Biðlistar enn og aftur - hvernig endar þetta? Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttir skrifa 20. október 2020 11:00 Í nýlegri fyrirspurn á Alþingi um úrræði fyrir börn með geðheilbrigðisvanda skýrir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá að biðlisti á Þroska-og hegðunarstöð einni sér telji nú 584 börn. Þessi börn eru á biðlista eftir sérhæfðri þverfaglegri greiningu og yfirleitt tengist vandi þeirra fleiru en einu sviði. Þarna eru börn með ADHD í miklum meirihluta. Landsbyggðin er langt í frá undanskilin en þar bíða fjölmörg börn eftir þjónustu á Heilbrigðisstofnunum annað hvort eftir greiningu eða sálfræðiþjónustu. Á heildina litið eru um það bil 1200 börn á biðlista eftir greiningum og meðferð á geð-og þroskaröskunum á hinum ýmsu stofnunum. Þessar tölur sýna að biðlistar eru sífellt að lengjast. Biðtími fer mismunandi illa með fólk en er sérstaklega alvarlegur þegar börn eiga í hlut. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að bið eftir þjónustu getur valdið óafturkræfum skaða sem mjög erfitt er að bæta nema með sértækum aðgerðum. Að greina og meðhöndla börn á unga aldri sparar meira fjármagn þegar til lengri tíma er litið. Þessu eru allir sammála en þrátt fyrir það hafa biðlistar viðgengist árum og jafnvel áratugum saman. Börn eru ekki í sama tímaramma og fullorðnir. Þau eru í þroskaferli og móðir náttúra gengur út frá því að á hverju aldursstigi öðlist þau tiltekna færni. Þegar einu aldursstigi er lokið tekur það næsta við og samfara því ný þroskaverkefni. Sá sem ekki hefur náð að ljúka sínu þroskaverkefni mun eiga í erfiðleikum með það næsta og nær síður þeirri færni sem nauðsynleg er. Uppeldi barna með ADHD er kapphlaup við tímann. Að tapa í einum áfanga þýðir að keppandinn á minni möguleika á að ná þeim næsta og vaxandi líkur er á að hann komist aldrei í mark. Sú aðstoð sem BUGL, Þroska- og hegðunarstöð og fleiri greiningar- og meðferðaraðilar veita eru ætlaðar til að hjálpa keppandanum að ljúka hverjum áfanga á sem bestan hátt og gera honum kleift að ná settu marki að lokum. Að komast til fullorðinsára og geta nýtt hæfileika sína, hverjir svo sem þeir eru, veitir einstaklingnum innihaldsríkara líf og er til hagsbóta fyrir hann sjálfan sem og aðra. Greining er forsenda fyrir því að meðferð verði markvissari og hægt sé að sníða hana eftir þörfum barns og fjölskyldu þess. Markviss meðferð á réttum tíma, þýðir eftir atvikum að hægt er að létta á aðgerðum eftir því sem árangur næst. Dráttur á greiningu þýðir dráttur á meðferð, vandinn vindur upp á sig og getur á stuttum tíma orðið óviðráðanlegur nema með flókum og kostnaðarsömum aðgerðum. Börn á biðlistum vegna geð- og þroskaraskana hafa öll sýnt með óyggjandi hætti að þau þurfa aðstoð við að takst á við þau þroskaverkefni sem þau standa frammi fyrir. Tíminn sem móðir náttúra úthlutar þeim til að ljúka þessum verkefnum er takmarkaður en hver mánuður í lífi barns skiptir máli og ef ekkert er að gert eykst vandinn til muna. Það er því hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að nægilegt fjármagn og mannafli sé til staðar svo hægt verði að veita börnum viðeigandi þjónustu. Börn geta ekki beðið! Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD samtakanna Sólveig Ásgrímsdóttir stjórnarmaður ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri fyrirspurn á Alþingi um úrræði fyrir börn með geðheilbrigðisvanda skýrir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá að biðlisti á Þroska-og hegðunarstöð einni sér telji nú 584 börn. Þessi börn eru á biðlista eftir sérhæfðri þverfaglegri greiningu og yfirleitt tengist vandi þeirra fleiru en einu sviði. Þarna eru börn með ADHD í miklum meirihluta. Landsbyggðin er langt í frá undanskilin en þar bíða fjölmörg börn eftir þjónustu á Heilbrigðisstofnunum annað hvort eftir greiningu eða sálfræðiþjónustu. Á heildina litið eru um það bil 1200 börn á biðlista eftir greiningum og meðferð á geð-og þroskaröskunum á hinum ýmsu stofnunum. Þessar tölur sýna að biðlistar eru sífellt að lengjast. Biðtími fer mismunandi illa með fólk en er sérstaklega alvarlegur þegar börn eiga í hlut. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að bið eftir þjónustu getur valdið óafturkræfum skaða sem mjög erfitt er að bæta nema með sértækum aðgerðum. Að greina og meðhöndla börn á unga aldri sparar meira fjármagn þegar til lengri tíma er litið. Þessu eru allir sammála en þrátt fyrir það hafa biðlistar viðgengist árum og jafnvel áratugum saman. Börn eru ekki í sama tímaramma og fullorðnir. Þau eru í þroskaferli og móðir náttúra gengur út frá því að á hverju aldursstigi öðlist þau tiltekna færni. Þegar einu aldursstigi er lokið tekur það næsta við og samfara því ný þroskaverkefni. Sá sem ekki hefur náð að ljúka sínu þroskaverkefni mun eiga í erfiðleikum með það næsta og nær síður þeirri færni sem nauðsynleg er. Uppeldi barna með ADHD er kapphlaup við tímann. Að tapa í einum áfanga þýðir að keppandinn á minni möguleika á að ná þeim næsta og vaxandi líkur er á að hann komist aldrei í mark. Sú aðstoð sem BUGL, Þroska- og hegðunarstöð og fleiri greiningar- og meðferðaraðilar veita eru ætlaðar til að hjálpa keppandanum að ljúka hverjum áfanga á sem bestan hátt og gera honum kleift að ná settu marki að lokum. Að komast til fullorðinsára og geta nýtt hæfileika sína, hverjir svo sem þeir eru, veitir einstaklingnum innihaldsríkara líf og er til hagsbóta fyrir hann sjálfan sem og aðra. Greining er forsenda fyrir því að meðferð verði markvissari og hægt sé að sníða hana eftir þörfum barns og fjölskyldu þess. Markviss meðferð á réttum tíma, þýðir eftir atvikum að hægt er að létta á aðgerðum eftir því sem árangur næst. Dráttur á greiningu þýðir dráttur á meðferð, vandinn vindur upp á sig og getur á stuttum tíma orðið óviðráðanlegur nema með flókum og kostnaðarsömum aðgerðum. Börn á biðlistum vegna geð- og þroskaraskana hafa öll sýnt með óyggjandi hætti að þau þurfa aðstoð við að takst á við þau þroskaverkefni sem þau standa frammi fyrir. Tíminn sem móðir náttúra úthlutar þeim til að ljúka þessum verkefnum er takmarkaður en hver mánuður í lífi barns skiptir máli og ef ekkert er að gert eykst vandinn til muna. Það er því hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að nægilegt fjármagn og mannafli sé til staðar svo hægt verði að veita börnum viðeigandi þjónustu. Börn geta ekki beðið! Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD samtakanna Sólveig Ásgrímsdóttir stjórnarmaður ADHD samtakanna
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun