Manstu? Stephanie Rósa Bosma skrifar 20. nóvember 2020 09:31 Munið þið eftir þættinum Kveik? Þar var fjallað um fátækt á Íslandi. Nú undanfarið hef ég séð á Facebook-síðum að fólk er að biðja um hjálp og mataraðstoð. Þetta er svo sorglegt. Ég er ein af þeim sem er alltaf í vandræðum í lok mánaðar, ég þekki þetta. Vildi að ég gæti hjálpað. Vildi ég gæti stofnað fyrirtæki eða stofnun og útrýmt fátækt. Ég fór í Fjölskylduhjálp í fyrsta skipti í langan tíma til að fá mat. Ég skammaðist mín svo mikið, fannst ég vera vonlaus og ég ætti ekki heima þarna vegna þess ég er í vinnu, fæ tekjur mánaðarlega. En í dag, þó svo þú sért í vinnu þá ertu fátækur. Hvern einasta mánuð ertu með þunglyndi, stress og vanlíðan, út af því þú átt ekki pening fyrir mat, fyrir föt og til að njóta lífsins. Ég er ekkert jólabarn. Hvers vegna spyr fólk. Vegna þess að alltaf kringum jólin fylgir stress, ekki vegna þess hvort að maturinn verði tilbúinn á réttum tíma, heldur að flokka niður peninga til að eiga fyrir gjöfum, eiga fyrir mat, vera með þennan „hefðbunda jólamat”, eiga fyrir kjóla á dóttur mína, eiga fyrir áramótunum. Þetta er ekki gleði lengur fyrir mér en ég brosi samt svo að dóttir mín finni ekki fyrir vonbrigðum með þunglyndi mitt. Útrýma fátækt er minn draumur en ekki að fleiri og fleiri óski eftir mataraðstoð á Facebook síðum. Ég stend með ykkur og ég er ein af ykkur. Höfundur er umönnunarstarfsmaður og sjúkraliðanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Munið þið eftir þættinum Kveik? Þar var fjallað um fátækt á Íslandi. Nú undanfarið hef ég séð á Facebook-síðum að fólk er að biðja um hjálp og mataraðstoð. Þetta er svo sorglegt. Ég er ein af þeim sem er alltaf í vandræðum í lok mánaðar, ég þekki þetta. Vildi að ég gæti hjálpað. Vildi ég gæti stofnað fyrirtæki eða stofnun og útrýmt fátækt. Ég fór í Fjölskylduhjálp í fyrsta skipti í langan tíma til að fá mat. Ég skammaðist mín svo mikið, fannst ég vera vonlaus og ég ætti ekki heima þarna vegna þess ég er í vinnu, fæ tekjur mánaðarlega. En í dag, þó svo þú sért í vinnu þá ertu fátækur. Hvern einasta mánuð ertu með þunglyndi, stress og vanlíðan, út af því þú átt ekki pening fyrir mat, fyrir föt og til að njóta lífsins. Ég er ekkert jólabarn. Hvers vegna spyr fólk. Vegna þess að alltaf kringum jólin fylgir stress, ekki vegna þess hvort að maturinn verði tilbúinn á réttum tíma, heldur að flokka niður peninga til að eiga fyrir gjöfum, eiga fyrir mat, vera með þennan „hefðbunda jólamat”, eiga fyrir kjóla á dóttur mína, eiga fyrir áramótunum. Þetta er ekki gleði lengur fyrir mér en ég brosi samt svo að dóttir mín finni ekki fyrir vonbrigðum með þunglyndi mitt. Útrýma fátækt er minn draumur en ekki að fleiri og fleiri óski eftir mataraðstoð á Facebook síðum. Ég stend með ykkur og ég er ein af ykkur. Höfundur er umönnunarstarfsmaður og sjúkraliðanemi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar