Lífeyrissjóðir en ekki lífeyrissjóður? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. október 2020 10:00 Lífeyrissjóðirnir eru gjarnan í umræðunni og af góðri ástæðu enda mjög stórir fjárfestar á íslenskum markaði og þær stofnanir sem þorri landsmanna fær bróðurpart eftirlauna sinna frá. Það sem ég hef gjarnan velt fyrir mér en hef ekki rekist á mikla umfjöllun um er hvers vegna hér séu margir lífeyrissjóðir en ekki einn lífeyrissjóður? M.ö.o. þá velti ég fyrir mér hvers vegna við sem þjóð höfum ákveðið að eftirlaun launafólks séu að miklu leiti í höndum mismunandi lífeyrissjóða allt eftir því við hvað viðkomandi starfaði eða hvert hann kaus að greiða. Svo er það, séð frá bæjardyrum hins almenna launamanns, hending ein hvort sjóðurinn sem hann greiddi í ávaxtaði lífeyrinn vel eða illa. Það þýðir að tveir einstaklingar með jafnar tekjur og jafn háar greiðslur í lífeyrissjóði kunna að fá mismunandi lífeyrisgreiðslur í ellinni allt eftir því hvert þeir greiddu. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér varðandi núverandi fyrirkomulag er hvers vegna við kjósum að hafa einn sameiginlegan atvinnuleysisbótasjóð rekinn af ríkinu, hvers vegna við kjósum að samtryggja okkur með sameiginlegu kerfi fyrir spítala og heilsugæslu, tryggja öllum sama aðgang að grunnskólum og sömu gæði kennslu í gegnum mest allt menntakerfið auk þess að samtryggja okkur á fleiri sviðum en þegar kemur að ellilífeyri þá sé það einstaklingsbundið. Að á þessu sviði, sem við höfum þó ákveðið í sameiningu að sé svo mikilvægt að þátttaka sé ekki bara æskileg heldur lögbundin skilda enda öllum ljóst að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna mun þurfa að nýta sér þennan ellilífeyri, þá sé skynsamlegt að hafa dreift kerfi og fjöldi minni stofnana með mismunandi fjárfestingaráherslum og auknum umsýslukostnaði við reksturinn. Annað sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um núverandi fyrirkomulag er hvort að hinn almenni launamaður hafi nægilega sterkan skilning á fjármálum og aðgengi að skýrum upplýsingum til þess að getað borið saman þá fjárfestingarkosti sem honum bjóðast í hinum ýmsu lífeyrissjóðum, af því gefnu að hann hafi val og geti þar með tekið upplýsta ákvörðun um svo stórt mál? Er það hinum almenna launamanni til hagsbóta að sjá um þessi mál sjálfur í stað þess að falla sjálfkrafa inn í lífeyrissjóð sem ríkið myndi annast? Ég get persónulega ekki séð hvers vegna það sé skynsamlegt að hafa lífeyriskerfið svo dreift og áhættusamt fyrir launamenn. Mér þætti eðlilegra að eftirlaun kæmu úr eftirlaunasjóði frá ríkinu og hver og einn þyrfti ekki að vona það besta um hvort hann hafi valið góðan eða lakan sjóð við upphaf starfsævinnar. Greiðslur yrðu áfram út frá iðgjöldum en kæmu einfaldlega úr einum sjóði, sjóði sem væri ódýrari í rekstri en að hafa yfir tuttugu minni starfandi sjóði eins og nú er, sjóði sem ætti stórt og dreift eignasafn og hefði tök á að ráða til sín færustu sérfræðinga. Og þess má geta að af þeim lífeyrissjóðum sem starfa á Íslandi hafa þeir sjóðir sem eru á opinbera markaðnum verið með hærri meðalávöxtun síðustu áratugi en þeir sem eru á almenna markaðnum auk þess að tryggja sjóðsfélögum sínum umtalsvert hærri lífeyrisréttindi (hlutfall af meðallaunum) en þeir á almenna markaðnum. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru gjarnan í umræðunni og af góðri ástæðu enda mjög stórir fjárfestar á íslenskum markaði og þær stofnanir sem þorri landsmanna fær bróðurpart eftirlauna sinna frá. Það sem ég hef gjarnan velt fyrir mér en hef ekki rekist á mikla umfjöllun um er hvers vegna hér séu margir lífeyrissjóðir en ekki einn lífeyrissjóður? M.ö.o. þá velti ég fyrir mér hvers vegna við sem þjóð höfum ákveðið að eftirlaun launafólks séu að miklu leiti í höndum mismunandi lífeyrissjóða allt eftir því við hvað viðkomandi starfaði eða hvert hann kaus að greiða. Svo er það, séð frá bæjardyrum hins almenna launamanns, hending ein hvort sjóðurinn sem hann greiddi í ávaxtaði lífeyrinn vel eða illa. Það þýðir að tveir einstaklingar með jafnar tekjur og jafn háar greiðslur í lífeyrissjóði kunna að fá mismunandi lífeyrisgreiðslur í ellinni allt eftir því hvert þeir greiddu. Það fyrsta sem ég velti fyrir mér varðandi núverandi fyrirkomulag er hvers vegna við kjósum að hafa einn sameiginlegan atvinnuleysisbótasjóð rekinn af ríkinu, hvers vegna við kjósum að samtryggja okkur með sameiginlegu kerfi fyrir spítala og heilsugæslu, tryggja öllum sama aðgang að grunnskólum og sömu gæði kennslu í gegnum mest allt menntakerfið auk þess að samtryggja okkur á fleiri sviðum en þegar kemur að ellilífeyri þá sé það einstaklingsbundið. Að á þessu sviði, sem við höfum þó ákveðið í sameiningu að sé svo mikilvægt að þátttaka sé ekki bara æskileg heldur lögbundin skilda enda öllum ljóst að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna mun þurfa að nýta sér þennan ellilífeyri, þá sé skynsamlegt að hafa dreift kerfi og fjöldi minni stofnana með mismunandi fjárfestingaráherslum og auknum umsýslukostnaði við reksturinn. Annað sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa um núverandi fyrirkomulag er hvort að hinn almenni launamaður hafi nægilega sterkan skilning á fjármálum og aðgengi að skýrum upplýsingum til þess að getað borið saman þá fjárfestingarkosti sem honum bjóðast í hinum ýmsu lífeyrissjóðum, af því gefnu að hann hafi val og geti þar með tekið upplýsta ákvörðun um svo stórt mál? Er það hinum almenna launamanni til hagsbóta að sjá um þessi mál sjálfur í stað þess að falla sjálfkrafa inn í lífeyrissjóð sem ríkið myndi annast? Ég get persónulega ekki séð hvers vegna það sé skynsamlegt að hafa lífeyriskerfið svo dreift og áhættusamt fyrir launamenn. Mér þætti eðlilegra að eftirlaun kæmu úr eftirlaunasjóði frá ríkinu og hver og einn þyrfti ekki að vona það besta um hvort hann hafi valið góðan eða lakan sjóð við upphaf starfsævinnar. Greiðslur yrðu áfram út frá iðgjöldum en kæmu einfaldlega úr einum sjóði, sjóði sem væri ódýrari í rekstri en að hafa yfir tuttugu minni starfandi sjóði eins og nú er, sjóði sem ætti stórt og dreift eignasafn og hefði tök á að ráða til sín færustu sérfræðinga. Og þess má geta að af þeim lífeyrissjóðum sem starfa á Íslandi hafa þeir sjóðir sem eru á opinbera markaðnum verið með hærri meðalávöxtun síðustu áratugi en þeir sem eru á almenna markaðnum auk þess að tryggja sjóðsfélögum sínum umtalsvert hærri lífeyrisréttindi (hlutfall af meðallaunum) en þeir á almenna markaðnum. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun