Engill í Bónus: „Fannst ég ekki eiga þetta skilið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2020 14:40 Guðrún Brynjólfsdóttir stödd fyrir utan Bónus Garðatorgi í hádeginu í dag. vísir/vilhelm „Þetta var mjög skrítin en á sama tíma góð tilfinning. Hefði verið skiljanlegt ef ég hefði verið í vandræðum með að borga, en það var ekki málið svo maður átti engan vegin von á því að þetta gæti gerst. En þetta gefur von, og kallar fram kærleikstilfinningu og hjá mér kallar þetta fram löngun til að gera þetta fyrir fleiri,“ segir Garðbæingurinn Guðrún Brynjólfsdóttir í samtali við Vísi. Pistill hennar á Facebook hefur heldur betur vakið mikla athygli en þar segir hún frá því þegar ókunnug kona hafi tekið upp á því að greiða fyrir vörurnar hennar og það án þess að nefna það við hana. Guðrún hafði gleymt að taka einn hlut inni í búðinni og fékk að stökkva aftur inn í verslunarrýmið til að sækja hann. Þegar hún kom aftur að kassanum hafði konan fyrir aftan hana í röðinni nú þegar greitt fyrir hennar vörur. Guðrún stökk út úr búðinni þar sem hún hélt að konan hefði jafnvel óvart greitt fyrir hennar vörur og vildi fá að millifæra fjárhæðina inn á hana. Atvikið átti sér stað í Bónus í Garðatorgi og náði Guðrún í skottið á konunni fyrir utan verslunina. Sú sagðist einfaldlega hafa langað að greiða vörurnar og óskaði henni gleðilegra jóla. „Fyrstu viðbrögðin mín voru þannig að ég varð miður mín, fannst ég ekki eiga þetta skilið, en þegar ég var búin að hugsa þetta aðeins þá finnst mér að ég eigi það víst skilið af því að ég mun koma þessu á fleiri, og vonandi fá fólk í lið með mér að gera það sama.“ Veitir ekki af í þessu ástandi Hún segir að þetta sé hinn rétti jólandi. „Kærleikur getur aldrei klikkað og að gefa fólki von á aðventunni er sennilega fallegasta jólagjöfin í ár,“ segir Guðrún en eins og áður segir hefur færslan hennar vakið mikil viðbrögð á Facebook. „Ég átti engan vegin von á því, markmið mitt með færslunni var að reyna að finna þessa ungu konu. Þetta vakti góða tilfinningu hjá fólki, og þeim leið vel í hjartanu yfir þessu sem er gott því ekki veitir af í þessu ástandi að hafa eitthvað til að líða vel yfir.“ Guðrún segist ekkert vita hvaða kona þetta var og hefur ekki enn náð sambandi við hana. „Mig langar mikið að tala við hana,“ segir Guðrún en konan greiddi vörur fyrir hana upp á um það bil átta þúsund krónur. „Ég fékk enga kvittun og átta mig ekki alveg á því.“ Jól Garðabær Verslun Grín og gaman Góðverk Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Pistill hennar á Facebook hefur heldur betur vakið mikla athygli en þar segir hún frá því þegar ókunnug kona hafi tekið upp á því að greiða fyrir vörurnar hennar og það án þess að nefna það við hana. Guðrún hafði gleymt að taka einn hlut inni í búðinni og fékk að stökkva aftur inn í verslunarrýmið til að sækja hann. Þegar hún kom aftur að kassanum hafði konan fyrir aftan hana í röðinni nú þegar greitt fyrir hennar vörur. Guðrún stökk út úr búðinni þar sem hún hélt að konan hefði jafnvel óvart greitt fyrir hennar vörur og vildi fá að millifæra fjárhæðina inn á hana. Atvikið átti sér stað í Bónus í Garðatorgi og náði Guðrún í skottið á konunni fyrir utan verslunina. Sú sagðist einfaldlega hafa langað að greiða vörurnar og óskaði henni gleðilegra jóla. „Fyrstu viðbrögðin mín voru þannig að ég varð miður mín, fannst ég ekki eiga þetta skilið, en þegar ég var búin að hugsa þetta aðeins þá finnst mér að ég eigi það víst skilið af því að ég mun koma þessu á fleiri, og vonandi fá fólk í lið með mér að gera það sama.“ Veitir ekki af í þessu ástandi Hún segir að þetta sé hinn rétti jólandi. „Kærleikur getur aldrei klikkað og að gefa fólki von á aðventunni er sennilega fallegasta jólagjöfin í ár,“ segir Guðrún en eins og áður segir hefur færslan hennar vakið mikil viðbrögð á Facebook. „Ég átti engan vegin von á því, markmið mitt með færslunni var að reyna að finna þessa ungu konu. Þetta vakti góða tilfinningu hjá fólki, og þeim leið vel í hjartanu yfir þessu sem er gott því ekki veitir af í þessu ástandi að hafa eitthvað til að líða vel yfir.“ Guðrún segist ekkert vita hvaða kona þetta var og hefur ekki enn náð sambandi við hana. „Mig langar mikið að tala við hana,“ segir Guðrún en konan greiddi vörur fyrir hana upp á um það bil átta þúsund krónur. „Ég fékk enga kvittun og átta mig ekki alveg á því.“
Jól Garðabær Verslun Grín og gaman Góðverk Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira