37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. október 2020 11:00 Matvælastofnun gaf nýlega norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi ehf leyfi til að ala tíu þúsund tonn af norskum og frjóum laxi í opnum sjókvíum í Reyðarfirði og til viðbótar sex þúsund tonna framleiðslu sem er þar fyrir. Fyrirtækið hyggst því ala samtals sextán þúsund tonn af laxi í firðinum. Á uppboði á laxeldisleyfum í Noregi 20. ágúst s.l. keypti laxeldisfyrirtækið Salmar, sem er m.a. stórtækt í laxeldi í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, átta þúsund tonna leyfi og greiddi fyrir það 30 milljarða íslenskar krónur. Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi. Auk þess hyglar Matvælastofnun laxeldisfyrirtækinu í leyfinu og skirrist ekki við að beita ákvæðum eldri og nýrra laga eins og best hentar hagsmunum eldisins á kostnað umhverfisins. Engin skylda er t.d. að merkja seiði, eins og kveðið var á um í eldri lagaákvæðum. Leyfið er gefið út til 16 ára samkvæmt nýrri lagaákvæðum, þegar aðeins er heimild til 10 ára samkvæmt eldri lagaákvæðum sem hér ættu þá að gilda. Opið sjókvíaeldi er ein mesta ógn sem steðjar að umhverfinu. Það hefur reynslan staðfest. Þess vegna hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið að beina eldinu upp á land eða í lokuð kerfi sem uppfylla ítrustu umhverfiskröfur. Á matvælamörkuðum heimsins er oftar spurt um uppruna vörunnar og þeim fjölgar ört í hópi neytenda sem neita að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn. En á Íslandi þykir þetta fínt, þar sem opna eldið er aukið eins og frekast má og viðvaranir um umhverfisvá látnar í léttu rúmi liggja. Óhjákvæmilega sleppur umtalsvert magn af laxi úr þessum kvíum og blandast villtum íslenskum laxastofnum. Svokallaðar „mótvægisaðgerðir“ beinast þá aðallega að sleppingum stórra fiska. En reynslan í nágrannalöndum staðfestir, að mesta ógnin stafar af seiðasleppingum úr kvíum sem síðar verða kynþroska fiskar og þekkjast ekki ómerktir frá villtum laxi í veiðiánum. Þá er opinbert eftirlit með eldinu í molum. Eldisiðjan á að hafa eftirlit með sjálfri sér og tilkynna ef eitthvað fer úrskeiðis. Er það trúverðugt? Enda er Ísland eins og paradís fyrir útlenska eldisrisa sem eru á flótta með opna eldið vegna skelfilegrar reynslu fyrir villta fiskistofna og umhverfið í heimabyggð. Svo fá þeir leyfin á Íslandi ókeypis ofan á allt saman. Þetta finnst lífeyrissjóðnum Gildi harla gott og ætlar að ausa þremur milljörðum af lífeyrissparnaði launafólks ofan í eldishítina og eignast 6% hlut í norskri eldisiðju sem sjóðurinn mærir fyrir „sjálfbærni, gæði og virðingu fyrir umhverfinu“. Þetta hljómar eins og besta skaup. Hvers konar „fagmennska“ liggur hér að baki eða er allt boðlegt fyrir skammtímagróðann? Hvað getur hamið græðgina gegn náttúrunni? Þess verður skammt að bíða, að Ísland verði að athlægi utan landsteinanna fyrir nýlenduhegðun útlenskra eldisrisa og undirlægju stjórnvalda gagnvart sjókvíaeldinu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Matvælastofnun gaf nýlega norska fiskeldisfyrirtækinu Löxum eignarhaldsfélagi ehf leyfi til að ala tíu þúsund tonn af norskum og frjóum laxi í opnum sjókvíum í Reyðarfirði og til viðbótar sex þúsund tonna framleiðslu sem er þar fyrir. Fyrirtækið hyggst því ala samtals sextán þúsund tonn af laxi í firðinum. Á uppboði á laxeldisleyfum í Noregi 20. ágúst s.l. keypti laxeldisfyrirtækið Salmar, sem er m.a. stórtækt í laxeldi í Arnarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði, átta þúsund tonna leyfi og greiddi fyrir það 30 milljarða íslenskar krónur. Íslensk stjórnvöld voru því að gefa norskum eldisrisa nýtt laxeldisleyfi í Reyðarfirði sem hefði þurft að borga 37 milljarða fyrir í Noregi. Auk þess hyglar Matvælastofnun laxeldisfyrirtækinu í leyfinu og skirrist ekki við að beita ákvæðum eldri og nýrra laga eins og best hentar hagsmunum eldisins á kostnað umhverfisins. Engin skylda er t.d. að merkja seiði, eins og kveðið var á um í eldri lagaákvæðum. Leyfið er gefið út til 16 ára samkvæmt nýrri lagaákvæðum, þegar aðeins er heimild til 10 ára samkvæmt eldri lagaákvæðum sem hér ættu þá að gilda. Opið sjókvíaeldi er ein mesta ógn sem steðjar að umhverfinu. Það hefur reynslan staðfest. Þess vegna hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið að beina eldinu upp á land eða í lokuð kerfi sem uppfylla ítrustu umhverfiskröfur. Á matvælamörkuðum heimsins er oftar spurt um uppruna vörunnar og þeim fjölgar ört í hópi neytenda sem neita að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn. En á Íslandi þykir þetta fínt, þar sem opna eldið er aukið eins og frekast má og viðvaranir um umhverfisvá látnar í léttu rúmi liggja. Óhjákvæmilega sleppur umtalsvert magn af laxi úr þessum kvíum og blandast villtum íslenskum laxastofnum. Svokallaðar „mótvægisaðgerðir“ beinast þá aðallega að sleppingum stórra fiska. En reynslan í nágrannalöndum staðfestir, að mesta ógnin stafar af seiðasleppingum úr kvíum sem síðar verða kynþroska fiskar og þekkjast ekki ómerktir frá villtum laxi í veiðiánum. Þá er opinbert eftirlit með eldinu í molum. Eldisiðjan á að hafa eftirlit með sjálfri sér og tilkynna ef eitthvað fer úrskeiðis. Er það trúverðugt? Enda er Ísland eins og paradís fyrir útlenska eldisrisa sem eru á flótta með opna eldið vegna skelfilegrar reynslu fyrir villta fiskistofna og umhverfið í heimabyggð. Svo fá þeir leyfin á Íslandi ókeypis ofan á allt saman. Þetta finnst lífeyrissjóðnum Gildi harla gott og ætlar að ausa þremur milljörðum af lífeyrissparnaði launafólks ofan í eldishítina og eignast 6% hlut í norskri eldisiðju sem sjóðurinn mærir fyrir „sjálfbærni, gæði og virðingu fyrir umhverfinu“. Þetta hljómar eins og besta skaup. Hvers konar „fagmennska“ liggur hér að baki eða er allt boðlegt fyrir skammtímagróðann? Hvað getur hamið græðgina gegn náttúrunni? Þess verður skammt að bíða, að Ísland verði að athlægi utan landsteinanna fyrir nýlenduhegðun útlenskra eldisrisa og undirlægju stjórnvalda gagnvart sjókvíaeldinu. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun