„Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 23:00 Benedikt og Finnur Freyr vilja fá leyfi til að hefja æfingar að nýju. Sérstaklega í ljósi þess hvað annað er leyfilegt í samfélaginu. Dominos Körfuboltakvöld Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Þetta kom fram í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöld þar sem þeir félagar voru ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda. Sjá má innslag úr þættinum í spilaranum neðst í fréttinni. „Maður er ekkert að deyja úr bjartsýni en maður er að vona. Íþróttahreyfingin – eins og hún leggur sig - spyr bara; Af hverju megum við ekki æfa. Ég er öll kvöld að horfa á Stöð 2 Sport, horfa á þessa og hina deildina þar sem allir eru að spila. Við búum ekki í Norður-Kóreu, við vitum alveg hvað er að gerast í kringum okkur. Ef allar aðrar þjóðir fá að æfa og spila, af hverju megum við það ekki,“ spurði Benedikt hvumsa. „Við skyldum það í vor. Þá var líka stopp allstaðar en ég bara skil þetta ekki í dag,“ bætti hann svo við. Kjartan Atli tók í kjölfarið orðið og sagði að hann vildi sjá íþróttafólk Íslands geta æft. Hann sagðist hafa rætt við leikmann í Dominos deild karla sem talaði um að leikmenn væru komnir með kvíða fyrir því þegar loks má mæta aftur til æfinga. Þá nefndi hann könnun þar sem tölurnar sýna að æfingabannið er farið að hafa áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. „Við erum með sóttvarnarlækni sem hefur það verkefni að ná þessum faraldri niður en hann má ekki búa til fullt af öðrum vandamálum í staðinn. Ég vona að hann sé að gera rétt. Maður vill heldur ekki vera með frekju og heimta eitthvað. Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa,“ sagði Benedikt einnig. Af hverju má starfsmaður afgreiða 100+ einstaklinga a einum degi í fataverslun en íþróttamaður ekki mæta einn a æfingu? https://t.co/eyTMgPvbkH— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) November 27, 2020 „Þú bara þjálfar það ekki, það er bara þannig. Okkar starf er að þjálfa fólkið og við höfum ekki tækifæri til þess,“ var svar Finns er Kjartan spurði hann hvernig væri að þjálfa lið í þessum aðstæðum. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Benni Gumm vill fá skýrari svör varðandi æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna, vill fá skýrari svör varðandi af hverju íslenskt íþróttafólk má ekki æfa. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, segir ekki hægt að þjálfa lið á tímum sem þessum. Þetta kom fram í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöld þar sem þeir félagar voru ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda. Sjá má innslag úr þættinum í spilaranum neðst í fréttinni. „Maður er ekkert að deyja úr bjartsýni en maður er að vona. Íþróttahreyfingin – eins og hún leggur sig - spyr bara; Af hverju megum við ekki æfa. Ég er öll kvöld að horfa á Stöð 2 Sport, horfa á þessa og hina deildina þar sem allir eru að spila. Við búum ekki í Norður-Kóreu, við vitum alveg hvað er að gerast í kringum okkur. Ef allar aðrar þjóðir fá að æfa og spila, af hverju megum við það ekki,“ spurði Benedikt hvumsa. „Við skyldum það í vor. Þá var líka stopp allstaðar en ég bara skil þetta ekki í dag,“ bætti hann svo við. Kjartan Atli tók í kjölfarið orðið og sagði að hann vildi sjá íþróttafólk Íslands geta æft. Hann sagðist hafa rætt við leikmann í Dominos deild karla sem talaði um að leikmenn væru komnir með kvíða fyrir því þegar loks má mæta aftur til æfinga. Þá nefndi hann könnun þar sem tölurnar sýna að æfingabannið er farið að hafa áhrif á andlega heilsu íþróttafólks. „Við erum með sóttvarnarlækni sem hefur það verkefni að ná þessum faraldri niður en hann má ekki búa til fullt af öðrum vandamálum í staðinn. Ég vona að hann sé að gera rétt. Maður vill heldur ekki vera með frekju og heimta eitthvað. Ég vil bara fá svör og skýringar varðandi af hverju við megum ekki æfa,“ sagði Benedikt einnig. Af hverju má starfsmaður afgreiða 100+ einstaklinga a einum degi í fataverslun en íþróttamaður ekki mæta einn a æfingu? https://t.co/eyTMgPvbkH— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) November 27, 2020 „Þú bara þjálfar það ekki, það er bara þannig. Okkar starf er að þjálfa fólkið og við höfum ekki tækifæri til þess,“ var svar Finns er Kjartan spurði hann hvernig væri að þjálfa lið í þessum aðstæðum. Spjall þeirra félaga má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Benni Gumm vill fá skýrari svör varðandi æfingabann Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum