Samtök atvinnulífsins úr stjórnum lífeyrissjóðanna Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 23. september 2020 12:45 Um leið og ég fagna því að Icelandair sé komið fyrir vind óska ég starfsfólki og stjórnendum félagsins innilega til hamingju með vel heppnað útboð og einlæga von mína að áætlanir félagsins standist og gangi eftir. Ég vil hins vegar koma eftirfarandi á framfæri vegna ummæla og ásakana í minn garð, stjórnar VR og stjórnarmanna okkar hjá LIVE eftir þá ákvörðun lífeyrissjóðsins okkar að taka ekki þátt í nýafstöðnu og vel heppnuðu hlutafjárútboði Icelandair. Það er með miklum ólíkindum hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða og varaformaður stjórnar LIVE, hefur stigið fram með ásakanir og dylgjur vegna þeirrar ákvörðunar LIVE að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu. Forsaga málsins er sú að þegar stjórnendur Icelandair tóku þá ákvörðun að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur, og gera þannig aðför að samningsrétti allra stéttarfélaga, tók stjórn VR, sem einnig á sæti í fulltrúaráði LIVE, þá ákvörðun um að lýsa yfir andstöðu sinni við að stjórn LIVE tæki þátt í væntu hlutafjárútboði Icelandair, með áskorun á stjórnarmenn LIVE. Staðreyndin er sú að það stríðir gegn samþykktum sjóðsins að fjárfesta í fyrirtækjum sem brjóta á réttindum launafólks. Það er alveg skýrt og varla nokkur sem andmælir því. Þannig vorum við í fullum rétti til að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sjóðsins um að brjóta ekki gegn samþykktum sjóðsins. Tala nú ekki um það lögvarða frelsi sem við tökum okkur til að hafa skoðun á þessu máli sem og öðrum. Eitt af hlutverkum fulltrúaráðs LIVE, sem stjórn VR situr í, er að vera stjórn sjóðsins ráðgefandi, sem við gerðum. Síðan gerist það að samningar nást og stjórnendur draga til baka þá vegferð sem þeir hófu gegn samningsrétti launafólks og sættir náðust í málinu og fyrri yfirlýsingar formanns og stjórnar VR dregnar til baka. Ekki nóg með það lýstum við yfir fullu trausti til starfsmanna og stjórnarmanna LIVE. Það traust er til staðar hver sem niðurstaðan hefði orðið. Hvorki formaður eða stjórn VR höfðu nokkuð um það að segja hver niðurstaðan yrði. Til að toppa málin var svo skrifað undir sameiginlega friðaryfirlýsingu milli SA, ASÍ og Icelandair við upphaf hlutafjárútboðsins. Þrátt fyrir þetta virðist atvinnurekenda armurinn vera gjörsamlega farinn á taugum. Þau eru ekki vön því að fá spurningar eða nokkra mótspyrnu þegar kemur að því að dæla peningum í misgáfaðar fjárfestingar í atvinnulífinu. Þau hafa haft eftirlaunasjóði almennings nokkurn veginn út af fyrir sig án mikillar mótspyrnu frá fulltrúum launafólks. Guðrún Hafsteinsdóttir ræðst með ótrúlega svívirðilegum hætti að minni persónu og fulltrúum okkar í stjórn LIVE, starfsheiðri þeirra og trúverðugleika. Sömu fulltrúa og fjármálaeftirlitið hefur metið hæfa til að gegna störfum sínum eftir bestu sannfæringu og þeim reglum og lögum sem gilda um hæfi stjórnarmanna. Hún gerir það tortryggilegt hvar stjórnarmenn okkar starfa, eða sitja í stjórn stéttarfélags, þegar hún sjálf er eigandi Kjörís og hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir Samtök iðnaðarins um árabil. Yfirlýsing Guðrúnar Hafsteinsdóttur á Vísi þann 18. september síðastliðinn. „Þess vegna studdi ég að við færum þar inn og ég harma þessa niðurstöðu.“ Sjóðurinn hefði þurft að kaupa fyrir 2,4 milljarða til að halda sínum hlut eftir fjörutíu ára stuðning við félagið. „Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna núna eru í kringum 950 milljarðar. Þannig að þetta hefði þá verið 0,2 prósent af eignasafni sjóðsins sem við hefðum þá lagt til í þessu útboði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Í ljósi stöðu sinnar og fyrri yfirlýsinga hlýtur fjármálaeftirlitið að komast að þeirri niðurstöðu að Guðrún Hafsteinsdóttir sé vanhæf til að sitja í stjórn lífeyrissjóðs með því að réttlæta fjárfestingu í Icelandair vegna þess hversu lítið hlutfall hún er af heildareignum. Og með því að lýsa því yfir að lífeyrissjóðurinn hafa stutt við félagið í 40 ár og gefa þannig í skyn að fagleg sjónarmið ríki ekki heldur „stuðningur“ við mikilvægt fyrirtæki í atvinnulífinu. Einnig hefur Guðrún lýst þeirri skoðun sinni sinni að vegna „sögulegra“ sjónarmiða um ávöxtun sé rétt að taka þátt og það sé mikilvægt að fjárfesta í Icelandair til að verja störf. Guðrún hefur áður lýst því yfir að það sé lögboðin skylda stjórnarmanna að hámarka arðsemi fjárfestinga eingöngu. Ekkert að ofansögðu stenst nokkra skoðun, samþykktir sjóðsins, fjárfestingarstefnu hans eða lög sem gilda um fjárfestingar lífeyrissjóða. Þess vegna skora ég á fjármálaeftirlitið að taka ummæli Guðrúnar Hafsteinsdóttur til skoðunar og meta hana óhæfa til að taka ákvarðanir um fjárfestingar fyrir hönd sjóðfélaga LIVE. Einnig lýsi ég yfir vantrausti á Guðrúnu Hafsteinsdóttur til að gegna stöðu varaformanns stjórnar LIVE og Formennsku í Landssamtökum lífeyrissjóða. Eftirfarandi spurningar standa eftir: Hvað telur Guðrún Hafsteinsdóttir, eiganda Kjörís, réttlætanlegt hlutfall af heildareignum lífeyrissjóða fari í fjárfestingar sem metnar eru of áhættusamar til að taka þátt í? Telur Guðrún Hafsteinsdóttir, eigandi Kjörís, að fjármálaeftirlitið ætti að skoða fleiri sjóði eins og Frjálsa, Birtu og Festu, sem ekki tóku þátt í útboðinu og telur hún að fjármálaeftirlitið þurfi að skoða sérstaklega ákvarðanir stjórna og starfsfólks þeirra sjóða? Telur Guðrún Hafsteinsdóttir, eigandi Kjörís, þá staðreynd að aðeins 2 af 5 stærstu hluthöfum Icelandair sem ákváðu að taka þátt í útboðinu benda til þess að áhættan hafi verið of mikil eða annarleg sjónarmið hafi staðið þar að baki? Telur Guðrún Hafsteinsdóttir, eigandi Kjörís, að Fjármálaeftirlitið þurfi einnig að skoða ákvarðanir þeirra sem vildu taka þátt og þeirra sjóða sem tóku þátt í útboðinu? Telur Guðrún Hafsteinsdóttir, eigandi Kjörís, að Fjármálaeftirlitið þurfi að skoða íhlutun hennar sjálfra ,sem formann Landsamtaka lífeyrissjóða, að samkomulagi sem var gert við Seðlabankann um að lífeyrissjóðirnir væru settir í gjaldeyrishöft á meðan aðrir fjárfestar komust út? Og hvaða lagalegu forsendur lágu að baki? Telur Guðrún Hafsteinsdóttir, eigandi Kjörís, réttlætanlegt að lífeyrissjóðir kæmu til bjargar sínu eigin fyrirtæki vegna þess að það hafi svo langa sögu eða sé svo lítið hlutfall af heildareignum eða til að verja störfin? Getur Guðrún Hafsteinsdóttir, eigandi Kjörís, bent á hvaða lagaforsendur og samþykktir styðja við fyrri yfirlýsingar og það sem að ofan er rakið? Þessi ofsafengnu viðbrögð sem við höfum fengið frá valdablokk atvinnulífsins er svo lýsandi og afhjúpandi um það ástand og vinnubrögð sem þrifist hafa áratugum saman innan lífeyrissjóðakerfisins þar sem atvinnulífið hefur gengið um á skítugum skónum og fara nú á taugum yfir því að loksins, já loksins sé armur verkalýðshreyfingarinnar að skipa inn nægilega hæfa einstaklinga til að meta hverja fjárfestingu út frá faglegum forsendum en ekki frændhygli, pólitík, sérhagsmuna eða tilfinninga. Ég fékk ábendingu þess efnis fyrir nokkrum dögum að Fréttablaðið ætlaði í herferð gegn mér og stjórnarmönnum okkar hjá LIVE. Þetta fékk ég eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum svo ekki sé meira sagt. Það varð raunin enda Fréttablaðið nú uppfullt af dylgjum í minn garð og þeirra sem sitja fyrir okkar hönd í stjórn LIVE. Þannig var ég við öllu búinn í þeim efnum því einn aðaleigandi Fréttablaðsins, Helgi Magnússon fjárfestir, á sér einmitt langa og litríka sögu innan lífeyrissjóðakerfisins, sem fjárfestir, stjórnarmaður og formaður stjórnar LIVE og Samtaka iðnaðarins eða alveg þangað til að bakland sjóðsins fékk nóg og bolaði honum út. Það verður gaman að rifja þann tíma upp á næstu misserum og er af nógu að taka. En þetta mál undirstrikar mikilvægi þess að aftengja atvinnulífið frá stjórnum lífeyrissjóða og við verðum að hefja vinnu við það að ákvörðunarvaldið við stórar fjárfestingar og skipun í stjórnir sjóðanna verði alfarið í höndum sjóðfélaganna sjálfra. Atvinnulífið og aðrir talsmenn sérhagsmuna sem hafa litið á eftirlaunasjóði almennings sem fé án hirðis ganga nú vasklega fram í að krefja eftirlitsaðila og löggjafann um að taka til skoðunar „skoðanir“ þeirra sem voru á móti því að fjárfesta í einum áhættumesta atvinnurekstri sem um getur. Á meðan skoðanir þeirra sem vildu taka þátt eru góðar og gildar og þarfnast ekki frekari skoðunar af hálfu eftirlitsaðila. Þessi ofsafengnu viðbrögð og afhjúpum þeirra sem valdið hafa, staðfesta að við erum á hárréttri leið. Leið sem vonandi færir valdið til síns heima. Til þeirra sem eiga þessa peninga en hafa minnst um það að segja hvernig þeim er ráðstafað. Vinsamlega deildu ef þú vilt Samtök atvinnulífsins úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Pistillinn birtist fyrst á FB-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Icelandair Lífeyrissjóðir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og ég fagna því að Icelandair sé komið fyrir vind óska ég starfsfólki og stjórnendum félagsins innilega til hamingju með vel heppnað útboð og einlæga von mína að áætlanir félagsins standist og gangi eftir. Ég vil hins vegar koma eftirfarandi á framfæri vegna ummæla og ásakana í minn garð, stjórnar VR og stjórnarmanna okkar hjá LIVE eftir þá ákvörðun lífeyrissjóðsins okkar að taka ekki þátt í nýafstöðnu og vel heppnuðu hlutafjárútboði Icelandair. Það er með miklum ólíkindum hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða og varaformaður stjórnar LIVE, hefur stigið fram með ásakanir og dylgjur vegna þeirrar ákvörðunar LIVE að taka ekki þátt í hlutafjárútboðinu. Forsaga málsins er sú að þegar stjórnendur Icelandair tóku þá ákvörðun að brjóta lög um stéttarfélög og vinnudeilur, og gera þannig aðför að samningsrétti allra stéttarfélaga, tók stjórn VR, sem einnig á sæti í fulltrúaráði LIVE, þá ákvörðun um að lýsa yfir andstöðu sinni við að stjórn LIVE tæki þátt í væntu hlutafjárútboði Icelandair, með áskorun á stjórnarmenn LIVE. Staðreyndin er sú að það stríðir gegn samþykktum sjóðsins að fjárfesta í fyrirtækjum sem brjóta á réttindum launafólks. Það er alveg skýrt og varla nokkur sem andmælir því. Þannig vorum við í fullum rétti til að beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sjóðsins um að brjóta ekki gegn samþykktum sjóðsins. Tala nú ekki um það lögvarða frelsi sem við tökum okkur til að hafa skoðun á þessu máli sem og öðrum. Eitt af hlutverkum fulltrúaráðs LIVE, sem stjórn VR situr í, er að vera stjórn sjóðsins ráðgefandi, sem við gerðum. Síðan gerist það að samningar nást og stjórnendur draga til baka þá vegferð sem þeir hófu gegn samningsrétti launafólks og sættir náðust í málinu og fyrri yfirlýsingar formanns og stjórnar VR dregnar til baka. Ekki nóg með það lýstum við yfir fullu trausti til starfsmanna og stjórnarmanna LIVE. Það traust er til staðar hver sem niðurstaðan hefði orðið. Hvorki formaður eða stjórn VR höfðu nokkuð um það að segja hver niðurstaðan yrði. Til að toppa málin var svo skrifað undir sameiginlega friðaryfirlýsingu milli SA, ASÍ og Icelandair við upphaf hlutafjárútboðsins. Þrátt fyrir þetta virðist atvinnurekenda armurinn vera gjörsamlega farinn á taugum. Þau eru ekki vön því að fá spurningar eða nokkra mótspyrnu þegar kemur að því að dæla peningum í misgáfaðar fjárfestingar í atvinnulífinu. Þau hafa haft eftirlaunasjóði almennings nokkurn veginn út af fyrir sig án mikillar mótspyrnu frá fulltrúum launafólks. Guðrún Hafsteinsdóttir ræðst með ótrúlega svívirðilegum hætti að minni persónu og fulltrúum okkar í stjórn LIVE, starfsheiðri þeirra og trúverðugleika. Sömu fulltrúa og fjármálaeftirlitið hefur metið hæfa til að gegna störfum sínum eftir bestu sannfæringu og þeim reglum og lögum sem gilda um hæfi stjórnarmanna. Hún gerir það tortryggilegt hvar stjórnarmenn okkar starfa, eða sitja í stjórn stéttarfélags, þegar hún sjálf er eigandi Kjörís og hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir Samtök iðnaðarins um árabil. Yfirlýsing Guðrúnar Hafsteinsdóttur á Vísi þann 18. september síðastliðinn. „Þess vegna studdi ég að við færum þar inn og ég harma þessa niðurstöðu.“ Sjóðurinn hefði þurft að kaupa fyrir 2,4 milljarða til að halda sínum hlut eftir fjörutíu ára stuðning við félagið. „Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna núna eru í kringum 950 milljarðar. Þannig að þetta hefði þá verið 0,2 prósent af eignasafni sjóðsins sem við hefðum þá lagt til í þessu útboði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Í ljósi stöðu sinnar og fyrri yfirlýsinga hlýtur fjármálaeftirlitið að komast að þeirri niðurstöðu að Guðrún Hafsteinsdóttir sé vanhæf til að sitja í stjórn lífeyrissjóðs með því að réttlæta fjárfestingu í Icelandair vegna þess hversu lítið hlutfall hún er af heildareignum. Og með því að lýsa því yfir að lífeyrissjóðurinn hafa stutt við félagið í 40 ár og gefa þannig í skyn að fagleg sjónarmið ríki ekki heldur „stuðningur“ við mikilvægt fyrirtæki í atvinnulífinu. Einnig hefur Guðrún lýst þeirri skoðun sinni sinni að vegna „sögulegra“ sjónarmiða um ávöxtun sé rétt að taka þátt og það sé mikilvægt að fjárfesta í Icelandair til að verja störf. Guðrún hefur áður lýst því yfir að það sé lögboðin skylda stjórnarmanna að hámarka arðsemi fjárfestinga eingöngu. Ekkert að ofansögðu stenst nokkra skoðun, samþykktir sjóðsins, fjárfestingarstefnu hans eða lög sem gilda um fjárfestingar lífeyrissjóða. Þess vegna skora ég á fjármálaeftirlitið að taka ummæli Guðrúnar Hafsteinsdóttur til skoðunar og meta hana óhæfa til að taka ákvarðanir um fjárfestingar fyrir hönd sjóðfélaga LIVE. Einnig lýsi ég yfir vantrausti á Guðrúnu Hafsteinsdóttur til að gegna stöðu varaformanns stjórnar LIVE og Formennsku í Landssamtökum lífeyrissjóða. Eftirfarandi spurningar standa eftir: Hvað telur Guðrún Hafsteinsdóttir, eiganda Kjörís, réttlætanlegt hlutfall af heildareignum lífeyrissjóða fari í fjárfestingar sem metnar eru of áhættusamar til að taka þátt í? Telur Guðrún Hafsteinsdóttir, eigandi Kjörís, að fjármálaeftirlitið ætti að skoða fleiri sjóði eins og Frjálsa, Birtu og Festu, sem ekki tóku þátt í útboðinu og telur hún að fjármálaeftirlitið þurfi að skoða sérstaklega ákvarðanir stjórna og starfsfólks þeirra sjóða? Telur Guðrún Hafsteinsdóttir, eigandi Kjörís, þá staðreynd að aðeins 2 af 5 stærstu hluthöfum Icelandair sem ákváðu að taka þátt í útboðinu benda til þess að áhættan hafi verið of mikil eða annarleg sjónarmið hafi staðið þar að baki? Telur Guðrún Hafsteinsdóttir, eigandi Kjörís, að Fjármálaeftirlitið þurfi einnig að skoða ákvarðanir þeirra sem vildu taka þátt og þeirra sjóða sem tóku þátt í útboðinu? Telur Guðrún Hafsteinsdóttir, eigandi Kjörís, að Fjármálaeftirlitið þurfi að skoða íhlutun hennar sjálfra ,sem formann Landsamtaka lífeyrissjóða, að samkomulagi sem var gert við Seðlabankann um að lífeyrissjóðirnir væru settir í gjaldeyrishöft á meðan aðrir fjárfestar komust út? Og hvaða lagalegu forsendur lágu að baki? Telur Guðrún Hafsteinsdóttir, eigandi Kjörís, réttlætanlegt að lífeyrissjóðir kæmu til bjargar sínu eigin fyrirtæki vegna þess að það hafi svo langa sögu eða sé svo lítið hlutfall af heildareignum eða til að verja störfin? Getur Guðrún Hafsteinsdóttir, eigandi Kjörís, bent á hvaða lagaforsendur og samþykktir styðja við fyrri yfirlýsingar og það sem að ofan er rakið? Þessi ofsafengnu viðbrögð sem við höfum fengið frá valdablokk atvinnulífsins er svo lýsandi og afhjúpandi um það ástand og vinnubrögð sem þrifist hafa áratugum saman innan lífeyrissjóðakerfisins þar sem atvinnulífið hefur gengið um á skítugum skónum og fara nú á taugum yfir því að loksins, já loksins sé armur verkalýðshreyfingarinnar að skipa inn nægilega hæfa einstaklinga til að meta hverja fjárfestingu út frá faglegum forsendum en ekki frændhygli, pólitík, sérhagsmuna eða tilfinninga. Ég fékk ábendingu þess efnis fyrir nokkrum dögum að Fréttablaðið ætlaði í herferð gegn mér og stjórnarmönnum okkar hjá LIVE. Þetta fékk ég eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum svo ekki sé meira sagt. Það varð raunin enda Fréttablaðið nú uppfullt af dylgjum í minn garð og þeirra sem sitja fyrir okkar hönd í stjórn LIVE. Þannig var ég við öllu búinn í þeim efnum því einn aðaleigandi Fréttablaðsins, Helgi Magnússon fjárfestir, á sér einmitt langa og litríka sögu innan lífeyrissjóðakerfisins, sem fjárfestir, stjórnarmaður og formaður stjórnar LIVE og Samtaka iðnaðarins eða alveg þangað til að bakland sjóðsins fékk nóg og bolaði honum út. Það verður gaman að rifja þann tíma upp á næstu misserum og er af nógu að taka. En þetta mál undirstrikar mikilvægi þess að aftengja atvinnulífið frá stjórnum lífeyrissjóða og við verðum að hefja vinnu við það að ákvörðunarvaldið við stórar fjárfestingar og skipun í stjórnir sjóðanna verði alfarið í höndum sjóðfélaganna sjálfra. Atvinnulífið og aðrir talsmenn sérhagsmuna sem hafa litið á eftirlaunasjóði almennings sem fé án hirðis ganga nú vasklega fram í að krefja eftirlitsaðila og löggjafann um að taka til skoðunar „skoðanir“ þeirra sem voru á móti því að fjárfesta í einum áhættumesta atvinnurekstri sem um getur. Á meðan skoðanir þeirra sem vildu taka þátt eru góðar og gildar og þarfnast ekki frekari skoðunar af hálfu eftirlitsaðila. Þessi ofsafengnu viðbrögð og afhjúpum þeirra sem valdið hafa, staðfesta að við erum á hárréttri leið. Leið sem vonandi færir valdið til síns heima. Til þeirra sem eiga þessa peninga en hafa minnst um það að segja hvernig þeim er ráðstafað. Vinsamlega deildu ef þú vilt Samtök atvinnulífsins úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Pistillinn birtist fyrst á FB-síðu höfundar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun