„Ef forsetinn bregst ekki við mun fólk deyja sem annars hefði lifað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. mars 2020 23:17 Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar, er ekki bjartsýnn á næstu mánuði. Vísir/Getty Ástandið sem nú er uppi í New York-ríki í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 á eftir að versna til muna, ef marka má spár Bill de Blasio, borgarstjóra New York-borgar. Hann segir að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leyti. „Við erum um það bil tíu dögum frá víðtækum skorti,“ hefur BBC eftir borgarstjóranum. „Ef við fáum ekki fleiri öndunarvélar mun fólk deyja.“ New York er það ríki Bandaríkjanna þar sem flest smit hafa verið staðfest, eða tæpur helmingur allra tilfella landsins. Rúmlega 31 þúsund hafa greinst á landsvísu og 390 látist, þar af 114 í New York. Þannig hafa um fimm prósent kórónuveirutilfella heimsins greinst í ríkinu. „Allir Bandaríkjamenn eiga skilið að heyra sannleikann. Ástandið á aðeins eftir að versna. Raunar verða apríl og maí mun verri,“ sagði Blasio í dag. Gagnrýnir Trump harðlega Á föstudag undirritaði Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirlýsingu um að hörmungarástand ríkti í New York. Þannig gat ríkið sótt milljarði dala í neyðaraðstoð úr alríkissjóðum, í stað þess að þurfa að treysta eingöngu á eigið fjármagn. En, Blasio borgarstjóri er þrátt fyrir þennan stuðning gagnrýninn á viðbrögð ríkisstjórnar Trump við heimsfaraldrinum sem nú geisar. Sjá einnig: Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand „Ég get ekki verið nógu afdráttarlaus. Ef forsetinn bregst ekki við, mun fólk deyja sem annars hefði lifað. Þetta verður mesti samdráttur á landsvísu síðan Kreppan mikla varð,“ sagði Blasio. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Getty/pool Læknar víðs vegar um New York-ríki hafa greint frá skorti á heilbrigðisvörum og hlífðarfatnaði til handa framlínufólki í heilbrigðisgeiranum. Fréttir af yfirvofandi skorti á ýmsum nauðsynjavörum af heilbrigðistoga hafa einnig borist frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Þannig hafa stjórnvöld í Kaliforníu sett takmörk á það hverjir geti látið prófa sig fyrir kórónuveirunni. Eins segjast heilbrigðisyfirvöld í Washington-ríki óttast öndunarvélaskort strax í næsta mánuði. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Ástandið sem nú er uppi í New York-ríki í Bandaríkjunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 á eftir að versna til muna, ef marka má spár Bill de Blasio, borgarstjóra New York-borgar. Hann segir að alvarlegur skortur á mikilvægum heilsuvörum sé á næsta leyti. „Við erum um það bil tíu dögum frá víðtækum skorti,“ hefur BBC eftir borgarstjóranum. „Ef við fáum ekki fleiri öndunarvélar mun fólk deyja.“ New York er það ríki Bandaríkjanna þar sem flest smit hafa verið staðfest, eða tæpur helmingur allra tilfella landsins. Rúmlega 31 þúsund hafa greinst á landsvísu og 390 látist, þar af 114 í New York. Þannig hafa um fimm prósent kórónuveirutilfella heimsins greinst í ríkinu. „Allir Bandaríkjamenn eiga skilið að heyra sannleikann. Ástandið á aðeins eftir að versna. Raunar verða apríl og maí mun verri,“ sagði Blasio í dag. Gagnrýnir Trump harðlega Á föstudag undirritaði Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirlýsingu um að hörmungarástand ríkti í New York. Þannig gat ríkið sótt milljarði dala í neyðaraðstoð úr alríkissjóðum, í stað þess að þurfa að treysta eingöngu á eigið fjármagn. En, Blasio borgarstjóri er þrátt fyrir þennan stuðning gagnrýninn á viðbrögð ríkisstjórnar Trump við heimsfaraldrinum sem nú geisar. Sjá einnig: Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand „Ég get ekki verið nógu afdráttarlaus. Ef forsetinn bregst ekki við, mun fólk deyja sem annars hefði lifað. Þetta verður mesti samdráttur á landsvísu síðan Kreppan mikla varð,“ sagði Blasio. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Getty/pool Læknar víðs vegar um New York-ríki hafa greint frá skorti á heilbrigðisvörum og hlífðarfatnaði til handa framlínufólki í heilbrigðisgeiranum. Fréttir af yfirvofandi skorti á ýmsum nauðsynjavörum af heilbrigðistoga hafa einnig borist frá öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Þannig hafa stjórnvöld í Kaliforníu sett takmörk á það hverjir geti látið prófa sig fyrir kórónuveirunni. Eins segjast heilbrigðisyfirvöld í Washington-ríki óttast öndunarvélaskort strax í næsta mánuði.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira