Stuðningsmenn Chelsea völdu Eið Smára meðal þeirra 25 bestu í sögu félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 08:30 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki með Chelsea á móti Arsenal á Highbury í desember 2004. Getty/ Ben Radford Stuðningsmenn Chelsea hafa notað fótboltaleysið á tímum kórónuveirunnar til að velja 25 bestu leikmenn félagsins frá upphafi. Chelsea fólkið fór inn á Ranker síðuna og völdu og röðuðu 25 bestu leikmönnunum í sögu félagsins frá sæti 25 niður í þann besta. Það hafa margir frábærir fótboltamenn spilað fyrir Chelsea en það þarf ekki að koma mikið á óvart að margir leikmenn liðsins í tíð rússneska eigandans Roman Abramovich séu á listanum enda hefur gullaldartíð Chelsea liðsins verið eftir að hann eignaðist félagið árið 2003. ?? 16 - Cesar Azpilicueta?? 10 - Ruud Gullit?? 5 - Gianfranco ZolaSo. Many. Legends! ??https://t.co/E22zwKmXhI— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 28, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen er einn af þeim sem spilaði með Chelsea bæði fyrir og eftir yfirtöku Roman Abramovich og átti hann frábær tímabil á báðum tímum. Stuðningsmenn Chelsea eru líka ekki búnir að gleyma því sem Eiður Smári gerði fyrir félagið en hann var með 54 mörk og 27 stoðsendingar í 186 deildarleikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér marki fyrir Chelsea á móti sínum gömlu félögum í Bolton Wanderers á Stamford Bridge.Getty/Clive Rose Eiður Smári er í 23. sæti á listanum, næst á eftir þeim Dennis Wise og Jimmy Greaves en á undan þeim Arjen Robben og Nicolas Anelka. GiveMeSport tók upp lista Chelsea fólksins á Ranker síðunni og skrifaði smá texta um framlag hvers og eins. „Virkilega vanmetinn framherji. Íslenska hetjan var lykilmaður í liðinu áður en Abramovich kom og var síðan hluti af liðinu sem vann fyrstu tvo Englandsmeistaratitlana eftir að rússinn eignaðist félagið,“ segir um Eið Smára Guðjohnsen. Það vekur síðan vissulega athygli að hvorki John Terry né Frank Lampard eru í efsta sætinu en það eru líklega þeir tveir leikmenn sem flestir myndu áætla að fengju fyrsta sætið. watch on YouTube John Terry er einn öflugasti miðvörðurinn og fyrirliðinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og Frank Lampard er ekki aðeins einn allra besti miðjumaðurinn í sögu ensku deildarinnar heldur er hann markahæsti leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með 147 mörk. Það var aftur á móti framherjinn Didier Drogba sem tók það. Didier Drogba var mjög sigursæll með félaginu og hann skoraði alltaf í stóru leikjunum, meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Chelsea vann loks Meistaradeildina. Didier Drogba skoraði alls 104 mörk fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. watch on YouTube Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. 25. mars 2020 11:30 Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hafa notað fótboltaleysið á tímum kórónuveirunnar til að velja 25 bestu leikmenn félagsins frá upphafi. Chelsea fólkið fór inn á Ranker síðuna og völdu og röðuðu 25 bestu leikmönnunum í sögu félagsins frá sæti 25 niður í þann besta. Það hafa margir frábærir fótboltamenn spilað fyrir Chelsea en það þarf ekki að koma mikið á óvart að margir leikmenn liðsins í tíð rússneska eigandans Roman Abramovich séu á listanum enda hefur gullaldartíð Chelsea liðsins verið eftir að hann eignaðist félagið árið 2003. ?? 16 - Cesar Azpilicueta?? 10 - Ruud Gullit?? 5 - Gianfranco ZolaSo. Many. Legends! ??https://t.co/E22zwKmXhI— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 28, 2020 Eiður Smári Guðjohnsen er einn af þeim sem spilaði með Chelsea bæði fyrir og eftir yfirtöku Roman Abramovich og átti hann frábær tímabil á báðum tímum. Stuðningsmenn Chelsea eru líka ekki búnir að gleyma því sem Eiður Smári gerði fyrir félagið en hann var með 54 mörk og 27 stoðsendingar í 186 deildarleikjum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér marki fyrir Chelsea á móti sínum gömlu félögum í Bolton Wanderers á Stamford Bridge.Getty/Clive Rose Eiður Smári er í 23. sæti á listanum, næst á eftir þeim Dennis Wise og Jimmy Greaves en á undan þeim Arjen Robben og Nicolas Anelka. GiveMeSport tók upp lista Chelsea fólksins á Ranker síðunni og skrifaði smá texta um framlag hvers og eins. „Virkilega vanmetinn framherji. Íslenska hetjan var lykilmaður í liðinu áður en Abramovich kom og var síðan hluti af liðinu sem vann fyrstu tvo Englandsmeistaratitlana eftir að rússinn eignaðist félagið,“ segir um Eið Smára Guðjohnsen. Það vekur síðan vissulega athygli að hvorki John Terry né Frank Lampard eru í efsta sætinu en það eru líklega þeir tveir leikmenn sem flestir myndu áætla að fengju fyrsta sætið. watch on YouTube John Terry er einn öflugasti miðvörðurinn og fyrirliðinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og Frank Lampard er ekki aðeins einn allra besti miðjumaðurinn í sögu ensku deildarinnar heldur er hann markahæsti leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni með 147 mörk. Það var aftur á móti framherjinn Didier Drogba sem tók það. Didier Drogba var mjög sigursæll með félaginu og hann skoraði alltaf í stóru leikjunum, meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Chelsea vann loks Meistaradeildina. Didier Drogba skoraði alls 104 mörk fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. watch on YouTube
Enski boltinn Tengdar fréttir Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. 25. mars 2020 11:30 Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. 26. mars 2020 21:00
Eiður Smári sér eftir því að hafa ekki rifið í Guardiola og beðið hann um að setja sig inn á í úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen hefði viljað taka þátt í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2009, þótt það hefði ekki verið nema í mínútu. 25. mars 2020 11:30
Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00