Munu sökkva bátum frá Íran sem áreita herskip Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2020 18:24 Ellefu bátum Byltingarvarða Íran var siglt upp að bandarískum herskipum á alþjóðlegu hafsvæði. AP/Sjóher Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa gefið þá skipun að sjóliðar sökkvi írönskum bátum sem siglt sé of nærri bandarískum herskipum og séu notaðir til að áreita herskipin. Sjóher Bandaríkjanna sagði frá því í síðustu viku að ellefu bátum Byltingarvarða Íran hafi verið siglt upp að bandarískum herskipum í Persaflóa, á alþjóðlegu hafsvæði. Í um klukkustund var skilaboðum og viðvörunum bandarískra sjóliða ekki svarað og héldu Íranarnir áfram að sigla í kringum herskipin í mikilli nálægð. Trump sagði frá skipun sinni í tísti í dag. David Norquist, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði það til marks um að bandarískir sjóliðar hefðu rétt á sjálfsvörn. I have instructed the United States Navy to shoot down and destroy any and all Iranian gunboats if they harass our ships at sea.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 22, 2020 John Hyten, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, var á sama blaðamannafundi og Norquist og vildi hann ekki segja hvort að aðgerðum Írana í síðustu viku hefði verið svarað með skothríð, hefði Trump gefið umrædda skipun fyrir það. Hann sagði þó að það væri vel hægt að túlka það að menn miði byssum á bandarísk herskip sem ógnandi hegðun. Hér má sjá myndband sem Sjóherinn sendi frá sér í síðustu viku. BREAKING: 11 Iranian #IRGCN vessels repeatedly conducted dangerous & harassing approaches against U.S. naval ships operating in international waters of North Arabian Gulf. U.S. crews took actions deemed appropriate to avoid collision.Details: https://t.co/ZVKPKv738o pic.twitter.com/lKJgDz0l2N— U.S. Navy (@USNavy) April 15, 2020 Talsmaður Byltingarvarða Íran, sagði í samtali við AP fréttaveituna að Trump væri að níðast á Íran og hann ætti þess í stað að einbeita sér að þeim sjóliðum Bandaríkjanna sem hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þá tilkynntu yfirvöld Íran í dag að fyrsta hernaðar-gervihnetti ríkisins hafi verið skotið á loft. Sérfræðingar sem fylgjast með ríkinu segja tæknina sem þurfi til þess til marks um að ríkið gæti þróað langdrægar eldflaugar. Donald Trump Bandaríkin Íran Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa gefið þá skipun að sjóliðar sökkvi írönskum bátum sem siglt sé of nærri bandarískum herskipum og séu notaðir til að áreita herskipin. Sjóher Bandaríkjanna sagði frá því í síðustu viku að ellefu bátum Byltingarvarða Íran hafi verið siglt upp að bandarískum herskipum í Persaflóa, á alþjóðlegu hafsvæði. Í um klukkustund var skilaboðum og viðvörunum bandarískra sjóliða ekki svarað og héldu Íranarnir áfram að sigla í kringum herskipin í mikilli nálægð. Trump sagði frá skipun sinni í tísti í dag. David Norquist, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði það til marks um að bandarískir sjóliðar hefðu rétt á sjálfsvörn. I have instructed the United States Navy to shoot down and destroy any and all Iranian gunboats if they harass our ships at sea.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 22, 2020 John Hyten, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, var á sama blaðamannafundi og Norquist og vildi hann ekki segja hvort að aðgerðum Írana í síðustu viku hefði verið svarað með skothríð, hefði Trump gefið umrædda skipun fyrir það. Hann sagði þó að það væri vel hægt að túlka það að menn miði byssum á bandarísk herskip sem ógnandi hegðun. Hér má sjá myndband sem Sjóherinn sendi frá sér í síðustu viku. BREAKING: 11 Iranian #IRGCN vessels repeatedly conducted dangerous & harassing approaches against U.S. naval ships operating in international waters of North Arabian Gulf. U.S. crews took actions deemed appropriate to avoid collision.Details: https://t.co/ZVKPKv738o pic.twitter.com/lKJgDz0l2N— U.S. Navy (@USNavy) April 15, 2020 Talsmaður Byltingarvarða Íran, sagði í samtali við AP fréttaveituna að Trump væri að níðast á Íran og hann ætti þess í stað að einbeita sér að þeim sjóliðum Bandaríkjanna sem hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þá tilkynntu yfirvöld Íran í dag að fyrsta hernaðar-gervihnetti ríkisins hafi verið skotið á loft. Sérfræðingar sem fylgjast með ríkinu segja tæknina sem þurfi til þess til marks um að ríkið gæti þróað langdrægar eldflaugar.
Donald Trump Bandaríkin Íran Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent