og hins vegar vegna þess að þau eru flest að stærstum hluta í erlendri eigu. Það þýðir að móðurfélögin hafa milligöngu um eða selja þeim búnað, fóður, ráðgjöf og ýmsa aðra þjónustu. Þannig geta þau stýrt því hvar mögulegur hagnaður er tekinn út og tekjuskattar greiddir á endanum. Allt er það innan laga og reglna sem gilda um alþjóðleg viðskipti. Þannig er til dæmis stærsti eigandi sjókvíaeldisfyritæksins Arctic Fish Farm, sem starfar á Vestfjörðum, aflandsfélagið Bremesco Holding og er það skráð á Kýpur. Einari varð tíðrætt á fundinum um útfltningsverðmæti sjókvíaeldislaxins en hann var hins vegar ófáanlegur til að ræða hvað verður í raun eftir á Íslandi þegar búið er að greiða móðurfélögunum og öðrum gjaldeyri fyrir búnað, fóður, ráðgjöf og aðra þjónustu að utan. Það eina sem við vitum fyrir víst að verður eftir er stórfelld mengunin frá sjókvíunum í íslenskum fjörðum og erfðablöndun við villtu laxastofnanna okkar vegna sleppifisks úr kvíunum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
„Arnarlax tapaði 450 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi,“ var fyrirsögn í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í vikunni. Þetta hefðu verið óvænt tíðindi fyrir þau sem horfðu á góðan fjarfund Landverndar og vestfirsku náttúruverndarsamtakanna Rjúkanda í síðustu viku þar sem fjallað var um fiskeldi á Vestfjörðum. Á þeim fundi fór Einar K. Guðfinnsson digrum orðum um góða afkomu í sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa hér við land. Þetta voru þó furðuleg orð hjá talsmanni þessa mengandi iðnaðar því Salmar, hið norska móðurfélag Arnarlax, hafði fyrr í þessum mánuði sagt frá hörmulegri afkomu dótturfélagsins, þeirri hinni sömu og Markaðurinn sagði svo frá í nýjasta tölublaði sínu. Einar átti sem sagt að vita betur, og vissi reyndar örugglega betur. Staðreyndin er sú að ekkert sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem eru með rekstur hér við land hefur nokkru sinni skilað slíkri afkomu að þau hafi greitt tekjuskatt. Aldrei nokkurn tíma. Og afar hæpið er að þau geri það um fyrirsjáanlega framtíð. Annars vegar vegna þess að uppsafnað tap þeirra hleypur á milljörðum, og hins vegar vegna þess að þau eru flest að stærstum hluta í erlendri eigu. Það þýðir að móðurfélögin hafa milligöngu um eða selja þeim búnað, fóður, ráðgjöf og ýmsa aðra þjónustu. Þannig geta þau stýrt því hvar mögulegur hagnaður er tekinn út og tekjuskattar greiddir á endanum. Allt er það innan laga og reglna sem gilda um alþjóðleg viðskipti. Þannig er til dæmis stærsti eigandi sjókvíaeldisfyritæksins Arctic Fish Farm, sem starfar á Vestfjörðum, aflandsfélagið Bremesco Holding og er það skráð á Kýpur. Einari varð tíðrætt á fundinum um útfltningsverðmæti sjókvíaeldislaxins en hann var hins vegar ófáanlegur til að ræða hvað verður í raun eftir á Íslandi þegar búið er að greiða móðurfélögunum og öðrum gjaldeyri fyrir búnað, fóður, ráðgjöf og aðra þjónustu að utan. Það eina sem við vitum fyrir víst að verður eftir er stórfelld mengunin frá sjókvíunum í íslenskum fjörðum og erfðablöndun við villtu laxastofnanna okkar vegna sleppifisks úr kvíunum. Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar