Komandi ár bjartsýni og vonar Hólmfríður Árnadóttir skrifar 30. desember 2020 19:55 Síðasta ár hefur fyrir marga verið ár hörmunga og jafnvel vonleysis. Þó hefur margt jákvætt átt sér stað, ótrúlega margt ef miðað er við að viðbrögð og úrræði hafa flest snúist um skaðaminnkun og rústabjörgun. Hvort sem um ræðir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki eða stjórnvöld. Ekkert okkar er ósnert af áföllum eða einhverjum sem hefur borið skarðan hlut frá borði. Fyrir utan viðspyrnuaðgerðir hafa ráðherrar okkar hugað sérstaklega að börnum, tekjulágum og öryrkjum, okkar minnstu bræðrum og systrum sem okkur ber skylda til að sinna vel. Lækkun á greiðsluhlutfalli notenda heilbrigðiskerfisins er umtalsverð og nú síðast lækkun á greiðsluhlutfalli vegna leghálssýna sem allar konur eða um helmingur þjóðarinnar nýtur góðs af. Framundan er lækkun komugjalda á heilsugæslu. Þegar kreppir að sjáum við hvað það er mikilvægt, að líta til grunnþarfa okkar: Samvera með börnum okkar og stytting vinnuvikunnar, sem þýðir einnig styttri leikskóladvöl og þá lægri dagvistunargjöld, meiri tími til sjálfbærni og umhverfisvitundar. Þar eru ekki háar upphæðir eða langur tími en fyrsta skrefið og þegar á heildina er litið munar um allt. En kökunni er ekki rétt skipt. Sjálfsagt verður það aldrei þannig en við getum gert okkar besta til að sjá til þess að samfélagið verði réttlátara, að misrétti heyri sögunni til og sameiginlegir sjóðir okkar haldist í okkar eigu og séu til góða fyrir okkur öll. Réttlátara samfélag fyrir alla, þar eigum við spöl eftir að landi. Það á að vera liðin tíð að unga fólkið okkar, sem er að eignast þak yfir höfuðið, mennta sig og ala upp börn, þurfi að velta hverri krónu fyrir sér og stöðugt vona að næstu mánaðarmót komi aðeins fyrr. Að aukavinnu þurfi til að endar nái saman sem leiðir til minni samveru við börnin á þeirra mikilvægustu þroskaárum og stöðugs álags vegna samvirkni alls þessa. Við verðum að halda áfram að styðjaunga fólkið okkar og ein leið er að efla námslánakerfið, minnka greiðsluhlutfall við húsnæðiskaup og uppeldi barna, styðja við menningu, listir, tómstundastarf og efla nýsköpun. Fátækt, í hvað mynd sem hún er, á einnig að heyra sögunni til, þess vegna þurfum við jafnframt að styðja öryrkja og þá efnalitlu af mannvirðingu. Við eigum nefnilega öll rétt á mannsæmandi lífi, tómstundum og tilveru þar sem vonin ríkir. Slíku mun félagshyggjustjórn alltaf standa fyrir. En til þess þurfum við að ná mörgum í okkar lið, við þurfum að landa stórum hluta þingsæta og ná að hafa áhrif í sem flestum ráðuneytum og stjórnum. Aðeins þannig höfum við raunveruleg áhrif. Gleðilegt nýtt ár bjartsýni og kosninga! Höfundur er formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölskyldumál Félagsmál Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Síðasta ár hefur fyrir marga verið ár hörmunga og jafnvel vonleysis. Þó hefur margt jákvætt átt sér stað, ótrúlega margt ef miðað er við að viðbrögð og úrræði hafa flest snúist um skaðaminnkun og rústabjörgun. Hvort sem um ræðir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki eða stjórnvöld. Ekkert okkar er ósnert af áföllum eða einhverjum sem hefur borið skarðan hlut frá borði. Fyrir utan viðspyrnuaðgerðir hafa ráðherrar okkar hugað sérstaklega að börnum, tekjulágum og öryrkjum, okkar minnstu bræðrum og systrum sem okkur ber skylda til að sinna vel. Lækkun á greiðsluhlutfalli notenda heilbrigðiskerfisins er umtalsverð og nú síðast lækkun á greiðsluhlutfalli vegna leghálssýna sem allar konur eða um helmingur þjóðarinnar nýtur góðs af. Framundan er lækkun komugjalda á heilsugæslu. Þegar kreppir að sjáum við hvað það er mikilvægt, að líta til grunnþarfa okkar: Samvera með börnum okkar og stytting vinnuvikunnar, sem þýðir einnig styttri leikskóladvöl og þá lægri dagvistunargjöld, meiri tími til sjálfbærni og umhverfisvitundar. Þar eru ekki háar upphæðir eða langur tími en fyrsta skrefið og þegar á heildina er litið munar um allt. En kökunni er ekki rétt skipt. Sjálfsagt verður það aldrei þannig en við getum gert okkar besta til að sjá til þess að samfélagið verði réttlátara, að misrétti heyri sögunni til og sameiginlegir sjóðir okkar haldist í okkar eigu og séu til góða fyrir okkur öll. Réttlátara samfélag fyrir alla, þar eigum við spöl eftir að landi. Það á að vera liðin tíð að unga fólkið okkar, sem er að eignast þak yfir höfuðið, mennta sig og ala upp börn, þurfi að velta hverri krónu fyrir sér og stöðugt vona að næstu mánaðarmót komi aðeins fyrr. Að aukavinnu þurfi til að endar nái saman sem leiðir til minni samveru við börnin á þeirra mikilvægustu þroskaárum og stöðugs álags vegna samvirkni alls þessa. Við verðum að halda áfram að styðjaunga fólkið okkar og ein leið er að efla námslánakerfið, minnka greiðsluhlutfall við húsnæðiskaup og uppeldi barna, styðja við menningu, listir, tómstundastarf og efla nýsköpun. Fátækt, í hvað mynd sem hún er, á einnig að heyra sögunni til, þess vegna þurfum við jafnframt að styðja öryrkja og þá efnalitlu af mannvirðingu. Við eigum nefnilega öll rétt á mannsæmandi lífi, tómstundum og tilveru þar sem vonin ríkir. Slíku mun félagshyggjustjórn alltaf standa fyrir. En til þess þurfum við að ná mörgum í okkar lið, við þurfum að landa stórum hluta þingsæta og ná að hafa áhrif í sem flestum ráðuneytum og stjórnum. Aðeins þannig höfum við raunveruleg áhrif. Gleðilegt nýtt ár bjartsýni og kosninga! Höfundur er formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar