Fótbolti

Varalið Barcelona eytt hærri fjárhæðum í leikmannakaup en Spánarmeistararnir

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimavöllur Barcelona
Heimavöllur Barcelona vísir/Getty

Mörg spænsk knattspyrnulið hafa haldið að sér höndum á leikmannamarkaðnum í sumar en sérstaka athygli vekur að Spánarmeistarar Real Madrid hafa enn ekki keypt einn einasta leikmann.

B-lið Barcelona hefur eytt hærri fjárhæðum í leikmannakaup heldur en 13 félög í La Liga en aðeins aðallið Barcelona, Atletico Madrid, Sevilla, Villarreal, Getafe og Granada hafa eytt meiri pening í leikmannakaup en Barcelona B sem leikur í spænsku C-deildinni, Segunda B, í ár.

Hefur Barcelona pungað út 12,5 milljónum evra í varalið sitt á meðan Real Madrid, Valencia, Real Betis, Athletic Bilbao og Real Sociedad hafa engu eytt í leikmannakaup til þessa þó félögin hafi styrkt sig með leikmönnum sem voru samningslausir samanber David Silva til Sociedad.

Matheus Pereira, Gustavo Maia og Moussa Ndiaye eru leikmennirnir sem hafa verið keyptir í varalið Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×