Pólitísk ábyrgð og biðlistar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 19:17 Alma Möller, landlæknir lýsti þeirri skoðun sinni í dag að kórónuveirufaraldurinn hafi dregið fram veikleika heilbrigðiskerfisins. Kerfið er lítið og mönnun er ekki nægjanleg til að veita almennilega grunnþjónustu, auk viðvarandi plássleysis. Landlæknir tjáði þá skoðun sína að kerfið þurfi að vera betur í stakk búið og skoða þurfi aðkomu sjálfstætt starfandi eininga til að koma til móts við þarfir sjúklinga og til að takast á við afkastagetu og biðlistavandann. Þetta fannst mér hressandi skilaboð í morgunsárið enda hefur þingflokkur Viðreisnar lengi kallað eftir þroskaðri umræðu um heilbrigðismálin almennt. Sem er ekki föst í skotgröfum eða pólitískum kreddum. Heldur knúin áfram af raunveruleikanum. Og þörfum sjúklinga, ekki þörfum kerfisins. Hífum umræðuna upp á betra plan Þó svo að sérfræðiþekkingin hér sé góð og við eigum frábærlega menntað heilbrigðisstarfsfólk sem á allar þakkir skildar fyrir sitt framlag er þörfin á umbótum brýn. Það jákvæða er að pólitískur samhljómur er til staðar svo efla megi heilbrigðiskerfið. Það voru kannski skýrustu skilaboðin sem voru gefin í síðustu kosningum en síðan eru áhöld um það hvort ríkisstjórnin hafi móttekið skilaboðin. Við verðum að greiða úr þeim flækjum sem hér hafa myndast vegna þeirra endalausu plástra sem settir hafa verið á vandann og horfa til langframa. Þingflokkur Viðreisnar hefur langt fram fjölda fyrirspurna, ályktana og frumvarpa með það að markmiði að leysa flækjurnar. Við höfum leyft okkur að kalla allar hendur á dekk til að leysa þjáningar fólks sem hefur mánuðum og jafnvel árum saman verið á biðlista, eins og eftir liðskiptaaðgerðum. Allar þessar tillögur okkar hafa verið felldar eða svæfðar. Reyndar náðum við þverpólitískri samstöðu um aðgengi að sálfræðiþjónustu og klínískri samtalsmeðferð. En fjármögnun þess er nú í uppnámi. Það tengist því að við erum í minnihluta og því að enn er þess konar pólitík ríkjandi á stjórnarheimilinu; að það skipti máli hvaðan góðar tillögur koma. Leysa þarf biðlistavandann strax Talandi um pólitík þá er þögn Sjálfstæðismanna um möguleika á því að nýta í auknum mæli sjálfstætt starfandi úrræði í bland við þau opinberu, ærandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun kvittað undir forræðishyggju heilbrigðisráðherra þegar kemur að rekstri heilbrigðiskerfisins. Samningar hafa ekki verið gerðir við sjálfstætt starfandi lækna í rúm tvö ár, enn eru samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samningslaus(sem reka flest hjúkrunarheimilin) og það sama gildir um sjúkraþjálfara. Við þetta bætist svo óvissan um fjármögnun sálfræðifrumvarpsins. Og enn finnst ríkisstjórninni það vera réttlætanleg ráðstöfun opinbers fjár að senda almenning í liðskiptiaðgerðir til Svíþjóðar í stað þess að gera samninga við sjálfstætt starfandi aðila hér á landi. Það er óskandi að orð landlæknis í dag um nauðsyn þess að líta til eininga utan opinbera kerfisins til að mæta þeim biðlistavanda sem safnast hefur upp á síðastliðnum árum verði til þess að opna augun á stjórnarheimilinu. Því hin pólitíska ábyrgð liggur þar. Og þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir allir hafi ítrekað fellt tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu til að leysa biðlistavandann þá er ekki of seint fyrir stjórnarheimilið að gera rétt. Það er stefna Viðreisnar að við verðum að nýta alla þá krafta sem við getum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Þarfir notenda, gott starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna og eftirlit með þjónustunni á að fara saman. Fjölbreytt rekstrarform í þágu almennings getur stytt biðlista og bætt þjónustu fyrir skattgreiðendur. Biðlistavandinn verður ekki leystur með pólitískri andstöðu gagnvart sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki, því við erum jú öll í þessu saman. Með fókusinn á fólkið okkar, líðan og heilbrigði. Setjum þarfir sjúklinga í forgang, málið þolir ekki frekari bið - hvað þá meira af biðlistum. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Alma Möller, landlæknir lýsti þeirri skoðun sinni í dag að kórónuveirufaraldurinn hafi dregið fram veikleika heilbrigðiskerfisins. Kerfið er lítið og mönnun er ekki nægjanleg til að veita almennilega grunnþjónustu, auk viðvarandi plássleysis. Landlæknir tjáði þá skoðun sína að kerfið þurfi að vera betur í stakk búið og skoða þurfi aðkomu sjálfstætt starfandi eininga til að koma til móts við þarfir sjúklinga og til að takast á við afkastagetu og biðlistavandann. Þetta fannst mér hressandi skilaboð í morgunsárið enda hefur þingflokkur Viðreisnar lengi kallað eftir þroskaðri umræðu um heilbrigðismálin almennt. Sem er ekki föst í skotgröfum eða pólitískum kreddum. Heldur knúin áfram af raunveruleikanum. Og þörfum sjúklinga, ekki þörfum kerfisins. Hífum umræðuna upp á betra plan Þó svo að sérfræðiþekkingin hér sé góð og við eigum frábærlega menntað heilbrigðisstarfsfólk sem á allar þakkir skildar fyrir sitt framlag er þörfin á umbótum brýn. Það jákvæða er að pólitískur samhljómur er til staðar svo efla megi heilbrigðiskerfið. Það voru kannski skýrustu skilaboðin sem voru gefin í síðustu kosningum en síðan eru áhöld um það hvort ríkisstjórnin hafi móttekið skilaboðin. Við verðum að greiða úr þeim flækjum sem hér hafa myndast vegna þeirra endalausu plástra sem settir hafa verið á vandann og horfa til langframa. Þingflokkur Viðreisnar hefur langt fram fjölda fyrirspurna, ályktana og frumvarpa með það að markmiði að leysa flækjurnar. Við höfum leyft okkur að kalla allar hendur á dekk til að leysa þjáningar fólks sem hefur mánuðum og jafnvel árum saman verið á biðlista, eins og eftir liðskiptaaðgerðum. Allar þessar tillögur okkar hafa verið felldar eða svæfðar. Reyndar náðum við þverpólitískri samstöðu um aðgengi að sálfræðiþjónustu og klínískri samtalsmeðferð. En fjármögnun þess er nú í uppnámi. Það tengist því að við erum í minnihluta og því að enn er þess konar pólitík ríkjandi á stjórnarheimilinu; að það skipti máli hvaðan góðar tillögur koma. Leysa þarf biðlistavandann strax Talandi um pólitík þá er þögn Sjálfstæðismanna um möguleika á því að nýta í auknum mæli sjálfstætt starfandi úrræði í bland við þau opinberu, ærandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun kvittað undir forræðishyggju heilbrigðisráðherra þegar kemur að rekstri heilbrigðiskerfisins. Samningar hafa ekki verið gerðir við sjálfstætt starfandi lækna í rúm tvö ár, enn eru samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samningslaus(sem reka flest hjúkrunarheimilin) og það sama gildir um sjúkraþjálfara. Við þetta bætist svo óvissan um fjármögnun sálfræðifrumvarpsins. Og enn finnst ríkisstjórninni það vera réttlætanleg ráðstöfun opinbers fjár að senda almenning í liðskiptiaðgerðir til Svíþjóðar í stað þess að gera samninga við sjálfstætt starfandi aðila hér á landi. Það er óskandi að orð landlæknis í dag um nauðsyn þess að líta til eininga utan opinbera kerfisins til að mæta þeim biðlistavanda sem safnast hefur upp á síðastliðnum árum verði til þess að opna augun á stjórnarheimilinu. Því hin pólitíska ábyrgð liggur þar. Og þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir allir hafi ítrekað fellt tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu til að leysa biðlistavandann þá er ekki of seint fyrir stjórnarheimilið að gera rétt. Það er stefna Viðreisnar að við verðum að nýta alla þá krafta sem við getum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Þarfir notenda, gott starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna og eftirlit með þjónustunni á að fara saman. Fjölbreytt rekstrarform í þágu almennings getur stytt biðlista og bætt þjónustu fyrir skattgreiðendur. Biðlistavandinn verður ekki leystur með pólitískri andstöðu gagnvart sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki, því við erum jú öll í þessu saman. Með fókusinn á fólkið okkar, líðan og heilbrigði. Setjum þarfir sjúklinga í forgang, málið þolir ekki frekari bið - hvað þá meira af biðlistum. Höfundur er formaður Viðreisnar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun