Hefur fengið hundruð reynslusagna um kynferðislegt ofbeldi á netinu gegn ungum konum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2020 20:01 Sólborg Guðbrandsdóttir heldur úti síðunni Fávitar á Instragram. Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. Talið er að fimmta hvert barn sendi af sér nektarmyndir og að stór hluti þeirra fari í frekari dreifingu en upphaflega var ætlað. Í Kompás er rætt við tvær ungar konur sem báðar lentu í því sem börn að senda af sér nektarmynd sem fór í frekari dreifingu. Mynd af Rebekku Ellen endaði á klámsíðu. „Og upplifunin að sjá eða vita af einhverjum myndum af þér inni á klámsíðu. Það er ekki góð tilfinning,“ segir Rebekka Ellen í Kompás. Sjá má þáttinn hér að neðan. Vöntun á úrræðum Sólborg Guðbrandsdóttir heldur úti síðunni Fávitar á Instragram og fær reynslusögur frá ungu fólki nánast á hverjum degi. „Þær sögur sem ég fæ sendar til mín eru brotabrot af því sem er að gerast þarna úti þannig þetta er ótrúlegt magn. Það sem einkennir þær sögur sem ég hef fengið til mín er að fólk virðist nota þetta sem kúgunartæki, ef þú sendir mér ekki nýja mynd þá gerist þetta og þetta," segir Sólborg sem segir að sögurnar og fyrirspurnirnar hlaupi á hundruðum. „Það að þau séu að leita til mín sýnir skýrt að það vantar úrræði þannig það er eitthvað sem mætti alveg skoða,“ segir Sólborg. Auka þurfi kynfræðslu Þá sé misjafnt hvort og hversu mikla kynfræðslu börn og ungmenni fá í dag. „Þetta virðist því miður vera eftir hentugsemi skólastjórnenda og foreldrafélaga og það er kerfi sem gengur eiginlega ekki upp,“ segir Sólborg. Hún segir mikilvægt að fólk átti sig á því að það að taka af sér nektarmynd og senda sé ekki glæpur. „Það að dreifa þeim er glæpur,“ segir hún. Í Kompás kemur fram að íslensk börn sem senda af sér nektarmyndir séu allt niður í sjö ára og eru mörg málanna mjög gróf. Dæmi eru um að ókunnugir karlmenn þvingi börn til að senda af sér kynferðislegt myndefni. „Til dæmis fá þeir börnin til að blanda inn öðrum einstaklingum, vinkonum eða vinum, og þau gera eitthvað við líkama hvors annars. Jafnvel eru börnin látin gera eitthvað við yngri systkini. Þetta eru alls kyns innþrengingar eða sjálfsfróun,“ segir Ólöf Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Kompás Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Sjá meira
Kona sem heldur úti instagramsíðu um stafrænt kynferðisofbeldi segir hundruð ungra kvenna hafa sent sér reynslusögur af slíku ofbeldi. Það vanti úrræði og auka þurfi kynfræðslu. Talið er að fimmta hvert barn sendi af sér nektarmyndir og að stór hluti þeirra fari í frekari dreifingu en upphaflega var ætlað. Í Kompás er rætt við tvær ungar konur sem báðar lentu í því sem börn að senda af sér nektarmynd sem fór í frekari dreifingu. Mynd af Rebekku Ellen endaði á klámsíðu. „Og upplifunin að sjá eða vita af einhverjum myndum af þér inni á klámsíðu. Það er ekki góð tilfinning,“ segir Rebekka Ellen í Kompás. Sjá má þáttinn hér að neðan. Vöntun á úrræðum Sólborg Guðbrandsdóttir heldur úti síðunni Fávitar á Instragram og fær reynslusögur frá ungu fólki nánast á hverjum degi. „Þær sögur sem ég fæ sendar til mín eru brotabrot af því sem er að gerast þarna úti þannig þetta er ótrúlegt magn. Það sem einkennir þær sögur sem ég hef fengið til mín er að fólk virðist nota þetta sem kúgunartæki, ef þú sendir mér ekki nýja mynd þá gerist þetta og þetta," segir Sólborg sem segir að sögurnar og fyrirspurnirnar hlaupi á hundruðum. „Það að þau séu að leita til mín sýnir skýrt að það vantar úrræði þannig það er eitthvað sem mætti alveg skoða,“ segir Sólborg. Auka þurfi kynfræðslu Þá sé misjafnt hvort og hversu mikla kynfræðslu börn og ungmenni fá í dag. „Þetta virðist því miður vera eftir hentugsemi skólastjórnenda og foreldrafélaga og það er kerfi sem gengur eiginlega ekki upp,“ segir Sólborg. Hún segir mikilvægt að fólk átti sig á því að það að taka af sér nektarmynd og senda sé ekki glæpur. „Það að dreifa þeim er glæpur,“ segir hún. Í Kompás kemur fram að íslensk börn sem senda af sér nektarmyndir séu allt niður í sjö ára og eru mörg málanna mjög gróf. Dæmi eru um að ókunnugir karlmenn þvingi börn til að senda af sér kynferðislegt myndefni. „Til dæmis fá þeir börnin til að blanda inn öðrum einstaklingum, vinkonum eða vinum, og þau gera eitthvað við líkama hvors annars. Jafnvel eru börnin látin gera eitthvað við yngri systkini. Þetta eru alls kyns innþrengingar eða sjálfsfróun,“ segir Ólöf Farestveit, forstöðumaður Barnahúss.
Kompás Lögreglumál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Sjá meira
„Ég óska engum að lenda í þessu“ Allt niður í sjö ára íslensk börn senda af sér nektarmyndir á netinu og eru mörg dæmi um að myndirnar endi á klámsíðu. Einnig hefur málum fjölgað hjá lögreglu þar sem börn eru þvinguð af fullorðnum til að senda af sér kynferðislegt myndefni, til dæmis samneyti við yngri systkini. 4. nóvember 2020 09:00
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00
Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. 28. október 2020 19:31