Heilbrigð skref Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 23. apríl 2020 08:00 Það hefur mætt mikið á heilbrigðiskerfinu og starfsfólki þar í faraldrinum sem við göngum í gegnum. Á hverjum degi heyrum við sögur af óeigingjörnu starfi heilbrigðisstarfsfólks, bæði þeirra sem voru í föstu starfi fyrir og einnig bakvarða. Framan af mikið álag í heilsugæslunni við sýnatökur við erfiðar aðstæður og undanfarnar vikur á almennum deildum og gjörgæslum. Álagið mun síðan aukast á fleiri sviðum, heilsugæslan mun aftur fá aukningu ef að líkum lætur og líkt og í hruninu er líklegt að álag á geðheilbrigðisþjónustu aukist. Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar númer tvö kemur til móts við þessar staðreyndir. Horft er sérstaklega til þeirra hluta heilbrigðiskerfisins sem hafa verið undir mestu beinu álagi vegna COVID með sérstöku framlagi til starfsfólks. Þannig sýna stjórnvöld í verki að framlag þessa starfsfólks í baráttunni skiptir máli. Áfram mun reyna verulega á innviði heilbrigðiskerfisins. Þá mun einnig hjálpa sú stefna sem tekin var í upphafi kjörtímabilsins að bæta verulega í innviði og rekstur heilbrigðisþjónustu. Í pakkanum er einnig horft fram á veginn og bætt verulega í þá þætti sem snúa að geðheilbrigði. Þannig er veitt auknu fé til sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum sem fyrsta stigs þjónustu, og einnig settir fjármunir í að styrkja geðlæknaþjónustu og geðheilbrigðisteymin í öllum heilbrigðisumdæmum. Áherslan sem hér birtist á geðheilbrigðismál er ekki gisk út í loftið heldur byggð á reynslu, bæði af síðustu kreppu og þeim skilaboðum sem þegar hafa komið í tengslum við faraldurinn. Það er algerlega ljóst að enn eiga eftir að koma upp þættir í þessum faraldri sem enginn sá fyrir. Við vitum ekki hvernig spilast úr þegar við losum um samkomubann, við vitum ekki hvernig staðan breytist þegar við byrjum að hreyfa okkur meira um landið, koma meira saman. Aðgerðir stjórnvalda nú taka mið af því. Hér er ekki verið að setja fram neina lokalausn, heldur skynsamlegt skref. Næstu skref munu svo ráðast af því hvernig faraldurinn þróast í vor og í sumar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur mætt mikið á heilbrigðiskerfinu og starfsfólki þar í faraldrinum sem við göngum í gegnum. Á hverjum degi heyrum við sögur af óeigingjörnu starfi heilbrigðisstarfsfólks, bæði þeirra sem voru í föstu starfi fyrir og einnig bakvarða. Framan af mikið álag í heilsugæslunni við sýnatökur við erfiðar aðstæður og undanfarnar vikur á almennum deildum og gjörgæslum. Álagið mun síðan aukast á fleiri sviðum, heilsugæslan mun aftur fá aukningu ef að líkum lætur og líkt og í hruninu er líklegt að álag á geðheilbrigðisþjónustu aukist. Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar númer tvö kemur til móts við þessar staðreyndir. Horft er sérstaklega til þeirra hluta heilbrigðiskerfisins sem hafa verið undir mestu beinu álagi vegna COVID með sérstöku framlagi til starfsfólks. Þannig sýna stjórnvöld í verki að framlag þessa starfsfólks í baráttunni skiptir máli. Áfram mun reyna verulega á innviði heilbrigðiskerfisins. Þá mun einnig hjálpa sú stefna sem tekin var í upphafi kjörtímabilsins að bæta verulega í innviði og rekstur heilbrigðisþjónustu. Í pakkanum er einnig horft fram á veginn og bætt verulega í þá þætti sem snúa að geðheilbrigði. Þannig er veitt auknu fé til sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum sem fyrsta stigs þjónustu, og einnig settir fjármunir í að styrkja geðlæknaþjónustu og geðheilbrigðisteymin í öllum heilbrigðisumdæmum. Áherslan sem hér birtist á geðheilbrigðismál er ekki gisk út í loftið heldur byggð á reynslu, bæði af síðustu kreppu og þeim skilaboðum sem þegar hafa komið í tengslum við faraldurinn. Það er algerlega ljóst að enn eiga eftir að koma upp þættir í þessum faraldri sem enginn sá fyrir. Við vitum ekki hvernig spilast úr þegar við losum um samkomubann, við vitum ekki hvernig staðan breytist þegar við byrjum að hreyfa okkur meira um landið, koma meira saman. Aðgerðir stjórnvalda nú taka mið af því. Hér er ekki verið að setja fram neina lokalausn, heldur skynsamlegt skref. Næstu skref munu svo ráðast af því hvernig faraldurinn þróast í vor og í sumar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun