Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir skrifar 19. október 2020 11:30 Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðurinn Gildi hefur fjárfest fyrir þrjá milljarða króna í Icelandic Salmon AS, norsku móðurfélagi Arnarlax. Þar með renna til Noregs beinharðir þrír milljarðar sem íslenskt verkafólk, meðal annars félagsmenn Eflingar, hafa sparað sér til elliáranna af launum sem unnið hefur verið fyrir hörðum höndum. Arnarlax stundar laxeldi í opnum sjókvíum á Vestfjörðum með frjóan eldislax af norskum uppruna. Frá eldinu streymir úrgangur óhreinsaður beint í sjóinn og safnast upp með tilheyrandi hættu fyrir lífríkið. Reglulega er hellt í opnar kvíarnar eitri til að drepa laxalús sem herjar á eldisfiskana, eitur sem strádrepur aðrar lífverur svo sem rækjur og krabbadýr á svæðinu. Og reglulega sleppa eldisfiskar sem rannsóknir hafa sýnt að útrýma villtum stofnum laxa ef innblöndunin stendur um lengri tíma í nægjanlega miklum mæli. Fjöregg komandi kynslóða, íslensk náttúra, er skiptimyntin sem látin er liggja á milli hluta í þessu braski. Verðmat hins norska móðurfélags Arnarlax var 50 milljarða fyrir innspýtingu íslenska verkafólksins. Á bak við það eru fyrst og fremst eldisleyfi Arnarlax upp á 25.000 tonn í vestfirskum sjó. Verðmat íslensku leyfanna er því ekki fjarri nýlegum kaupum norska sjókvíaeldisrisans Salmar AS, aðaleiganda Icelandic Salmon AS, á norskum leyfum af norska ríkinu þar sem greiddir voru 30 milljarðar fyrir 8.000 tonna leyfi. Þeir 30 milljarðar runnu í norska ríkiskassann, sameign norska verkalýðsins og annarra þar í landi. Á Íslandi er ekkert greitt til ríkisins fyrir úthlutuð eldisleyfi, eldiskvótinn er ókeypis. Íslenskt verkafólk hefur því með sparnaði sínum greitt hinum norsku nýlenduherrum fyrir hlutdeild í íslenskum leyfum sem veitt voru ókeypis. Á sama tíma greiðir norski eigandinn norska ríkinu fyrir viðbótarleyfi í Noregi. Hversu öfugsnúinn getur veruleikinn verið? Höfundur er lögfræðingur og félagi í Íslenska náttúrulífssjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að lífeyrissjóðurinn Gildi hefur fjárfest fyrir þrjá milljarða króna í Icelandic Salmon AS, norsku móðurfélagi Arnarlax. Þar með renna til Noregs beinharðir þrír milljarðar sem íslenskt verkafólk, meðal annars félagsmenn Eflingar, hafa sparað sér til elliáranna af launum sem unnið hefur verið fyrir hörðum höndum. Arnarlax stundar laxeldi í opnum sjókvíum á Vestfjörðum með frjóan eldislax af norskum uppruna. Frá eldinu streymir úrgangur óhreinsaður beint í sjóinn og safnast upp með tilheyrandi hættu fyrir lífríkið. Reglulega er hellt í opnar kvíarnar eitri til að drepa laxalús sem herjar á eldisfiskana, eitur sem strádrepur aðrar lífverur svo sem rækjur og krabbadýr á svæðinu. Og reglulega sleppa eldisfiskar sem rannsóknir hafa sýnt að útrýma villtum stofnum laxa ef innblöndunin stendur um lengri tíma í nægjanlega miklum mæli. Fjöregg komandi kynslóða, íslensk náttúra, er skiptimyntin sem látin er liggja á milli hluta í þessu braski. Verðmat hins norska móðurfélags Arnarlax var 50 milljarða fyrir innspýtingu íslenska verkafólksins. Á bak við það eru fyrst og fremst eldisleyfi Arnarlax upp á 25.000 tonn í vestfirskum sjó. Verðmat íslensku leyfanna er því ekki fjarri nýlegum kaupum norska sjókvíaeldisrisans Salmar AS, aðaleiganda Icelandic Salmon AS, á norskum leyfum af norska ríkinu þar sem greiddir voru 30 milljarðar fyrir 8.000 tonna leyfi. Þeir 30 milljarðar runnu í norska ríkiskassann, sameign norska verkalýðsins og annarra þar í landi. Á Íslandi er ekkert greitt til ríkisins fyrir úthlutuð eldisleyfi, eldiskvótinn er ókeypis. Íslenskt verkafólk hefur því með sparnaði sínum greitt hinum norsku nýlenduherrum fyrir hlutdeild í íslenskum leyfum sem veitt voru ókeypis. Á sama tíma greiðir norski eigandinn norska ríkinu fyrir viðbótarleyfi í Noregi. Hversu öfugsnúinn getur veruleikinn verið? Höfundur er lögfræðingur og félagi í Íslenska náttúrulífssjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun