Geðheilbrigðisúrræði eru sjálfsögð gæði Eygló María Björnsdóttir skrifar 29. apríl 2020 11:00 „Geðheilsa stúdenta hefur sjaldan verið betri,“ er fáheyrð staðhæfing, gott ef sönn væri, en raunin er sú að margt bendir til þess að geðheilsu ungs fólks fari hrakandi. Háskólanám er fullt starf ef tillit er tekið til einingafjölda og oftar en ekki reynist það vera meira en svo ef litið er til vinnuframlags. Til að standa sig vel í háskólanámi er best að vinna ekki samhliða námi og helst ekki eyða of miklum tíma í félagslíf. Raunin er þó sú að langflestir stúdentar þurfa að vinna samhliða námi til að sjá fyrir sér og hvaða stúdent vill ekki upplifa félagslífið sem fylgir háskólanámi. Í háskólanámi eru stúdentar útsettir fyrir ýmsum streituþáttum sem auka líkurnar á því að stúdentar upplifi streitu, kvíða og/eða jafnvel þunglyndi. Það er afar mikilvægt að háskólar geri sér grein fyrir því að stór hópur stúdenta eru útsettir fyrir álagi og pressu en enn mikilvægara að þeir geri sér grein fyrir því að hægt er að grípa snemma inn í. Að því utanskyldu er einnig stór hópur stúdenta með fyrirliggjandi raskanir á borð við þunglyndi, kvíða, ADHD og ADD. Þar kemur félagsleg vídd inn í spilið. Til að uppfylla ákveðin gæðaskilyrði þurfa háskólar að huga að þó nokkrum þáttum: gæði kennslu, að menntun sé byggð á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu, gagnreyndum kennsluaðferðum, námsmati og svo mætti lengi telja. Reglulega eru háskólastofnanir metnar með svokölluðum úttektum þar sem stofnanirnar meta sig sjálfar og sérfræðingar meta því næst stofnanirnar út frá þeirra mati. Með þessum hætti eru háskólastofnanir hvattar til að bæta sig og auka gæði háskólastarfsins með reglulegu millibili. Allt er þetta gott og blessað en hvernig huga háskólastofnanir að geðheilsu stúdenta? Félagsleg vídd er mikilvægt hugtak sem þarf að hafa í huga þegar gæði náms er metið og þarf að líta til ýmissa þátta t.d. hvaða geðheilbrigðisúrræði standa stúdentum til boða. Félagsleg vídd (e. Social dimension) gefur til kynna þann fjölbreytileika sem til staðar er í samfélaginu. Félagsleg vídd í háskólasamfélaginu þýðir að þar endurspeglist þverskurður samfélagsins. Árið 2017 var talið að nærri 9% landsmanna hefðu þunglyndiseinkenni. Rúmlega 20 þúsund stúdentar stunda háskólanám á íslandi, sem þýðir að út frá því ættu um 1800 stúdentar að glíma við þunglyndiseinkenni. Til að háskólar geti stutt við alla sína stúdenta er mikilvægt að viðeigandi stuðningskerfi séu til staðar. Tveir háskólar á Íslandi hafa tekið það skref að veita sálfræðiráðgjöf og hópmeðferðir og hefur aðsóknin í þá þjónustu aukist síðustu misseri. Það er ánægjulegt að sjá háskólastofnanir fylgja kröfum stúdenta eftir en stúdentar hafa frá 2018 vakið athygli á bágri geðheilsu stúdenta. Viðeigandi stuðningskerfi auka líkur á því að stúdentar hverfi ekki frá námi og því líklegra er að stúdentahópurinn geti endurspegla þverskurð samfélagsins. Án stuðningskerfa, svo sem sálfræðiaðstoðar, er ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi að námi. Það er þó ekki nóg að bjóða stúdentum upp á slíka þjónustu ef hún er ekki byggð á gagnreyndum aðferðum. HAM (Hugræn atferlismeðferð) er sú hópmeðferð sem tvær háskólastofnanir hafa verið að bjóða upp á og er hún stutt af fjölda rannsókna. Þetta ættu fleiri háskólar að taka sér til fyrirmyndar. Tryggjum gæði náms með góðum og faglegum geðheilbrigðisúrræðum á landsvísu. Höfundur er gæðastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Skrifaðu undir ákall samtakanna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
„Geðheilsa stúdenta hefur sjaldan verið betri,“ er fáheyrð staðhæfing, gott ef sönn væri, en raunin er sú að margt bendir til þess að geðheilsu ungs fólks fari hrakandi. Háskólanám er fullt starf ef tillit er tekið til einingafjölda og oftar en ekki reynist það vera meira en svo ef litið er til vinnuframlags. Til að standa sig vel í háskólanámi er best að vinna ekki samhliða námi og helst ekki eyða of miklum tíma í félagslíf. Raunin er þó sú að langflestir stúdentar þurfa að vinna samhliða námi til að sjá fyrir sér og hvaða stúdent vill ekki upplifa félagslífið sem fylgir háskólanámi. Í háskólanámi eru stúdentar útsettir fyrir ýmsum streituþáttum sem auka líkurnar á því að stúdentar upplifi streitu, kvíða og/eða jafnvel þunglyndi. Það er afar mikilvægt að háskólar geri sér grein fyrir því að stór hópur stúdenta eru útsettir fyrir álagi og pressu en enn mikilvægara að þeir geri sér grein fyrir því að hægt er að grípa snemma inn í. Að því utanskyldu er einnig stór hópur stúdenta með fyrirliggjandi raskanir á borð við þunglyndi, kvíða, ADHD og ADD. Þar kemur félagsleg vídd inn í spilið. Til að uppfylla ákveðin gæðaskilyrði þurfa háskólar að huga að þó nokkrum þáttum: gæði kennslu, að menntun sé byggð á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu, gagnreyndum kennsluaðferðum, námsmati og svo mætti lengi telja. Reglulega eru háskólastofnanir metnar með svokölluðum úttektum þar sem stofnanirnar meta sig sjálfar og sérfræðingar meta því næst stofnanirnar út frá þeirra mati. Með þessum hætti eru háskólastofnanir hvattar til að bæta sig og auka gæði háskólastarfsins með reglulegu millibili. Allt er þetta gott og blessað en hvernig huga háskólastofnanir að geðheilsu stúdenta? Félagsleg vídd er mikilvægt hugtak sem þarf að hafa í huga þegar gæði náms er metið og þarf að líta til ýmissa þátta t.d. hvaða geðheilbrigðisúrræði standa stúdentum til boða. Félagsleg vídd (e. Social dimension) gefur til kynna þann fjölbreytileika sem til staðar er í samfélaginu. Félagsleg vídd í háskólasamfélaginu þýðir að þar endurspeglist þverskurður samfélagsins. Árið 2017 var talið að nærri 9% landsmanna hefðu þunglyndiseinkenni. Rúmlega 20 þúsund stúdentar stunda háskólanám á íslandi, sem þýðir að út frá því ættu um 1800 stúdentar að glíma við þunglyndiseinkenni. Til að háskólar geti stutt við alla sína stúdenta er mikilvægt að viðeigandi stuðningskerfi séu til staðar. Tveir háskólar á Íslandi hafa tekið það skref að veita sálfræðiráðgjöf og hópmeðferðir og hefur aðsóknin í þá þjónustu aukist síðustu misseri. Það er ánægjulegt að sjá háskólastofnanir fylgja kröfum stúdenta eftir en stúdentar hafa frá 2018 vakið athygli á bágri geðheilsu stúdenta. Viðeigandi stuðningskerfi auka líkur á því að stúdentar hverfi ekki frá námi og því líklegra er að stúdentahópurinn geti endurspegla þverskurð samfélagsins. Án stuðningskerfa, svo sem sálfræðiaðstoðar, er ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi að námi. Það er þó ekki nóg að bjóða stúdentum upp á slíka þjónustu ef hún er ekki byggð á gagnreyndum aðferðum. HAM (Hugræn atferlismeðferð) er sú hópmeðferð sem tvær háskólastofnanir hafa verið að bjóða upp á og er hún stutt af fjölda rannsókna. Þetta ættu fleiri háskólar að taka sér til fyrirmyndar. Tryggjum gæði náms með góðum og faglegum geðheilbrigðisúrræðum á landsvísu. Höfundur er gæðastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Skrifaðu undir ákall samtakanna hér.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar