New York kallar eftir hjálp Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 23:12 Það var fámennt á götum New York í dag. AP/Craig Ruttle Smituðum fjölgar hratt í New York í Bandaríkjunum en rúmlega 300 manns hafa látið lífið í ríkinu vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, kallaði í kvöld eftir hjálp frá alríkinu og sagði embættismenn hafa vanmetið faraldurinn. Búist er við því að allt að 140 þúsund smitist á næstu vikum og að heilbrigðiskerfi ríkisins muni ekki ráða við það. Rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa greinst í Bandaríkjunum og tæplega helmingur þeirra í New York. Cuomo sagði á blaðamannafundi í kvöld að ekki hefði tekist að teygja úr kúrvunni, eins og það er kallað, og að hápunkturinn yrði hærri en gert hefði verið ráð fyrir og honum yrði náð fyrr en áætlað væri. „Við þurfum hjálp ríkisstjórnarinnar og við þurfum hana strax,“ sagði Cuomo. Ríkisstjórinn sagði einnig að fjöldi smitaðra væri nú að tvöfaldast á hverjum þremur dögum. Borginni New York hefur svo gott sem verið lokað og samkvæmt könnun sem New York Times vitnar í, hefur einn af hverjum þremur misst vinnu vegna faraldursins eða býr með aðila sem misst hefur vinnu. Þá hefur Hvíta húsið tilkynnt að hver sá sem fari frá New York skuli fara í tveggja vikna sóttkví. Cuomo vandaði ríkisstjórn Donald Trump ekki kveðjurnar á fundinum í kvöld og þá sérstaklega það að New York hefði einungis fengið 400 öndunarvélar frá alríkinu. Þörf væri á um 30 þúsund vélum en í dag væru þær einungis um sjö þúsund. Trump ítrekaði í kvöld að hann vildi létta á takmörkunum í Bandaríkjunum til að verja efnahag ríkisins. Sagðist hann vilja gera það fyrir páska, eða á þremur vikum. Hann hefur sagt að lækningin megi ekki vera verri en sjúkdómurinn og aðrir íhaldsmenn halda því fram að efnahagslegur óstöðugleiki muni til lengri tíma kosta fleiri líf en kórónuveiran. „Yrði það ekki frábært að hafa allar kirkjurnar fullar,“ sagði Trump í umræðuþætti Fox News. „Kirkjur víðsvegar um landið verða fullar.“ Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump sagði í kvöld að ekki væri hægt að loka Bandaríkjunum. Hann gaf einnig í skyn að ríkisstjórn hans myndu ekki hjálpa tilteknum ríkjum ef ríkisstjórar þeirra væru ekki almennilegir við hann. „Því fyrr sem við hættum þessu, því betra.“ Sérfræðingar segja að það að fella niður takmarkanir og samkomubönn fyrir páska myndi hafa slæmar afleiðingar. Cuomo virtist sammála þeim, því á blaðamannafundinum í dag sagði hann ekki hægt að setja verðmiða á mannslíf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 24. mars 2020 18:50 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Útgöngubann sett á í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 23. mars 2020 20:54 250 þúsund króna sekt eftir að hafa farið smitaður í gleðskap Ungur einstaklingur smitaður af kórónuveirunni í Noregi hefur verið sektaður um 20 þúsund norskar krónur fyrir að hafa farið í gleðskap um helgina. 23. mars 2020 18:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Smituðum fjölgar hratt í New York í Bandaríkjunum en rúmlega 300 manns hafa látið lífið í ríkinu vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, kallaði í kvöld eftir hjálp frá alríkinu og sagði embættismenn hafa vanmetið faraldurinn. Búist er við því að allt að 140 þúsund smitist á næstu vikum og að heilbrigðiskerfi ríkisins muni ekki ráða við það. Rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa greinst í Bandaríkjunum og tæplega helmingur þeirra í New York. Cuomo sagði á blaðamannafundi í kvöld að ekki hefði tekist að teygja úr kúrvunni, eins og það er kallað, og að hápunkturinn yrði hærri en gert hefði verið ráð fyrir og honum yrði náð fyrr en áætlað væri. „Við þurfum hjálp ríkisstjórnarinnar og við þurfum hana strax,“ sagði Cuomo. Ríkisstjórinn sagði einnig að fjöldi smitaðra væri nú að tvöfaldast á hverjum þremur dögum. Borginni New York hefur svo gott sem verið lokað og samkvæmt könnun sem New York Times vitnar í, hefur einn af hverjum þremur misst vinnu vegna faraldursins eða býr með aðila sem misst hefur vinnu. Þá hefur Hvíta húsið tilkynnt að hver sá sem fari frá New York skuli fara í tveggja vikna sóttkví. Cuomo vandaði ríkisstjórn Donald Trump ekki kveðjurnar á fundinum í kvöld og þá sérstaklega það að New York hefði einungis fengið 400 öndunarvélar frá alríkinu. Þörf væri á um 30 þúsund vélum en í dag væru þær einungis um sjö þúsund. Trump ítrekaði í kvöld að hann vildi létta á takmörkunum í Bandaríkjunum til að verja efnahag ríkisins. Sagðist hann vilja gera það fyrir páska, eða á þremur vikum. Hann hefur sagt að lækningin megi ekki vera verri en sjúkdómurinn og aðrir íhaldsmenn halda því fram að efnahagslegur óstöðugleiki muni til lengri tíma kosta fleiri líf en kórónuveiran. „Yrði það ekki frábært að hafa allar kirkjurnar fullar,“ sagði Trump í umræðuþætti Fox News. „Kirkjur víðsvegar um landið verða fullar.“ Sjá einnig: Trump talar um að slaka á takmörkunum eftir að mjólkurkúm hans var lokað Trump sagði í kvöld að ekki væri hægt að loka Bandaríkjunum. Hann gaf einnig í skyn að ríkisstjórn hans myndu ekki hjálpa tilteknum ríkjum ef ríkisstjórar þeirra væru ekki almennilegir við hann. „Því fyrr sem við hættum þessu, því betra.“ Sérfræðingar segja að það að fella niður takmarkanir og samkomubönn fyrir páska myndi hafa slæmar afleiðingar. Cuomo virtist sammála þeim, því á blaðamannafundinum í dag sagði hann ekki hægt að setja verðmiða á mannslíf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 24. mars 2020 18:50 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Útgöngubann sett á í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 23. mars 2020 20:54 250 þúsund króna sekt eftir að hafa farið smitaður í gleðskap Ungur einstaklingur smitaður af kórónuveirunni í Noregi hefur verið sektaður um 20 þúsund norskar krónur fyrir að hafa farið í gleðskap um helgina. 23. mars 2020 18:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 24. mars 2020 18:50
Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50
Útgöngubann sett á í Bretlandi Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. 23. mars 2020 20:54
250 þúsund króna sekt eftir að hafa farið smitaður í gleðskap Ungur einstaklingur smitaður af kórónuveirunni í Noregi hefur verið sektaður um 20 þúsund norskar krónur fyrir að hafa farið í gleðskap um helgina. 23. mars 2020 18:00