Öldungurinn segir þetta bara sýnishorn af réttum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2020 21:29 Rekið í almenninginn í Landréttum í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Gangnamenn héldu á Landmannaafrétt á föstudag og smöluðu þaðan fjögur þúsund fjár, sem komið var með að réttum Land- og Holtamanna í Áfangagili í gærkvöldi. Þær eru einu hálendisréttir Íslands en frá þeim blasir Sultartangavirkjun við. Horft yfir Landréttir í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Óvenju fáir fullorðnir fengu að mæta að þessu sinni. Fjallkóngurinn og réttarstjórinn Kristinn Guðnason segist vera orðinn svo leiður á covid að hann nenni varla að tala um það. „Ég var nú að fara í hliðverðina núna. Það eru komnir 146 fullorðnir. Svo við erum vel innan marka 200 manna reglunnar,“ segir Kristinn. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Stöð 2/Einar Árnason. Ekki vantaði þó börnin en þau eru ekki talin með. „Þetta eru miklar barnaréttir, eins og þú sérð. Það er mikið af ungu fólki, krökkum og fjölskyldufólki sem kemur hingað,“ segir fjallkóngurinn. Fjöldi ungra bænda er kannski merki um þróttmikla sauðfjárrækt í sveitinni. „Hún stendur ágætlega, já,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir, bóndi á Hellum. Jóhanna Hlöðversdóttir, Hellum, og Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga.Stöð 2/Einar Árnason. „Þið sjáið það bara núna. Það er fullt af fólki hérna,“ segir Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga. „Það er fullt af fólki á öllum aldri og fjöldi fjár,“ segir Jóhanna. Erlendur Ingvarsson í Skarði er fjármesti bóndinn, á um þúsund fjár, eða fjórðu hverja kind í réttunum. Hvernig sýnist honum féð koma af fjalli? „Bara nokkuð þokkalega. Kannski heldur lakara, eins og ég sé féð hérna hjá mér, miðað við í fyrra. En það var líka mjög gott ár í fyrra. Vont að marka féð. Það er svolítið þvælt eftir þessa tíð sem var á fjalli.“ Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði.Stöð 2/Einar Árnason. -Þetta voru dálítið erfiðar leitir? „Já, þetta var svolítið þungt,“ svarar Erlendur í Skarði. Aldursforsetinn Sverrir í Selsundi ætlaði ekki að missa af réttunum. Hann er orðinn 93 ára gamall og fór fyrst í leitir 13 ára gamall fyrir 80 árum. Sverrir Haraldsson í Selsundi fór fyrst í fjárleitir 13 ára gamall fyrir 80 árum.Stöð 2/Einar Árnason. „Alltaf hefur verið jafngaman að vera til.“ -Og gaman að fara í réttirnar? „Ég tala nú ekki um það. Þó þetta sé ekki nema sýnishorn af réttum,“ segir Sverrir en hans fé fór í Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing ytra Réttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Líf og fjör var í Landréttum norðan Heklu í dag eftir erfiðar leitir á hálendinu. Barnafjölskyldur fjölmenntu en aðgangstakmarkanir vegna covid giltu aðeins um fullorðna. Myndir úr réttunum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Gangnamenn héldu á Landmannaafrétt á föstudag og smöluðu þaðan fjögur þúsund fjár, sem komið var með að réttum Land- og Holtamanna í Áfangagili í gærkvöldi. Þær eru einu hálendisréttir Íslands en frá þeim blasir Sultartangavirkjun við. Horft yfir Landréttir í dag. Stöð 2/Einar Árnason. Óvenju fáir fullorðnir fengu að mæta að þessu sinni. Fjallkóngurinn og réttarstjórinn Kristinn Guðnason segist vera orðinn svo leiður á covid að hann nenni varla að tala um það. „Ég var nú að fara í hliðverðina núna. Það eru komnir 146 fullorðnir. Svo við erum vel innan marka 200 manna reglunnar,“ segir Kristinn. Kristinn Guðnason, fjallkóngur og réttarstjóri Land- og Holtamanna.Stöð 2/Einar Árnason. Ekki vantaði þó börnin en þau eru ekki talin með. „Þetta eru miklar barnaréttir, eins og þú sérð. Það er mikið af ungu fólki, krökkum og fjölskyldufólki sem kemur hingað,“ segir fjallkóngurinn. Fjöldi ungra bænda er kannski merki um þróttmikla sauðfjárrækt í sveitinni. „Hún stendur ágætlega, já,“ segir Jóhanna Hlöðversdóttir, bóndi á Hellum. Jóhanna Hlöðversdóttir, Hellum, og Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga.Stöð 2/Einar Árnason. „Þið sjáið það bara núna. Það er fullt af fólki hérna,“ segir Margrét Heiða Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga. „Það er fullt af fólki á öllum aldri og fjöldi fjár,“ segir Jóhanna. Erlendur Ingvarsson í Skarði er fjármesti bóndinn, á um þúsund fjár, eða fjórðu hverja kind í réttunum. Hvernig sýnist honum féð koma af fjalli? „Bara nokkuð þokkalega. Kannski heldur lakara, eins og ég sé féð hérna hjá mér, miðað við í fyrra. En það var líka mjög gott ár í fyrra. Vont að marka féð. Það er svolítið þvælt eftir þessa tíð sem var á fjalli.“ Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði.Stöð 2/Einar Árnason. -Þetta voru dálítið erfiðar leitir? „Já, þetta var svolítið þungt,“ svarar Erlendur í Skarði. Aldursforsetinn Sverrir í Selsundi ætlaði ekki að missa af réttunum. Hann er orðinn 93 ára gamall og fór fyrst í leitir 13 ára gamall fyrir 80 árum. Sverrir Haraldsson í Selsundi fór fyrst í fjárleitir 13 ára gamall fyrir 80 árum.Stöð 2/Einar Árnason. „Alltaf hefur verið jafngaman að vera til.“ -Og gaman að fara í réttirnar? „Ég tala nú ekki um það. Þó þetta sé ekki nema sýnishorn af réttum,“ segir Sverrir en hans fé fór í Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing ytra Réttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30
Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum