Sir Alex Ferguson mætti á leynifundinn með Cantona aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 11:30 Sir Alex Ferguson, hinn sigursæli knattspyrnustjóri Manchester United með þeim Eric Cantona og Ryan Giggs. Getty/Harry Goodwin Eric Cantona vann sex stóra titla með Manchester United á árunum 1993 til 1997 en það munaði litlu að hann hætti hjá félaginu árið 1995. Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona var dæmdur í níu mánaða bann fyrir að sparka í áhorfenda þegar hann var á leið af velli eftir að hafa verið rekinn út af í leik gegn Crystal Palace í janúarmánuði 1995. Cantona var allt annað en sáttur með þennan harða dóm og taldi að enska úrvalsdeildin væri á móti sér. Í framhaldinu var hann sagður vera búinn að ákveða það að hætta í ensku deildinni. Það hefði verið mikið áfall fyrir Manchester United enda hafði Eric Cantona verið maðurinn á bak við tvo fyrstu meistaratitla Manchester United (1993 og 1994) síðan á sjöunda áratugnum. Sir Alex Ferguson þurfti að gera eitthvað til að leysa málið og ákvað að fara til Parísar. Sir Alex Ferguson's Harley-Davidson road trip to convince Eric Cantona not to quit Man Utd | @MikeWaltersMGM https://t.co/HyF6Wtx2zw pic.twitter.com/dibc393TGD— Mirror Football (@MirrorFootball) March 29, 2020 Sagan um fundinn í París kemur fram í nýrri bók um Eric Cantona sem heitir „King Eric - Portrait Of the Artist Who Changed English Football“ en ensku miðlarnir hafa verið að birta brot úr henni. Eric Cantona var í algjöru banni frá Manchester United á þessum tíma og mátti ekki vera í kringum liðið. Hann hélt sér því í útlegð í París. „Það var eðlilegt fyrir hann að finnast vera einangraður og gleymdur,“ sagði Sir Alex Ferguson. Sir Alex Ferguson hefur líka rifjað þennan fund upp í sinni ævisögu og þá sérstaklega sjálfu ferðalaginu. Sir Alex Ferguson fór til London á bókarkynningu eftir einn leik Manchester United en hann skaust um leið aðeins til Parísar til að hitta Eric Cantona á leynifundi. Ferguson fékk far í gegnum stræti Parísarborgar aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Jean-Jacques Amorfini sem var lögfræðingur Eric Cantona. Eric Cantona og Sir Alex hittust á tómum veitingastað en eigandinn hafði gert Cantona þann greiða að loka honum fyrir hann. Alex Ferguson og Eric Cantona með bikarana eftir að Manchester United vann tvöfalt 1995-96 tímablið sem var fyrsta tímabilið eftir leynifundinn í París.Getty/Shaun Botterill Ferguson og Cantona áttu þar góða kvöldstund og Sir Alex gat fullvissað sinn mann um að hann og félagið myndu styðja vel við bakið á honum. Þeir félagar ræddu góðar stundir inn á fótboltavellinum og Cantona hætti við að hætta. Eric Cantona snéri aftur í Manchester United liðið í október 1995 og tók smá tíma að komast aftur í leikform. Hann og liðið var aftur á móti á miklu flugi eftir áramót og vann bæði ensku deildina og enska bikarinn vorið 1996. Eric Cantona vann ensku deildina síðan í fjórða sinn á fimm tímabilum vorið 1997 en ákvað þá óvænt að setja skóna upp á hillu aðeins 31 árs gamall. Eina tímabilið sem Cantona vann ekki enska titilinn með Manchester United var tímabilið þegar hann missti af lokakaflanum vegna kung fú sparksins. Enski boltinn Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Eric Cantona vann sex stóra titla með Manchester United á árunum 1993 til 1997 en það munaði litlu að hann hætti hjá félaginu árið 1995. Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantona var dæmdur í níu mánaða bann fyrir að sparka í áhorfenda þegar hann var á leið af velli eftir að hafa verið rekinn út af í leik gegn Crystal Palace í janúarmánuði 1995. Cantona var allt annað en sáttur með þennan harða dóm og taldi að enska úrvalsdeildin væri á móti sér. Í framhaldinu var hann sagður vera búinn að ákveða það að hætta í ensku deildinni. Það hefði verið mikið áfall fyrir Manchester United enda hafði Eric Cantona verið maðurinn á bak við tvo fyrstu meistaratitla Manchester United (1993 og 1994) síðan á sjöunda áratugnum. Sir Alex Ferguson þurfti að gera eitthvað til að leysa málið og ákvað að fara til Parísar. Sir Alex Ferguson's Harley-Davidson road trip to convince Eric Cantona not to quit Man Utd | @MikeWaltersMGM https://t.co/HyF6Wtx2zw pic.twitter.com/dibc393TGD— Mirror Football (@MirrorFootball) March 29, 2020 Sagan um fundinn í París kemur fram í nýrri bók um Eric Cantona sem heitir „King Eric - Portrait Of the Artist Who Changed English Football“ en ensku miðlarnir hafa verið að birta brot úr henni. Eric Cantona var í algjöru banni frá Manchester United á þessum tíma og mátti ekki vera í kringum liðið. Hann hélt sér því í útlegð í París. „Það var eðlilegt fyrir hann að finnast vera einangraður og gleymdur,“ sagði Sir Alex Ferguson. Sir Alex Ferguson hefur líka rifjað þennan fund upp í sinni ævisögu og þá sérstaklega sjálfu ferðalaginu. Sir Alex Ferguson fór til London á bókarkynningu eftir einn leik Manchester United en hann skaust um leið aðeins til Parísar til að hitta Eric Cantona á leynifundi. Ferguson fékk far í gegnum stræti Parísarborgar aftan á Harley-Davidson mótorhjóli Jean-Jacques Amorfini sem var lögfræðingur Eric Cantona. Eric Cantona og Sir Alex hittust á tómum veitingastað en eigandinn hafði gert Cantona þann greiða að loka honum fyrir hann. Alex Ferguson og Eric Cantona með bikarana eftir að Manchester United vann tvöfalt 1995-96 tímablið sem var fyrsta tímabilið eftir leynifundinn í París.Getty/Shaun Botterill Ferguson og Cantona áttu þar góða kvöldstund og Sir Alex gat fullvissað sinn mann um að hann og félagið myndu styðja vel við bakið á honum. Þeir félagar ræddu góðar stundir inn á fótboltavellinum og Cantona hætti við að hætta. Eric Cantona snéri aftur í Manchester United liðið í október 1995 og tók smá tíma að komast aftur í leikform. Hann og liðið var aftur á móti á miklu flugi eftir áramót og vann bæði ensku deildina og enska bikarinn vorið 1996. Eric Cantona vann ensku deildina síðan í fjórða sinn á fimm tímabilum vorið 1997 en ákvað þá óvænt að setja skóna upp á hillu aðeins 31 árs gamall. Eina tímabilið sem Cantona vann ekki enska titilinn með Manchester United var tímabilið þegar hann missti af lokakaflanum vegna kung fú sparksins.
Enski boltinn Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira