Að rækta andlega heilsu Anna Elísabet Ólafsdóttir skrifar 10. október 2020 09:01 Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október, er ánægjulegt að segja frá því að bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að nýta húsið sem kvenfélagið Hringurinn byggði árið 1925, og stendur á sunnanverðu Kársnesinu, sem Lýðheilsuhús þar sem áhersla verður lögð á geðrækt. Húsið, sem hannað er af Guðjóni Samúelssyni, hefur frá upphafi tengst heilbrigðismálum, fyrst sem hressingarhæli fyrir útskrifaða berklasjúklinga. Nú er endurgerð hússins langt komin jafnt að utan sem innan og verður aðstaðan nýtt sem fræðslu- og þekkingarsetur þar sem lögð verður áhersla á námskeið, aðra fræðslu og færniþjálfun til að efla andlega heilsu og vellíðan. Húsið er staðsett á fallegum stað þar sem umhverfið er hlýlegt og gróið, sem eitt og sér hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og býður upp á mikla möguleika úti við s.s. til núvitundaræfinga og hugræktargöngu. Starfið í húsinu mun fyrst og fremst byggja á fyrsta stigs forvarnarstarfi svo sem að vinna með kvíða, einmannaleika og gagnkvæma virðingu til að allir geti fengið að vera eins og þeir eru. Þá verður stefnt að því að vinna sérstaklega með tilfinninga- og félagsfærni en nýleg skýrsla frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sýnir að þennan þátt má styrkja verulega meðal íslenskra ungmenna. Fyrst í stað verður lögð áhersla á að vinna með börnum, ungmennum og ungu fólki og þeim sem vinna með börn og ungmenni. Þá verður líka litið sérstaklega til eldri borgara og fræðslu sem gæti hentað þeim. Með tilkomu þessa nýja Lýðheilsuhúss eða Geðræktarhúss verður því til vettvangur til að rækta andlega heilsu rétt eins og við höfum íþróttahús til að efla líkamlega heilsu. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er andleg vanlíðan ein helsta ástæða skertra lífsgæða í heiminum í dag. Að nota þetta merka reisulega hús, sem brátt verður 100 ára, til að fást við heilsufarsvanda nútímans er því jákvætt framlag til forvarna á sviði geðheilbrigðismála. Höfundur er sérfræðingur lýðheilsumála hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Kópavogur Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október, er ánægjulegt að segja frá því að bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að nýta húsið sem kvenfélagið Hringurinn byggði árið 1925, og stendur á sunnanverðu Kársnesinu, sem Lýðheilsuhús þar sem áhersla verður lögð á geðrækt. Húsið, sem hannað er af Guðjóni Samúelssyni, hefur frá upphafi tengst heilbrigðismálum, fyrst sem hressingarhæli fyrir útskrifaða berklasjúklinga. Nú er endurgerð hússins langt komin jafnt að utan sem innan og verður aðstaðan nýtt sem fræðslu- og þekkingarsetur þar sem lögð verður áhersla á námskeið, aðra fræðslu og færniþjálfun til að efla andlega heilsu og vellíðan. Húsið er staðsett á fallegum stað þar sem umhverfið er hlýlegt og gróið, sem eitt og sér hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og býður upp á mikla möguleika úti við s.s. til núvitundaræfinga og hugræktargöngu. Starfið í húsinu mun fyrst og fremst byggja á fyrsta stigs forvarnarstarfi svo sem að vinna með kvíða, einmannaleika og gagnkvæma virðingu til að allir geti fengið að vera eins og þeir eru. Þá verður stefnt að því að vinna sérstaklega með tilfinninga- og félagsfærni en nýleg skýrsla frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef, sýnir að þennan þátt má styrkja verulega meðal íslenskra ungmenna. Fyrst í stað verður lögð áhersla á að vinna með börnum, ungmennum og ungu fólki og þeim sem vinna með börn og ungmenni. Þá verður líka litið sérstaklega til eldri borgara og fræðslu sem gæti hentað þeim. Með tilkomu þessa nýja Lýðheilsuhúss eða Geðræktarhúss verður því til vettvangur til að rækta andlega heilsu rétt eins og við höfum íþróttahús til að efla líkamlega heilsu. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er andleg vanlíðan ein helsta ástæða skertra lífsgæða í heiminum í dag. Að nota þetta merka reisulega hús, sem brátt verður 100 ára, til að fást við heilsufarsvanda nútímans er því jákvætt framlag til forvarna á sviði geðheilbrigðismála. Höfundur er sérfræðingur lýðheilsumála hjá Kópavogsbæ.
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar