Blekkingarleikur forsætisráðherra Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 21. september 2020 08:01 Fyrir helgi birti forsætisráðherra færslu á Facebook þar sem hún fjallaði um þróunina á fjölda samþykktra umsókna um alþjóðlega vernd undanfarin ár. Færslunni fylgdi línurit sem sýndi mikla hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna milli ára. Samkvæmt línuritinu var hlutfall samþykktra umsókna aðeins 10% árið 2017, árið sem núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Ári seinna var hlutfallið komið upp í 20%, í fyrra var það 33% og það sem af er þessu ári er hlutfall samþykktra verndarumsókna komið upp í 61%. Þessa miklu hækkun skrifar forsætisráðherra á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Þessar tölur geta þó sagt okkur hvort við séum á réttri leið, hvort að þau skref sem við höfum tekið séu að skila árangri fyrir fólk,“ skrifar Katrín. „Hvort við séum að taka á móti fleira fólki á flótta eins og við einsettum okkur þegar stjórnarsáttmálinn var settur saman á árinu 2017.“ Ekki ríkisstjórninni að þakka Með því að setja þessar tölur fram einar og sér er auðvelt að draga upp þá mynd sem Katrín gerir. Almenningur hefur litlar forsendur til að draga tölurnar í efa eða velta fyrir sér hvað liggur þeim að baki. Staðreyndin er hins vegar sú að færsla Katrínar Jakobsdóttur er blekking. Hún er sett fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands. Athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Ástæðan fyrir því að ég kalla færsluna blekkingu er sú að hækkunin sem orðið hefur á hlutfalli samþykktra verndarumsókna á síðustu árum hefur ekkert að gera með ákvæði í stjórnarsáttmála eða stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar fyrir atbeina VG. Ytri þættir skýra þróunina Þrennt skýrir þessa breytingu á milli ára: Fækkun verndarumsókna frá öruggum ríkjum, fjölgun umsókna frá Venesúela og afleiðingar COVID-faraldursins. Árið 2017 voru 66% umsókna frá svokölluðum öruggum ríkjum. Þessar umsóknir eru að jafnaði ekki teknar til efnislegrar meðferðar, enda hefur 99% umsókna frá þessum ríkjum verið hafnað á síðustu árum. Það sem af er þessu ári er hlutfall umsókna frá öruggum ríkjum hins vegar aðeins 5%. Þetta skekkir myndina heilmikið og veldur því að hlutfall samþykktra umsókna hækkar töluvert án þess að það skýrist af einhverri stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Á sama tímabili hefur umsóknum frá Venesúela fjölgað töluvert. Það sem af er þessu ári hafa 126 einstaklingar frá Venesúela sótt um vernd, en það eru 21% allra umsókna þessa árs. Árið 2017 barst aðeins ein umsókn frá Venesúela. Útlendingastofnun hefur samþykkt 99% allra verndarumsókna frá Venesúela, en það er í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er þar í landi (https://www.visir.is/g/20191720121d). Þetta skýrist því heldur ekki af stefnu VG heldur af ytri aðstæðum. Örugg ríki og Venesúela eru augljóslega þættir sem sveiflast milli ára og skekkja heildarmyndina töluvert. Því er erfitt að fullyrða nokkuð um það hvort áherslur Vinstri grænna hafi haft áhrif á þróunina. Ég hef því tekið saman tölur síðustu ára og undanskilið umsóknir frá öruggum ríkjum og Venesúela. Þá birtist önnur mynd en sú sem forsætisráðherra teiknaði upp í færslu sinni: Árið 2017 voru 28% umsókna samþykktar. Árið 2018 voru 29% umsókna samþykktar. Árið 2019 voru 27% umsókna samþykktar. Það sem af er árinu 2020 hafa 55% umsókna verið samþykktar. Í stað þeirrar stöðugu hlutfallshækkunar sem birtist í framsetningu Katrínar Jakobsdóttur sjáum við hér enga breytingu frá 2017 til 2019 en skyndilegt stökk það sem af er þessu ári. Hvað útskýrir þetta stökk? Í kjölfar COVID-faraldursins settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og mörg hver lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Vegna þessa varð Útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. Það er óljóst hver áhrifin af þessu verða en fram hefur komið að þessi ráðstöfun gæti haft áhrif á mál 225 einstaklinga sem annars hefðu ekki hlotið vernd hér á landi. Þarna er enn eitt dæmið um ytri aðstæður sem draga upp hlutfall samþykktra umsókna. Falsfréttir og upplýsingaóreiða Mynd Katrínar Jakobsdóttur af hlutfallslegri fjölgun samþykktra verndarumsókna sem „árangur“ VG á kjörtímabilinu fellur vel í kramið hjá stuðningsfólki flokksins sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið. En þegar öllu er á botninn hvolft og öllum steinum velt við kemur blekkingin í ljós. Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar. Það er umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning. Gerum betur. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir helgi birti forsætisráðherra færslu á Facebook þar sem hún fjallaði um þróunina á fjölda samþykktra umsókna um alþjóðlega vernd undanfarin ár. Færslunni fylgdi línurit sem sýndi mikla hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna milli ára. Samkvæmt línuritinu var hlutfall samþykktra umsókna aðeins 10% árið 2017, árið sem núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Ári seinna var hlutfallið komið upp í 20%, í fyrra var það 33% og það sem af er þessu ári er hlutfall samþykktra verndarumsókna komið upp í 61%. Þessa miklu hækkun skrifar forsætisráðherra á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Þessar tölur geta þó sagt okkur hvort við séum á réttri leið, hvort að þau skref sem við höfum tekið séu að skila árangri fyrir fólk,“ skrifar Katrín. „Hvort við séum að taka á móti fleira fólki á flótta eins og við einsettum okkur þegar stjórnarsáttmálinn var settur saman á árinu 2017.“ Ekki ríkisstjórninni að þakka Með því að setja þessar tölur fram einar og sér er auðvelt að draga upp þá mynd sem Katrín gerir. Almenningur hefur litlar forsendur til að draga tölurnar í efa eða velta fyrir sér hvað liggur þeim að baki. Staðreyndin er hins vegar sú að færsla Katrínar Jakobsdóttur er blekking. Hún er sett fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands. Athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Ástæðan fyrir því að ég kalla færsluna blekkingu er sú að hækkunin sem orðið hefur á hlutfalli samþykktra verndarumsókna á síðustu árum hefur ekkert að gera með ákvæði í stjórnarsáttmála eða stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar fyrir atbeina VG. Ytri þættir skýra þróunina Þrennt skýrir þessa breytingu á milli ára: Fækkun verndarumsókna frá öruggum ríkjum, fjölgun umsókna frá Venesúela og afleiðingar COVID-faraldursins. Árið 2017 voru 66% umsókna frá svokölluðum öruggum ríkjum. Þessar umsóknir eru að jafnaði ekki teknar til efnislegrar meðferðar, enda hefur 99% umsókna frá þessum ríkjum verið hafnað á síðustu árum. Það sem af er þessu ári er hlutfall umsókna frá öruggum ríkjum hins vegar aðeins 5%. Þetta skekkir myndina heilmikið og veldur því að hlutfall samþykktra umsókna hækkar töluvert án þess að það skýrist af einhverri stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Á sama tímabili hefur umsóknum frá Venesúela fjölgað töluvert. Það sem af er þessu ári hafa 126 einstaklingar frá Venesúela sótt um vernd, en það eru 21% allra umsókna þessa árs. Árið 2017 barst aðeins ein umsókn frá Venesúela. Útlendingastofnun hefur samþykkt 99% allra verndarumsókna frá Venesúela, en það er í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er þar í landi (https://www.visir.is/g/20191720121d). Þetta skýrist því heldur ekki af stefnu VG heldur af ytri aðstæðum. Örugg ríki og Venesúela eru augljóslega þættir sem sveiflast milli ára og skekkja heildarmyndina töluvert. Því er erfitt að fullyrða nokkuð um það hvort áherslur Vinstri grænna hafi haft áhrif á þróunina. Ég hef því tekið saman tölur síðustu ára og undanskilið umsóknir frá öruggum ríkjum og Venesúela. Þá birtist önnur mynd en sú sem forsætisráðherra teiknaði upp í færslu sinni: Árið 2017 voru 28% umsókna samþykktar. Árið 2018 voru 29% umsókna samþykktar. Árið 2019 voru 27% umsókna samþykktar. Það sem af er árinu 2020 hafa 55% umsókna verið samþykktar. Í stað þeirrar stöðugu hlutfallshækkunar sem birtist í framsetningu Katrínar Jakobsdóttur sjáum við hér enga breytingu frá 2017 til 2019 en skyndilegt stökk það sem af er þessu ári. Hvað útskýrir þetta stökk? Í kjölfar COVID-faraldursins settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og mörg hver lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Vegna þessa varð Útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. Það er óljóst hver áhrifin af þessu verða en fram hefur komið að þessi ráðstöfun gæti haft áhrif á mál 225 einstaklinga sem annars hefðu ekki hlotið vernd hér á landi. Þarna er enn eitt dæmið um ytri aðstæður sem draga upp hlutfall samþykktra umsókna. Falsfréttir og upplýsingaóreiða Mynd Katrínar Jakobsdóttur af hlutfallslegri fjölgun samþykktra verndarumsókna sem „árangur“ VG á kjörtímabilinu fellur vel í kramið hjá stuðningsfólki flokksins sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið. En þegar öllu er á botninn hvolft og öllum steinum velt við kemur blekkingin í ljós. Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar. Það er umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning. Gerum betur. Höfundur er jafnaðarmaður.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun