Bent á afglöp Jón Kaldal skrifar 16. október 2020 13:31 Staðreynd: í viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum sem halda á leyfum til að stunda sjókvíaeldi við Ísland hafa örfáir einstaklingar og félög þeim tengd hagnast um marga milljarða króna á undanförnum árum. Þessum leyfum hefur íslenska ríkið hins vegar úthlutað svo til án þess að greiðsla hafi komið fyrir þau ríkissjóð. Hátt verð fyrirtækjanna, sem náðu að tryggja sér þau, myndast af þeim þekktu markaðskröftum að leyfin eru takmörkuð auðlind og eftirspurnin er meiri en framboðið. Mat markaðarins Alþingismaðurinn fyrrverandi Kristinn H. Gunnarsson sakar - af sinni alkunnu stillingu - Gunnlaug Stefánsson, fyrrverandi presti í Heydölum, um ósannindi í grein hér á Vísi fyrir að benda á þessi afglöp: að afhenda fáum svotil ókeypis afnotarétt á auðlindum almennings, sama rétt þeir hafa svo selt áfram fyrir milljarða króna. Í ásökunum sínum í garð séra Gunnlaugs hengir Kristinn sig í að hér á landi eru leyfin gefin út tímabundið en í Noregi eru ekki tímamörk við útgáfu þeirra. Í báðum löndum eru leyfin háð því að starfsemin sé stunduð eftir lögum og reglum. Ef ekki þá er hægt að fella þau niður. Hér eru þau svo endurútgefin ef eftirlitsstofnanir meta svo að skilyrðum sé fullnægt. Auðvelt er að bera saman hvernig markaðurinn verðmetur leyfin út frá þessum mismunandi aðferðum við útgáfu þeirra. Í stuttu máli breytir þetta engu. Þeir sem eru að kaupa hlut í sjókvíeldisfyrirtækjum hér nota norska verðmatið í þeim viðskiptum. Þannig gerir enginn ráð fyrir að leyfin hverfi eftir 16 ár heldur að þau verði endurnýjuð í önnur 16. Án greiðslu. Leyfin eru sem sagt þau verðmætin sem verið er að greiða fyrir. Í Noregi eru leyfin boðin upp og gríðarlegar upphæðir greiddar fyrir þau. Hér eru leyfin enn afhent fyrir nánast ekki neitt. Misskilningur Kristins Kristinn lætur að því liggja í grein sinni að þau 20 SDR (um 4.000 krónur) sem greitt er fyrir hvert framleitt tonn í sjó á hverju ári, sé endurgjald fyrir leyfin. Það er mikill misskilningur að svo sé. Þetta er upphæð sem sjókvíaeldisfyrirtækjunum er skylt að greiða í Umhverfissjóðs sjókvíaeldisins en meginmarkmið hans „er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis“. Þetta gjald fer sem sagt upp í þann kostnað sem fellur á opinberar stofnanir og eftir atvikum aðra af þessari mengandi starfsemi. Gerum betur Hvernig farið er með aðgang að takmörkuðum auðlindum í eigum almennings er sannarlega sígilt áhyggjuefni. Enn alvarlegra er þó fyrirséður varanlegur skaði á umhverfi og lífríki landsins vegna sjókvíaeldsins. Í skjóli skjótfengins gróða fárra er að vaxa hér starfsemi þar sem mengun er leyft að streyma beint úr netmöskvum sjókvíanna í hafið og eldislax af norskum uppruna ógnar viðkvæmum villtum laxastofnunum landsins. Við verðum að gera betur. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Staðreynd: í viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum sem halda á leyfum til að stunda sjókvíaeldi við Ísland hafa örfáir einstaklingar og félög þeim tengd hagnast um marga milljarða króna á undanförnum árum. Þessum leyfum hefur íslenska ríkið hins vegar úthlutað svo til án þess að greiðsla hafi komið fyrir þau ríkissjóð. Hátt verð fyrirtækjanna, sem náðu að tryggja sér þau, myndast af þeim þekktu markaðskröftum að leyfin eru takmörkuð auðlind og eftirspurnin er meiri en framboðið. Mat markaðarins Alþingismaðurinn fyrrverandi Kristinn H. Gunnarsson sakar - af sinni alkunnu stillingu - Gunnlaug Stefánsson, fyrrverandi presti í Heydölum, um ósannindi í grein hér á Vísi fyrir að benda á þessi afglöp: að afhenda fáum svotil ókeypis afnotarétt á auðlindum almennings, sama rétt þeir hafa svo selt áfram fyrir milljarða króna. Í ásökunum sínum í garð séra Gunnlaugs hengir Kristinn sig í að hér á landi eru leyfin gefin út tímabundið en í Noregi eru ekki tímamörk við útgáfu þeirra. Í báðum löndum eru leyfin háð því að starfsemin sé stunduð eftir lögum og reglum. Ef ekki þá er hægt að fella þau niður. Hér eru þau svo endurútgefin ef eftirlitsstofnanir meta svo að skilyrðum sé fullnægt. Auðvelt er að bera saman hvernig markaðurinn verðmetur leyfin út frá þessum mismunandi aðferðum við útgáfu þeirra. Í stuttu máli breytir þetta engu. Þeir sem eru að kaupa hlut í sjókvíeldisfyrirtækjum hér nota norska verðmatið í þeim viðskiptum. Þannig gerir enginn ráð fyrir að leyfin hverfi eftir 16 ár heldur að þau verði endurnýjuð í önnur 16. Án greiðslu. Leyfin eru sem sagt þau verðmætin sem verið er að greiða fyrir. Í Noregi eru leyfin boðin upp og gríðarlegar upphæðir greiddar fyrir þau. Hér eru leyfin enn afhent fyrir nánast ekki neitt. Misskilningur Kristins Kristinn lætur að því liggja í grein sinni að þau 20 SDR (um 4.000 krónur) sem greitt er fyrir hvert framleitt tonn í sjó á hverju ári, sé endurgjald fyrir leyfin. Það er mikill misskilningur að svo sé. Þetta er upphæð sem sjókvíaeldisfyrirtækjunum er skylt að greiða í Umhverfissjóðs sjókvíaeldisins en meginmarkmið hans „er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis“. Þetta gjald fer sem sagt upp í þann kostnað sem fellur á opinberar stofnanir og eftir atvikum aðra af þessari mengandi starfsemi. Gerum betur Hvernig farið er með aðgang að takmörkuðum auðlindum í eigum almennings er sannarlega sígilt áhyggjuefni. Enn alvarlegra er þó fyrirséður varanlegur skaði á umhverfi og lífríki landsins vegna sjókvíaeldsins. Í skjóli skjótfengins gróða fárra er að vaxa hér starfsemi þar sem mengun er leyft að streyma beint úr netmöskvum sjókvíanna í hafið og eldislax af norskum uppruna ógnar viðkvæmum villtum laxastofnunum landsins. Við verðum að gera betur. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun