Tímamótatillögur! Ómar H. Kristmundsson skrifar 30. apríl 2020 10:00 Nýliðinn vetur hefur reynt verulega á hið skipulagða starf sem fram fer á vegum almannaheillasamtaka sem falla undir þriðja geirann svonefnda. Landsbjörg og Rauði krossinn hafa „staðið vaktina“ eins og áður en jafnframt hafa fjölmörg önnur félög og sjálfseignarstofnanir gegnt mikilvægu hlutverki í að mæta breyttum þörfum samfélagins. Á næstu misserum mun reyna enn meira á starf almannaheillasamtaka ekki síst samtaka sem veita aðstoð þeim sem teljast til viðkvæmra hópa. Á sama tíma er hætta á að tekjur muni skerðast til muna. Til að vega upp á móti skiptir miklu að skattaálögur á starfsemi þeirra séu í lágmarki og skattaívilnanir hvetji til stuðnings við þau. Nýlegar tillögur starfshóps fjármálaráðherra um breytingar á skattlagningu á starfsemi sem fellur undir þriðja geirann eru tímamótatillögur í þessum efnum. Í skýrslu starfshópsins segir að rétt sé að lögfesta nýja skattalega hvata til að stuðla enn frekar að eflingu almannaheillasamtaka. Með þeim megi efla skattaleg og rekstrarleg skilyrði og færa þau nær þeim ívilnunum sem fyrir hendi eru í nágrannalöndunum. Samtök innan þriðja geirans afla tekna með ýmsum hætti allt eftir viðfangsefnum þeirra. Þannig er algengast að félagasamtök sem reka opinbera velferðarþjónustu byggi afkomu sína að verulegu leyti á þjónustusamningum en einnig á sjálfsaflafé. Stór hópur félagasamtaka, svo sem íþróttafélög sem reka meðlimatengda starfsemi, eru oftar en ekki með samsetta tekjustofna, svo sem æfinga- og félagsgjöld, framlög frá sveitarfélögum, tekjur af getraunum og happdrætti o.s.frv. Þau félagasamtök sem hafa að meginhlutverki að vinna að margvíslegri hagsmunabaráttu byggja oft afkomu sína á félagsgjöldum og stuðningi frá hinu opinbera. Rekstrarumfang félagasamtaka er afar breytilegt, hjá sumum þeirra er rekstur lítill og starf unnið að mestu af sjálfboðaliðum en hjá öðrum á við meðalstór fyrirtæki. Tekjur fara einnig eftir aldri félags. Algengast er að félög byggi í byrjun á framlagi sjálfboðaliða og verkefnastyrkjum frá opinberum aðilum eða samfélagssjóðum fyrirtækja. Erfitt er að áætla með vissu hversu neikvæð áhrif núverandi efnahagskreppu verða á starfsemi félagasamtaka. Þó er ljóst að áhrifin eru háð því hvaðan bjargir þeirra koma. Í efnahagskreppum virðist algengt að framlög stjórnvalda dragist saman en hversu mikið er háð fjölmörgum þáttum, m.a. því hvort stjórnvöld ætli þriðja geiranum sérstakt hlutverk á tímum efnahagssamdráttar. Framlög frá einkafyrirtækjum haldast augljóslega í hendur við afkomu þeirra og munu því að öllum líkindum dragast mikið saman. Miðað við alþjóðlegar rannsóknir er ekki sjálfgefið að framlög almennings í sérstökum fjársöfnunum eða í formi reglubundins stuðning minnki verulega. Í athugun sem gerð var meðal íslenskra velferðarsamtaka 2009, ári eftir hrunið, kom í ljós að á sama tíma og verulegur samdráttur varð á framlögum frá fyrirtækjum urðu óverulegar breytingar á fjárstuðningi almennings. Í tillögum starfshópsins er m.a. gert ráð fyrir að einstaklingum verði gert heimilt að draga frá tekjum sínum gjafir og framlög upp að tilteknu hámarki. Þetta getur skipt miklu við að halda óbreyttum stuðningi almennings í yfirstandandi efnahagskreppu og jafnvel aukið hann. Heimildin gæti sérstaklega nýst félagasamtökum sem ekki hafa mannafla eða rekstrarfé til umfangsmikilla fjársafnana. Aðrar tillögur geta einnig skipt miklu fyrir þá lögaðila sem verja hagnaði sínum eingöngu til almannaheilla og hafa það að eina markmiði sínu. Gert er ráð fyrir að þeir séu undaþegnir greiðslu tekjuskatts af fjármagnstekjum og að undaþáguákvæði laga um virðisaukaskatt er snýr að góðgerðarstarfsemi verði endurskoðað. Um aðrar tillögur og nánari útfærslu á þeim er vísað í ágæta skýrslu starfshópsins. Það er ótvírætt að þær tillögur sem nú liggja á borði fjármálaráðherra geta skipt sköpum fyrir rekstrarskilyrði félagasamtaka. Ég hvet stjórnvöld eindregið til að leggja fram í næsta aðgerðapakka áætlanir um framkvæmd þessara tillagna og með því styðja við starf félagasamtaka sem verður aldrei mikilvægara en á komandi misserum. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar H. Kristmundsson Félagasamtök Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nýliðinn vetur hefur reynt verulega á hið skipulagða starf sem fram fer á vegum almannaheillasamtaka sem falla undir þriðja geirann svonefnda. Landsbjörg og Rauði krossinn hafa „staðið vaktina“ eins og áður en jafnframt hafa fjölmörg önnur félög og sjálfseignarstofnanir gegnt mikilvægu hlutverki í að mæta breyttum þörfum samfélagins. Á næstu misserum mun reyna enn meira á starf almannaheillasamtaka ekki síst samtaka sem veita aðstoð þeim sem teljast til viðkvæmra hópa. Á sama tíma er hætta á að tekjur muni skerðast til muna. Til að vega upp á móti skiptir miklu að skattaálögur á starfsemi þeirra séu í lágmarki og skattaívilnanir hvetji til stuðnings við þau. Nýlegar tillögur starfshóps fjármálaráðherra um breytingar á skattlagningu á starfsemi sem fellur undir þriðja geirann eru tímamótatillögur í þessum efnum. Í skýrslu starfshópsins segir að rétt sé að lögfesta nýja skattalega hvata til að stuðla enn frekar að eflingu almannaheillasamtaka. Með þeim megi efla skattaleg og rekstrarleg skilyrði og færa þau nær þeim ívilnunum sem fyrir hendi eru í nágrannalöndunum. Samtök innan þriðja geirans afla tekna með ýmsum hætti allt eftir viðfangsefnum þeirra. Þannig er algengast að félagasamtök sem reka opinbera velferðarþjónustu byggi afkomu sína að verulegu leyti á þjónustusamningum en einnig á sjálfsaflafé. Stór hópur félagasamtaka, svo sem íþróttafélög sem reka meðlimatengda starfsemi, eru oftar en ekki með samsetta tekjustofna, svo sem æfinga- og félagsgjöld, framlög frá sveitarfélögum, tekjur af getraunum og happdrætti o.s.frv. Þau félagasamtök sem hafa að meginhlutverki að vinna að margvíslegri hagsmunabaráttu byggja oft afkomu sína á félagsgjöldum og stuðningi frá hinu opinbera. Rekstrarumfang félagasamtaka er afar breytilegt, hjá sumum þeirra er rekstur lítill og starf unnið að mestu af sjálfboðaliðum en hjá öðrum á við meðalstór fyrirtæki. Tekjur fara einnig eftir aldri félags. Algengast er að félög byggi í byrjun á framlagi sjálfboðaliða og verkefnastyrkjum frá opinberum aðilum eða samfélagssjóðum fyrirtækja. Erfitt er að áætla með vissu hversu neikvæð áhrif núverandi efnahagskreppu verða á starfsemi félagasamtaka. Þó er ljóst að áhrifin eru háð því hvaðan bjargir þeirra koma. Í efnahagskreppum virðist algengt að framlög stjórnvalda dragist saman en hversu mikið er háð fjölmörgum þáttum, m.a. því hvort stjórnvöld ætli þriðja geiranum sérstakt hlutverk á tímum efnahagssamdráttar. Framlög frá einkafyrirtækjum haldast augljóslega í hendur við afkomu þeirra og munu því að öllum líkindum dragast mikið saman. Miðað við alþjóðlegar rannsóknir er ekki sjálfgefið að framlög almennings í sérstökum fjársöfnunum eða í formi reglubundins stuðning minnki verulega. Í athugun sem gerð var meðal íslenskra velferðarsamtaka 2009, ári eftir hrunið, kom í ljós að á sama tíma og verulegur samdráttur varð á framlögum frá fyrirtækjum urðu óverulegar breytingar á fjárstuðningi almennings. Í tillögum starfshópsins er m.a. gert ráð fyrir að einstaklingum verði gert heimilt að draga frá tekjum sínum gjafir og framlög upp að tilteknu hámarki. Þetta getur skipt miklu við að halda óbreyttum stuðningi almennings í yfirstandandi efnahagskreppu og jafnvel aukið hann. Heimildin gæti sérstaklega nýst félagasamtökum sem ekki hafa mannafla eða rekstrarfé til umfangsmikilla fjársafnana. Aðrar tillögur geta einnig skipt miklu fyrir þá lögaðila sem verja hagnaði sínum eingöngu til almannaheilla og hafa það að eina markmiði sínu. Gert er ráð fyrir að þeir séu undaþegnir greiðslu tekjuskatts af fjármagnstekjum og að undaþáguákvæði laga um virðisaukaskatt er snýr að góðgerðarstarfsemi verði endurskoðað. Um aðrar tillögur og nánari útfærslu á þeim er vísað í ágæta skýrslu starfshópsins. Það er ótvírætt að þær tillögur sem nú liggja á borði fjármálaráðherra geta skipt sköpum fyrir rekstrarskilyrði félagasamtaka. Ég hvet stjórnvöld eindregið til að leggja fram í næsta aðgerðapakka áætlanir um framkvæmd þessara tillagna og með því styðja við starf félagasamtaka sem verður aldrei mikilvægara en á komandi misserum. Höfundur er prófessor.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun