Körfubolti

Helena meðal bestu leikmanna sem hafa aldrei leikið á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena í landsleik gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni.
Helena í landsleik gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni. vísir/bára

Helena Sverrisdóttir er meðal bestu leikmanna sem hafa aldrei spilað á EM í körfubolta.

Á Twitter-síðu Evrópumótsins er spurt hvaða leikmaður sem hefur aldrei leikið í lokakeppni EM sé í uppáhaldi hjá þér.

Fimm leikmenn eru nefndir. Auk Helenu eru það Alysha Clark, leikmaður ísraelska landsliðsins, Emese Hof frá Hollandi, Portúgalinn Sofia da Silva og hin bosníska Marica Gajic.

Helena hefur leikið með íslenska landsliðinu síðan 2002, alls 77 landsleiki. Aðeins Hildur Sigurðardóttir hefur leikið fleiri (79).

Ísland er án sigurs eftir fyrstu tvo leiki sína í A-riðli undankeppni EM 2021 sem Frakkland og Spánn halda í sameiningu.

Íslenska liðið tapaði 69-84 fyrir Búlgaríu í Laugardalshöllinni og steinlá svo fyrir Grikklandi á útivelli, 89-54.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×