Þetta snýst um okkur, ekki ykkur Guðmundur Gunnarsson skrifar 1. desember 2020 11:15 Bannsett fréttin á forsíðu Fréttablaðsins. Hún var sláandi. Sérstaklega fyrir þá sem tengjast þorpum undir bröttum fjallshlíðum. Fréttin fór nefnilega með okkur aftur til Flateyrar. Aftur kominn janúar, blindhríð, snjóflóð, eignatjón, mannbjörg og kraftaverk. Nýtt hættumat Veðurstofunnar staðfestir það sem heimamenn höfðu haldið fram. Byggðunum er ógnað. Fólk er í hættu. Ekki bara á Flateyri, heldur um allt land. Matið staðfestir jafnframt að hættan er talsvert meiri en áður var talið. Hún er yfirvofandi. Viðvarandi. Minnir á sig í hvert skipti sem Veðurstofan gefur út gula viðvörun. Íbúarnir eru í meiri lífshættu en áður var talið. Samfélögin eru mun verr varin en við héldum. Ég sé enga ástæðu til að sykurhúða það sem þessar upplýsingar staðfesta. Við sváfum á verðinum. Vanmátum hættuna. Skildum ekki alvarleikann. Misstum fókus. Samt lögðum við fé til hliðar. Áttum fyrir varnargörðunum, skipulögðum framkvæmdir og reistum einhverja varnargarða. En við svikum áratugagömul loforð um að klára verkefnið. Við gerðum of lítið og við gerðum það of seint. Við urðum kærulaus. Tókum augun af fjallshlíðinni. En ég er ekki að ávarpa eða ásaka stjórnvöld. Ég er að tala við okkur öll. Ég hef nefnilega dregið lærdóm af reynslunni á Flateyri. Flóðið og fólkið kenndi mér margt. Þau kenndu mér auðmýkt og manngæsku. En hvað varnir okkar gegn eyðileggingarmætti náttúrunnar varðar, þá hef ég lært eftirfarandi lexíu: Við erum í eðli okkar skammsýn og sjálfhverf. Við erum oftast bara að velta okkur upp úr nærumhverfi okkar, daglegu amstri og öllu því sem snertir okkur beint frá degi til dags. Ef maður lifir ekki og hrærist í ákveðnu samfélagi þá skilur maður ekki þarfir þess. Þekkir ekki karakterinn. Þetta á við um okkur öll og er ósköp eðlilegt. Ef maður vill hreyfa við einhverju og hafa áhrif þá þarf maður að byrja á sjálfum sér. Velta því fyrir sér hvað maður sjálfur getur gert. Hvernig getur maður minnt á sig? Látið í sér heyra. Í stóra samhenginu, og þegar við erum að tala um stjórn landsins og ákvarðanir um almannahag, þá er það mín reynsla að því lengra sem maður býr frá ákvarðanaborðinu því hærra þarf maður að tala. Því sjaldnar sem hagsmunum manns bregður fyrir á borði stjórnvalda því oftar þarf maður að láta í sér heyra. Þetta er einfaldlega veruleikinn og það er undir okkur sjálfum komið að aðlaga okkur að honum. Landshlutar og bæjarfélög verða að eiga rödd. Ekki bara eitthvað hvísl sem dofnar út við sýslumörkin, heldur rödd sem heyrist. Rödd sem ruggar borgum. Raskar svefni. Sogar til sín athygli og ryðst inn í sjónsvið fólksins við ákvarðanaborðið. Með látum. Uns sú hugsun nær í gegn að svæðið skipti mál. Að við eigum öll rétt á þjónustu og grunnkerfum. Að við eigum öll rétt á því að öryggi okkar sé tryggt. Það er ekki nóg að halda eina þrumuræðu. Röddin þarf að bergmála. Samfellt og markvisst. Já, já, stundum getur líka verið fínt að barma sér. Halla sér aftur og teikna upp ímyndaða óvini. Kenna öðrum um og yppta öxlum. En ef maður vill eitthvað nógu mikið þá þarf maður að berjast fyrir því. Brýna raustina. Finna bassataktinn. Og það er þetta sem landshlutarnir sem liggja lengst frá ákvörðunum þurfa að tileinka sér. Margar ósamstilltar raddir munu aldrei fanga sömu athygli og ein sterk. Og nei, það þarf ekki að sameina sveitarfélög til að tala einni röddu. Það þarf bara að leggja til hliðar innbyrðis þrætur og beina orkunni að stóru málunum. Tala hærra. Ávarpa fleiri. Draga andann djúpt, rétta úr sér, ræskja sig og þruma yfir allt landið. Minna á öryggið, minna á vegina, minna á náttúruna, minna á fólkið, minna á allt. Uns einhver segir: Þú þarna,....já, þú sem stendur þarna aftast.....við heyrum í þér....við erum að hlusta......gjörðu svo vel. Annars gleymumst við. Og það er þá okkur að kenna. Ekki hinum. Ekki öðrum. Okkur. Höfundur er Vestfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Ísafjarðarbær Almannavarnir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Bannsett fréttin á forsíðu Fréttablaðsins. Hún var sláandi. Sérstaklega fyrir þá sem tengjast þorpum undir bröttum fjallshlíðum. Fréttin fór nefnilega með okkur aftur til Flateyrar. Aftur kominn janúar, blindhríð, snjóflóð, eignatjón, mannbjörg og kraftaverk. Nýtt hættumat Veðurstofunnar staðfestir það sem heimamenn höfðu haldið fram. Byggðunum er ógnað. Fólk er í hættu. Ekki bara á Flateyri, heldur um allt land. Matið staðfestir jafnframt að hættan er talsvert meiri en áður var talið. Hún er yfirvofandi. Viðvarandi. Minnir á sig í hvert skipti sem Veðurstofan gefur út gula viðvörun. Íbúarnir eru í meiri lífshættu en áður var talið. Samfélögin eru mun verr varin en við héldum. Ég sé enga ástæðu til að sykurhúða það sem þessar upplýsingar staðfesta. Við sváfum á verðinum. Vanmátum hættuna. Skildum ekki alvarleikann. Misstum fókus. Samt lögðum við fé til hliðar. Áttum fyrir varnargörðunum, skipulögðum framkvæmdir og reistum einhverja varnargarða. En við svikum áratugagömul loforð um að klára verkefnið. Við gerðum of lítið og við gerðum það of seint. Við urðum kærulaus. Tókum augun af fjallshlíðinni. En ég er ekki að ávarpa eða ásaka stjórnvöld. Ég er að tala við okkur öll. Ég hef nefnilega dregið lærdóm af reynslunni á Flateyri. Flóðið og fólkið kenndi mér margt. Þau kenndu mér auðmýkt og manngæsku. En hvað varnir okkar gegn eyðileggingarmætti náttúrunnar varðar, þá hef ég lært eftirfarandi lexíu: Við erum í eðli okkar skammsýn og sjálfhverf. Við erum oftast bara að velta okkur upp úr nærumhverfi okkar, daglegu amstri og öllu því sem snertir okkur beint frá degi til dags. Ef maður lifir ekki og hrærist í ákveðnu samfélagi þá skilur maður ekki þarfir þess. Þekkir ekki karakterinn. Þetta á við um okkur öll og er ósköp eðlilegt. Ef maður vill hreyfa við einhverju og hafa áhrif þá þarf maður að byrja á sjálfum sér. Velta því fyrir sér hvað maður sjálfur getur gert. Hvernig getur maður minnt á sig? Látið í sér heyra. Í stóra samhenginu, og þegar við erum að tala um stjórn landsins og ákvarðanir um almannahag, þá er það mín reynsla að því lengra sem maður býr frá ákvarðanaborðinu því hærra þarf maður að tala. Því sjaldnar sem hagsmunum manns bregður fyrir á borði stjórnvalda því oftar þarf maður að láta í sér heyra. Þetta er einfaldlega veruleikinn og það er undir okkur sjálfum komið að aðlaga okkur að honum. Landshlutar og bæjarfélög verða að eiga rödd. Ekki bara eitthvað hvísl sem dofnar út við sýslumörkin, heldur rödd sem heyrist. Rödd sem ruggar borgum. Raskar svefni. Sogar til sín athygli og ryðst inn í sjónsvið fólksins við ákvarðanaborðið. Með látum. Uns sú hugsun nær í gegn að svæðið skipti mál. Að við eigum öll rétt á þjónustu og grunnkerfum. Að við eigum öll rétt á því að öryggi okkar sé tryggt. Það er ekki nóg að halda eina þrumuræðu. Röddin þarf að bergmála. Samfellt og markvisst. Já, já, stundum getur líka verið fínt að barma sér. Halla sér aftur og teikna upp ímyndaða óvini. Kenna öðrum um og yppta öxlum. En ef maður vill eitthvað nógu mikið þá þarf maður að berjast fyrir því. Brýna raustina. Finna bassataktinn. Og það er þetta sem landshlutarnir sem liggja lengst frá ákvörðunum þurfa að tileinka sér. Margar ósamstilltar raddir munu aldrei fanga sömu athygli og ein sterk. Og nei, það þarf ekki að sameina sveitarfélög til að tala einni röddu. Það þarf bara að leggja til hliðar innbyrðis þrætur og beina orkunni að stóru málunum. Tala hærra. Ávarpa fleiri. Draga andann djúpt, rétta úr sér, ræskja sig og þruma yfir allt landið. Minna á öryggið, minna á vegina, minna á náttúruna, minna á fólkið, minna á allt. Uns einhver segir: Þú þarna,....já, þú sem stendur þarna aftast.....við heyrum í þér....við erum að hlusta......gjörðu svo vel. Annars gleymumst við. Og það er þá okkur að kenna. Ekki hinum. Ekki öðrum. Okkur. Höfundur er Vestfirðingur.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar