Þrír blaðamenn Liverpool Echo gefa Gylfa einkunn fyrir tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton á móti Bournemouth á Goodison Park. Framtíð hans hjá félaginu er í uppnámi samkvæmt fréttum frá Liverpool. Getty/Simon Stacpoole Gylfi Þór Sigurðsson er til skoðunar hjá staðarblaðinu Liverpool Echo en mikil umræða hefur verið um framtíð okkar manns á Goodison Park. Blaðamennirnir Phil Kirkbride, Sam Carroll og Theo Squires litu yfir 2019-20 tímabilið hjá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og gáfu honum einkunn. Það er óhætt að segja að af þeirra mati hafi Gylfi spilað langt undir væntingum á þessu tímabilið þar sem hann er með eitt mark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Greinin í Liverpool Echo hefst á því að segja að tíminn sé í raun runninn út hjá Gylfa hjá Everton og að framtíð hans hljóti að vera annars staðar en á Goodison Park. Gylfi Sigurdsson becomes symbol of Everton past as fall from grace leaves time running out #EFC https://t.co/J42v33E4F4— Everton FC News (@LivEchoEFC) April 19, 2020 Phil Kirkbride gefur Gylfa fimm af tíu mögulegum. Hann nær því en bara rétt svo. „Hvort sem það sé rétt eða rangt þá hefur Gylfi breyst í táknmynd vonbrigða síðustu ára sem stuðningsmenn Everton vilja skilja við í næstu framtíð,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi spilar hægari fótbolta en stuðningsmennirnir vilja sjá og í honum sjá þeir einn eitt dæmið um dýran leikmann sem hefur ekki staðið undir þeim verðmiða. Hann er ekki sá eini,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi hefur líka verið látinn spila í stöðu sem hentar honum ekki eða á miðri miðjunni. Samt sem áður hefur hann spilað alla nema þrjá leiki þar sem meiðsli og veikindi héldu honum frá. Hann hefur því enn traust þjálfaraliðsins,“ skrifar Kirkbride. Sam Carroll gefur Gylfa líka fimm af tíu mögulegum en hann finnur til með okkar manni. „Gylfi Sigurðsson bað ekki um að Everton gerði hann að dýrasti leikmanni félagsins eða um umrótið sem varð við komu hans. Stundum viltu samt bara fá aðeins meira frá honum þegar hann og liðið lendir í mótlætið kemur,“ skrifar Sam Carroll. „Þetta hefur líka verið erfitt. Þetta hefur verið erfitt fyrir Everton og fyrir leikmennina sem hafa verið þarna síðan að Koeman réði ríkjum. Ný staða á vellinum hefur takmarkað framlag hans í sóknarleiknum og það vakna ferskar spurningar í sumar. Það er eins og hann sé að renna út á tíma,“ skrifaði Sam Carroll. Theo Squires gefur Gylfa aðeins fjóra eða falleinkunn. „Gylfi Sigurðsson hefur átt erfitt tímabil hjá Everton. Eitt úrvalsdeildarmark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum er ekki eitthvað sem þú býst við frá 40 milljón punda sóknarmiðjumanni,“ skrifaði Theo Squires. Enski boltinn Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er til skoðunar hjá staðarblaðinu Liverpool Echo en mikil umræða hefur verið um framtíð okkar manns á Goodison Park. Blaðamennirnir Phil Kirkbride, Sam Carroll og Theo Squires litu yfir 2019-20 tímabilið hjá íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni og gáfu honum einkunn. Það er óhætt að segja að af þeirra mati hafi Gylfi spilað langt undir væntingum á þessu tímabilið þar sem hann er með eitt mark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Greinin í Liverpool Echo hefst á því að segja að tíminn sé í raun runninn út hjá Gylfa hjá Everton og að framtíð hans hljóti að vera annars staðar en á Goodison Park. Gylfi Sigurdsson becomes symbol of Everton past as fall from grace leaves time running out #EFC https://t.co/J42v33E4F4— Everton FC News (@LivEchoEFC) April 19, 2020 Phil Kirkbride gefur Gylfa fimm af tíu mögulegum. Hann nær því en bara rétt svo. „Hvort sem það sé rétt eða rangt þá hefur Gylfi breyst í táknmynd vonbrigða síðustu ára sem stuðningsmenn Everton vilja skilja við í næstu framtíð,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi spilar hægari fótbolta en stuðningsmennirnir vilja sjá og í honum sjá þeir einn eitt dæmið um dýran leikmann sem hefur ekki staðið undir þeim verðmiða. Hann er ekki sá eini,“ skrifar Phil Kirkbride. „Gylfi hefur líka verið látinn spila í stöðu sem hentar honum ekki eða á miðri miðjunni. Samt sem áður hefur hann spilað alla nema þrjá leiki þar sem meiðsli og veikindi héldu honum frá. Hann hefur því enn traust þjálfaraliðsins,“ skrifar Kirkbride. Sam Carroll gefur Gylfa líka fimm af tíu mögulegum en hann finnur til með okkar manni. „Gylfi Sigurðsson bað ekki um að Everton gerði hann að dýrasti leikmanni félagsins eða um umrótið sem varð við komu hans. Stundum viltu samt bara fá aðeins meira frá honum þegar hann og liðið lendir í mótlætið kemur,“ skrifar Sam Carroll. „Þetta hefur líka verið erfitt. Þetta hefur verið erfitt fyrir Everton og fyrir leikmennina sem hafa verið þarna síðan að Koeman réði ríkjum. Ný staða á vellinum hefur takmarkað framlag hans í sóknarleiknum og það vakna ferskar spurningar í sumar. Það er eins og hann sé að renna út á tíma,“ skrifaði Sam Carroll. Theo Squires gefur Gylfa aðeins fjóra eða falleinkunn. „Gylfi Sigurðsson hefur átt erfitt tímabil hjá Everton. Eitt úrvalsdeildarmark og tvær stoðsendingar í 26 leikjum er ekki eitthvað sem þú býst við frá 40 milljón punda sóknarmiðjumanni,“ skrifaði Theo Squires.
Enski boltinn Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira