Íþróttir barna eru mikilvægasta lýðheilsumálið Ingvar Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 14:00 Þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna Covid19 hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og þurft hefur að setja á allskyns hömlur til þess að minnka dreifingu veirunnar. Hömlur sem þessar geta áhrif á líf okkar allra en alvarlegast er ef börnin okkar missa af íþrótta- og tómstundastarfi í langan tíma. Íþróttastarf barna er nefnilega eitt mikilvægasta lýðheilsumálið. Við höfum öll heyrt að íþróttir hafa mikið forvarnargildi og auka lífsgæði. Ánægjuvogin, könnun sem gerð var í febrúar á þessu ári á meðal unglinga í 8.-10. bekk í Reykjavík, sýnir að nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi líður betur og eiga auðveldara með hópavinnu. Um 90% nemenda á þessum aldri fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti og því er þetta mál sem varðar langflesta nemendur. Við í íþróttahreyfingunni höfum séð að ef upp koma löng tímabil þar sem íþróttastarfið fellur niður getur það aukið brottfall og við erum þegar farin að sjá vísbendingar um það. Margt er hægt að gera til þess að minnka áhrifin. Við hjá ÍBR hvetjum íþróttafélög til að nota netið eins og hægt er. Til dæmis með því að halda fjaræfingar, senda æfingaleiðbeiningar á iðkendur, hvatningarmyndbönd og auðvitað halda góðu og stöðugu upplýsingastreymi til bæði iðkenda og foreldra þeirra. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir það félagslega mikilvægi sem íþróttastarfið hefur en reynsla okkar hefur sýnt að gott og stöðugt upplýsingastreymi getur haldið iðkendum við efnið og minnkað líkur á brottfalli. Við sem þjóð getum líka öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Hreyfing er ekki bara mikilvæg börnum heldur er hún mjög mikilvæg fyrir alla aldurshópa og er það eitt af okkar markmiðum ÍBR að í Reykjavík stundi sem flestir einhverja hreyfingu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að forgangsraða og í þeim efnum finnst okkur augljóst mál að íþróttastarf barna og unglinga eigi að vera í fyrsta sæti. Við fullorðna fólkið getum alveg sleppt okkar yoga, zumba og fótbolta aðeins lengur. Ef við leggjum áherslu á að haga smitvörnum þannig að ástandið í samfélaginu verði nógu gott til þess að íþróttastarf barna og unglinga geti haldið áfram, þá getur það minnkað til muna þau langtímaáhrif sem ástandið hefur á þau. Látum velferð barna ganga fyrir og gerum allt sem við getum til þess að halda smitum í lágmarki svo börnin okkar geti fengið að halda sínu starfi áfram. Við getum farið út að hlaupa, ganga, hjóla og notið þeirrar frábæru íþrótta- og útivistaraðstöðu sem við erum með í borginni og næsta nágrenni. Þórólfur hefur bent okkur á að baráttan við veiruna er langhlaup en í langhlaupi sem þessu höfum við fullorðna fólkið betra úthald en börnin. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna Covid19 hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og þurft hefur að setja á allskyns hömlur til þess að minnka dreifingu veirunnar. Hömlur sem þessar geta áhrif á líf okkar allra en alvarlegast er ef börnin okkar missa af íþrótta- og tómstundastarfi í langan tíma. Íþróttastarf barna er nefnilega eitt mikilvægasta lýðheilsumálið. Við höfum öll heyrt að íþróttir hafa mikið forvarnargildi og auka lífsgæði. Ánægjuvogin, könnun sem gerð var í febrúar á þessu ári á meðal unglinga í 8.-10. bekk í Reykjavík, sýnir að nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi líður betur og eiga auðveldara með hópavinnu. Um 90% nemenda á þessum aldri fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti og því er þetta mál sem varðar langflesta nemendur. Við í íþróttahreyfingunni höfum séð að ef upp koma löng tímabil þar sem íþróttastarfið fellur niður getur það aukið brottfall og við erum þegar farin að sjá vísbendingar um það. Margt er hægt að gera til þess að minnka áhrifin. Við hjá ÍBR hvetjum íþróttafélög til að nota netið eins og hægt er. Til dæmis með því að halda fjaræfingar, senda æfingaleiðbeiningar á iðkendur, hvatningarmyndbönd og auðvitað halda góðu og stöðugu upplýsingastreymi til bæði iðkenda og foreldra þeirra. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir það félagslega mikilvægi sem íþróttastarfið hefur en reynsla okkar hefur sýnt að gott og stöðugt upplýsingastreymi getur haldið iðkendum við efnið og minnkað líkur á brottfalli. Við sem þjóð getum líka öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Hreyfing er ekki bara mikilvæg börnum heldur er hún mjög mikilvæg fyrir alla aldurshópa og er það eitt af okkar markmiðum ÍBR að í Reykjavík stundi sem flestir einhverja hreyfingu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að forgangsraða og í þeim efnum finnst okkur augljóst mál að íþróttastarf barna og unglinga eigi að vera í fyrsta sæti. Við fullorðna fólkið getum alveg sleppt okkar yoga, zumba og fótbolta aðeins lengur. Ef við leggjum áherslu á að haga smitvörnum þannig að ástandið í samfélaginu verði nógu gott til þess að íþróttastarf barna og unglinga geti haldið áfram, þá getur það minnkað til muna þau langtímaáhrif sem ástandið hefur á þau. Látum velferð barna ganga fyrir og gerum allt sem við getum til þess að halda smitum í lágmarki svo börnin okkar geti fengið að halda sínu starfi áfram. Við getum farið út að hlaupa, ganga, hjóla og notið þeirrar frábæru íþrótta- og útivistaraðstöðu sem við erum með í borginni og næsta nágrenni. Þórólfur hefur bent okkur á að baráttan við veiruna er langhlaup en í langhlaupi sem þessu höfum við fullorðna fólkið betra úthald en börnin. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun