Engill í Bónus: „Fannst ég ekki eiga þetta skilið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2020 14:40 Guðrún Brynjólfsdóttir stödd fyrir utan Bónus Garðatorgi í hádeginu í dag. vísir/vilhelm „Þetta var mjög skrítin en á sama tíma góð tilfinning. Hefði verið skiljanlegt ef ég hefði verið í vandræðum með að borga, en það var ekki málið svo maður átti engan vegin von á því að þetta gæti gerst. En þetta gefur von, og kallar fram kærleikstilfinningu og hjá mér kallar þetta fram löngun til að gera þetta fyrir fleiri,“ segir Garðbæingurinn Guðrún Brynjólfsdóttir í samtali við Vísi. Pistill hennar á Facebook hefur heldur betur vakið mikla athygli en þar segir hún frá því þegar ókunnug kona hafi tekið upp á því að greiða fyrir vörurnar hennar og það án þess að nefna það við hana. Guðrún hafði gleymt að taka einn hlut inni í búðinni og fékk að stökkva aftur inn í verslunarrýmið til að sækja hann. Þegar hún kom aftur að kassanum hafði konan fyrir aftan hana í röðinni nú þegar greitt fyrir hennar vörur. Guðrún stökk út úr búðinni þar sem hún hélt að konan hefði jafnvel óvart greitt fyrir hennar vörur og vildi fá að millifæra fjárhæðina inn á hana. Atvikið átti sér stað í Bónus í Garðatorgi og náði Guðrún í skottið á konunni fyrir utan verslunina. Sú sagðist einfaldlega hafa langað að greiða vörurnar og óskaði henni gleðilegra jóla. „Fyrstu viðbrögðin mín voru þannig að ég varð miður mín, fannst ég ekki eiga þetta skilið, en þegar ég var búin að hugsa þetta aðeins þá finnst mér að ég eigi það víst skilið af því að ég mun koma þessu á fleiri, og vonandi fá fólk í lið með mér að gera það sama.“ Veitir ekki af í þessu ástandi Hún segir að þetta sé hinn rétti jólandi. „Kærleikur getur aldrei klikkað og að gefa fólki von á aðventunni er sennilega fallegasta jólagjöfin í ár,“ segir Guðrún en eins og áður segir hefur færslan hennar vakið mikil viðbrögð á Facebook. „Ég átti engan vegin von á því, markmið mitt með færslunni var að reyna að finna þessa ungu konu. Þetta vakti góða tilfinningu hjá fólki, og þeim leið vel í hjartanu yfir þessu sem er gott því ekki veitir af í þessu ástandi að hafa eitthvað til að líða vel yfir.“ Guðrún segist ekkert vita hvaða kona þetta var og hefur ekki enn náð sambandi við hana. „Mig langar mikið að tala við hana,“ segir Guðrún en konan greiddi vörur fyrir hana upp á um það bil átta þúsund krónur. „Ég fékk enga kvittun og átta mig ekki alveg á því.“ Jól Garðabær Verslun Grín og gaman Góðverk Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Pistill hennar á Facebook hefur heldur betur vakið mikla athygli en þar segir hún frá því þegar ókunnug kona hafi tekið upp á því að greiða fyrir vörurnar hennar og það án þess að nefna það við hana. Guðrún hafði gleymt að taka einn hlut inni í búðinni og fékk að stökkva aftur inn í verslunarrýmið til að sækja hann. Þegar hún kom aftur að kassanum hafði konan fyrir aftan hana í röðinni nú þegar greitt fyrir hennar vörur. Guðrún stökk út úr búðinni þar sem hún hélt að konan hefði jafnvel óvart greitt fyrir hennar vörur og vildi fá að millifæra fjárhæðina inn á hana. Atvikið átti sér stað í Bónus í Garðatorgi og náði Guðrún í skottið á konunni fyrir utan verslunina. Sú sagðist einfaldlega hafa langað að greiða vörurnar og óskaði henni gleðilegra jóla. „Fyrstu viðbrögðin mín voru þannig að ég varð miður mín, fannst ég ekki eiga þetta skilið, en þegar ég var búin að hugsa þetta aðeins þá finnst mér að ég eigi það víst skilið af því að ég mun koma þessu á fleiri, og vonandi fá fólk í lið með mér að gera það sama.“ Veitir ekki af í þessu ástandi Hún segir að þetta sé hinn rétti jólandi. „Kærleikur getur aldrei klikkað og að gefa fólki von á aðventunni er sennilega fallegasta jólagjöfin í ár,“ segir Guðrún en eins og áður segir hefur færslan hennar vakið mikil viðbrögð á Facebook. „Ég átti engan vegin von á því, markmið mitt með færslunni var að reyna að finna þessa ungu konu. Þetta vakti góða tilfinningu hjá fólki, og þeim leið vel í hjartanu yfir þessu sem er gott því ekki veitir af í þessu ástandi að hafa eitthvað til að líða vel yfir.“ Guðrún segist ekkert vita hvaða kona þetta var og hefur ekki enn náð sambandi við hana. „Mig langar mikið að tala við hana,“ segir Guðrún en konan greiddi vörur fyrir hana upp á um það bil átta þúsund krónur. „Ég fékk enga kvittun og átta mig ekki alveg á því.“
Jól Garðabær Verslun Grín og gaman Góðverk Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira