Íþróttir barna eru mikilvægasta lýðheilsumálið Ingvar Sverrisson skrifar 2. nóvember 2020 14:00 Þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna Covid19 hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og þurft hefur að setja á allskyns hömlur til þess að minnka dreifingu veirunnar. Hömlur sem þessar geta áhrif á líf okkar allra en alvarlegast er ef börnin okkar missa af íþrótta- og tómstundastarfi í langan tíma. Íþróttastarf barna er nefnilega eitt mikilvægasta lýðheilsumálið. Við höfum öll heyrt að íþróttir hafa mikið forvarnargildi og auka lífsgæði. Ánægjuvogin, könnun sem gerð var í febrúar á þessu ári á meðal unglinga í 8.-10. bekk í Reykjavík, sýnir að nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi líður betur og eiga auðveldara með hópavinnu. Um 90% nemenda á þessum aldri fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti og því er þetta mál sem varðar langflesta nemendur. Við í íþróttahreyfingunni höfum séð að ef upp koma löng tímabil þar sem íþróttastarfið fellur niður getur það aukið brottfall og við erum þegar farin að sjá vísbendingar um það. Margt er hægt að gera til þess að minnka áhrifin. Við hjá ÍBR hvetjum íþróttafélög til að nota netið eins og hægt er. Til dæmis með því að halda fjaræfingar, senda æfingaleiðbeiningar á iðkendur, hvatningarmyndbönd og auðvitað halda góðu og stöðugu upplýsingastreymi til bæði iðkenda og foreldra þeirra. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir það félagslega mikilvægi sem íþróttastarfið hefur en reynsla okkar hefur sýnt að gott og stöðugt upplýsingastreymi getur haldið iðkendum við efnið og minnkað líkur á brottfalli. Við sem þjóð getum líka öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Hreyfing er ekki bara mikilvæg börnum heldur er hún mjög mikilvæg fyrir alla aldurshópa og er það eitt af okkar markmiðum ÍBR að í Reykjavík stundi sem flestir einhverja hreyfingu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að forgangsraða og í þeim efnum finnst okkur augljóst mál að íþróttastarf barna og unglinga eigi að vera í fyrsta sæti. Við fullorðna fólkið getum alveg sleppt okkar yoga, zumba og fótbolta aðeins lengur. Ef við leggjum áherslu á að haga smitvörnum þannig að ástandið í samfélaginu verði nógu gott til þess að íþróttastarf barna og unglinga geti haldið áfram, þá getur það minnkað til muna þau langtímaáhrif sem ástandið hefur á þau. Látum velferð barna ganga fyrir og gerum allt sem við getum til þess að halda smitum í lágmarki svo börnin okkar geti fengið að halda sínu starfi áfram. Við getum farið út að hlaupa, ganga, hjóla og notið þeirrar frábæru íþrótta- og útivistaraðstöðu sem við erum með í borginni og næsta nágrenni. Þórólfur hefur bent okkur á að baráttan við veiruna er langhlaup en í langhlaupi sem þessu höfum við fullorðna fólkið betra úthald en börnin. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Þær aðgerðir sem farið hefur verið í vegna Covid19 hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og þurft hefur að setja á allskyns hömlur til þess að minnka dreifingu veirunnar. Hömlur sem þessar geta áhrif á líf okkar allra en alvarlegast er ef börnin okkar missa af íþrótta- og tómstundastarfi í langan tíma. Íþróttastarf barna er nefnilega eitt mikilvægasta lýðheilsumálið. Við höfum öll heyrt að íþróttir hafa mikið forvarnargildi og auka lífsgæði. Ánægjuvogin, könnun sem gerð var í febrúar á þessu ári á meðal unglinga í 8.-10. bekk í Reykjavík, sýnir að nemendum sem eru virkir í skipulögðu íþróttastarfi líður betur og eiga auðveldara með hópavinnu. Um 90% nemenda á þessum aldri fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti og því er þetta mál sem varðar langflesta nemendur. Við í íþróttahreyfingunni höfum séð að ef upp koma löng tímabil þar sem íþróttastarfið fellur niður getur það aukið brottfall og við erum þegar farin að sjá vísbendingar um það. Margt er hægt að gera til þess að minnka áhrifin. Við hjá ÍBR hvetjum íþróttafélög til að nota netið eins og hægt er. Til dæmis með því að halda fjaræfingar, senda æfingaleiðbeiningar á iðkendur, hvatningarmyndbönd og auðvitað halda góðu og stöðugu upplýsingastreymi til bæði iðkenda og foreldra þeirra. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir það félagslega mikilvægi sem íþróttastarfið hefur en reynsla okkar hefur sýnt að gott og stöðugt upplýsingastreymi getur haldið iðkendum við efnið og minnkað líkur á brottfalli. Við sem þjóð getum líka öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Hreyfing er ekki bara mikilvæg börnum heldur er hún mjög mikilvæg fyrir alla aldurshópa og er það eitt af okkar markmiðum ÍBR að í Reykjavík stundi sem flestir einhverja hreyfingu. Á tímum sem þessum er mikilvægt að forgangsraða og í þeim efnum finnst okkur augljóst mál að íþróttastarf barna og unglinga eigi að vera í fyrsta sæti. Við fullorðna fólkið getum alveg sleppt okkar yoga, zumba og fótbolta aðeins lengur. Ef við leggjum áherslu á að haga smitvörnum þannig að ástandið í samfélaginu verði nógu gott til þess að íþróttastarf barna og unglinga geti haldið áfram, þá getur það minnkað til muna þau langtímaáhrif sem ástandið hefur á þau. Látum velferð barna ganga fyrir og gerum allt sem við getum til þess að halda smitum í lágmarki svo börnin okkar geti fengið að halda sínu starfi áfram. Við getum farið út að hlaupa, ganga, hjóla og notið þeirrar frábæru íþrótta- og útivistaraðstöðu sem við erum með í borginni og næsta nágrenni. Þórólfur hefur bent okkur á að baráttan við veiruna er langhlaup en í langhlaupi sem þessu höfum við fullorðna fólkið betra úthald en börnin. Höfundur er formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar