37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. október 2020 11:00 Matvælastofnun gaf nýlega norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi ehf leyfi til að ala tíu þúsund tonn af norskum og frjóum laxi í opnum sjókvíum í Reyðarfirði og til viðbótar sex þúsund tonna framleiðslu sem er þar fyrir. Fyrirtækið hyggst því ala samtals sextán þúsund tonn af laxi í firðinum. Á uppboði á laxeldisleyfum í Noregi 20. ágúst s.l. keypti laxeldisfyrirtækið Salmar, sem er m.a. stórtækt í laxeldi í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, átta þúsund tonna leyfi og greiddi fyrir það 30 milljarða íslenskar krónur. Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi. Auk þess hyglar Matvælastofnun laxeldisfyrirtækinu í leyfinu og skirrist ekki við að beita ákvæðum eldri og nýrra laga eins og best hentar hagsmunum eldisins á kostnað umhverfisins. Engin skylda er t.d. að merkja seiði, eins og kveðið var á um í eldri lagaákvæðum. Leyfið er gefið út til 16 ára samkvæmt nýrri lagaákvæðum, þegar aðeins er heimild til 10 ára samkvæmt eldri lagaákvæðum sem hér ættu þá að gilda. Opið sjókvíaeldi er ein mesta ógn sem steðjar að umhverfinu. Það hefur reynslan staðfest. Þess vegna hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið að beina eldinu upp á land eða í lokuð kerfi sem uppfylla ítrustu umhverfiskröfur. Á matvælamörkuðum heimsins er oftar spurt um uppruna vörunnar og þeim fjölgar ört í hópi neytenda sem neita að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn. En á Íslandi þykir þetta fínt, þar sem opna eldið er aukið eins og frekast má og viðvaranir um umhverfisvá látnar í léttu rúmi liggja. Óhjákvæmilega sleppur umtalsvert magn af laxi úr þessum kvíum og blandast villtum íslenskum laxastofnum. Svokallaðar „mótvægisaðgerðir“ beinast þá aðallega að sleppingum stórra fiska. En reynslan í nágrannalöndum staðfestir, að mesta ógnin stafar af seiðasleppingum úr kvíum sem síðar verða kynþroska fiskar og þekkjast ekki ómerktir frá villtum laxi í veiðiánum. Þá er opinbert eftirlit með eldinu í molum. Eldisiðjan á að hafa eftirlit með sjálfri sér og tilkynna ef eitthvað fer úrskeiðis. Er það trúverðugt? Enda er Ísland eins og paradís fyrir útlenska eldisrisa sem eru á flótta með opna eldið vegna skelfilegrar reynslu fyrir villta fiskistofna og umhverfið í heimabyggð. Svo fá þeir leyfin á Íslandi ókeypis ofan á allt saman. Þetta finnst lífeyrissjóðnum Gildi harla gott og ætlar að ausa þremur milljörðum af lífeyrissparnaði launafólks ofan í eldishítina og eignast 6% hlut í norskri eldisiðju sem sjóðurinn mærir fyrir „sjálfbærni, gæði og virðingu fyrir umhverfinu“. Þetta hljómar eins og besta skaup. Hvers konar „fagmennska“ liggur hér að baki eða er allt boðlegt fyrir skammtímagróðann? Hvað getur hamið græðgina gegn náttúrunni? Þess verður skammt að bíða, að Ísland verði að athlægi utan landsteinanna fyrir nýlenduhegðun útlenskra eldisrisa og undirlægju stjórnvalda gagnvart sjókvíaeldinu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Matvælastofnun gaf nýlega norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi ehf leyfi til að ala tíu þúsund tonn af norskum og frjóum laxi í opnum sjókvíum í Reyðarfirði og til viðbótar sex þúsund tonna framleiðslu sem er þar fyrir. Fyrirtækið hyggst því ala samtals sextán þúsund tonn af laxi í firðinum. Á uppboði á laxeldisleyfum í Noregi 20. ágúst s.l. keypti laxeldisfyrirtækið Salmar, sem er m.a. stórtækt í laxeldi í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, átta þúsund tonna leyfi og greiddi fyrir það 30 milljarða íslenskar krónur. Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi. Auk þess hyglar Matvælastofnun laxeldisfyrirtækinu í leyfinu og skirrist ekki við að beita ákvæðum eldri og nýrra laga eins og best hentar hagsmunum eldisins á kostnað umhverfisins. Engin skylda er t.d. að merkja seiði, eins og kveðið var á um í eldri lagaákvæðum. Leyfið er gefið út til 16 ára samkvæmt nýrri lagaákvæðum, þegar aðeins er heimild til 10 ára samkvæmt eldri lagaákvæðum sem hér ættu þá að gilda. Opið sjókvíaeldi er ein mesta ógn sem steðjar að umhverfinu. Það hefur reynslan staðfest. Þess vegna hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið að beina eldinu upp á land eða í lokuð kerfi sem uppfylla ítrustu umhverfiskröfur. Á matvælamörkuðum heimsins er oftar spurt um uppruna vörunnar og þeim fjölgar ört í hópi neytenda sem neita að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn. En á Íslandi þykir þetta fínt, þar sem opna eldið er aukið eins og frekast má og viðvaranir um umhverfisvá látnar í léttu rúmi liggja. Óhjákvæmilega sleppur umtalsvert magn af laxi úr þessum kvíum og blandast villtum íslenskum laxastofnum. Svokallaðar „mótvægisaðgerðir“ beinast þá aðallega að sleppingum stórra fiska. En reynslan í nágrannalöndum staðfestir, að mesta ógnin stafar af seiðasleppingum úr kvíum sem síðar verða kynþroska fiskar og þekkjast ekki ómerktir frá villtum laxi í veiðiánum. Þá er opinbert eftirlit með eldinu í molum. Eldisiðjan á að hafa eftirlit með sjálfri sér og tilkynna ef eitthvað fer úrskeiðis. Er það trúverðugt? Enda er Ísland eins og paradís fyrir útlenska eldisrisa sem eru á flótta með opna eldið vegna skelfilegrar reynslu fyrir villta fiskistofna og umhverfið í heimabyggð. Svo fá þeir leyfin á Íslandi ókeypis ofan á allt saman. Þetta finnst lífeyrissjóðnum Gildi harla gott og ætlar að ausa þremur milljörðum af lífeyrissparnaði launafólks ofan í eldishítina og eignast 6% hlut í norskri eldisiðju sem sjóðurinn mærir fyrir „sjálfbærni, gæði og virðingu fyrir umhverfinu“. Þetta hljómar eins og besta skaup. Hvers konar „fagmennska“ liggur hér að baki eða er allt boðlegt fyrir skammtímagróðann? Hvað getur hamið græðgina gegn náttúrunni? Þess verður skammt að bíða, að Ísland verði að athlægi utan landsteinanna fyrir nýlenduhegðun útlenskra eldisrisa og undirlægju stjórnvalda gagnvart sjókvíaeldinu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar