Sigurmark frá Zlatan og Milan styrki stöðuna á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan skoraði og lagði upp í dag. Magnaður.
Zlatan skoraði og lagði upp í dag. Magnaður. Alessandro Sabattini/Getty Images

AC Milan styrkti stöðu sína á toppi Seríu A með sigri á útivelli á móti Udinese. Lokatölur 2-1 sigur Mílanóliðsins.

Það var Franck Kessie sem kom gestunum frá Mílanóborg yfir á 18. mínútu en markið skoraði hann eftir stoðsendingu Zlatans Ibrahimovic.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en á þriðju mínútu síðari hálfleiks jafnaði Rodrigo De Paul metin úr vítaspyrnu.

Sigurmarkið kom ekki úr óvæntri átt. Það gerði Zlatan sjö mínútum fyrir leikslok og tryggði Mílan fimmta sigurinn í fyrstu sex leikjunum.

Þeir hafa enn ekki tapað leik og sitja í efsta sætinu með sextán stig, fjórum stigum á undan Atalanta sem er í öðru sætinu með tólf stig.

Napoli er þó i 3. sætinu með ellefu stig, líkt og Sassuolo og eiga þau leik tli góða. Udinese er í 18. sætinu með þrjú stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira