Króatarnir björguðu stigi fyrir Inter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ivan Perišić fagnar jöfnunarmarki sínu á meðan leikmenn Parma svekkja sig á að halda ekki út.
Ivan Perišić fagnar jöfnunarmarki sínu á meðan leikmenn Parma svekkja sig á að halda ekki út. Claudio Villa/Getty Images

Króatinn Ivan Perišić bjargaði stigi fyrir Inter Milan er liðið fékk Parma í heimsókn í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-2 sem gera lítið fyrir Inter í toppbaráttu deildarinnar.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Gervinho sem kom gestunum í Parma yfir nánast um leið og síðari hálfleikur var flautaður á. Hann var svo aftur á ferðinni þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum og staðan því orðin 2-0 Parma í vil.

Tveggja marka forysta Parma varði aðeins í tvær mínútur en Marcelo Brozović minnkaði muninn á 64. mínútu. Antonio Conte, þjálfari Inter, gerði hverja sóknarskiptinguna á fætur annarri en svo virtist sem Parma ætlaði að halda út.

Staðan var 1-2 allt fram í uppbótartíma leiksins en þá steig Ivan Perisic upp og jafnaði metinn. Lokatölur 2-2 og Króatarnir í liði Inter björguðu þar með stigi í dag.

Inter er í 5. sæti með 11 stig, tveimur stigum minna en erkifjendur þeirra í AC Milan sem tróna á toppnum og eiga leik til góða. Parma er í 15. sæti deildarinnar með fimm stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira