Samsung kynnti vélmenni sem taka úr vélinni og nöldra í þér Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2021 19:33 Bot Care lærir á hegðun notenda sinna og lætur þá vita af því ef þeir eru ekki að haga sér vel. Samsung Tæknirisinn Samsung kynnti nýjar tegundir vélmenna í dag sem ætlað er að aðstoða við rekstur heimila. Það gerði fyrir tækið á Consumer Electronic Show eða CES sem er með töluvert breyttu sniðið þetta árið. Stærsta tæknisýning heims, þar sem helstu tæknifyrirtæki heimsins og nýgræðingar sýna vörur sínar og starfsemi, fer nú alfarið fram á netinu. Vélmennin sem Samsung kynnti heita Bot Handy og Bot Care. Bot Handy á að hjálpa til á heimilinu og á það til dæmis að geta tekið úr uppþvottavél, borið fram rauðvín, lagt á borð og gert ýmislegt annað. Samkvæmt Samsung mun vélmennið nota gervigreind og myndavél til að bera kennsl á muni, sjá hve þungir þeir eru, og hver hawrt má taka á þeim. Bot Care á að vera nokkurs konar vélrænn aðstoðarmaður. Manns eigin R2-D2, bara mun verri. Vélmennið fylgist með þér og lærir á hegðun þína og bregst við henni. Það getur til að mynda nöldrað í þér þegar þú ert búinn að vera of lengi í tölvunni og minnt þig á að taka pásu. Það getur einnig tekið við símtölum. Samkvæmt grein Engadget er alfarið óljóst hvenær þessi vélmenni verða til sölu. Hér má sjá kynningu Samsung frá því í dag. Samsung kynnti einnig nýtt ryksuguvélmenni sem virðist sérstaklega hannað með gæludýr í huga. Eigendur þess munu geta fylgst með dýrum sínum í gegnum vélmennið. Samsung Tækni Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stærsta tæknisýning heims, þar sem helstu tæknifyrirtæki heimsins og nýgræðingar sýna vörur sínar og starfsemi, fer nú alfarið fram á netinu. Vélmennin sem Samsung kynnti heita Bot Handy og Bot Care. Bot Handy á að hjálpa til á heimilinu og á það til dæmis að geta tekið úr uppþvottavél, borið fram rauðvín, lagt á borð og gert ýmislegt annað. Samkvæmt Samsung mun vélmennið nota gervigreind og myndavél til að bera kennsl á muni, sjá hve þungir þeir eru, og hver hawrt má taka á þeim. Bot Care á að vera nokkurs konar vélrænn aðstoðarmaður. Manns eigin R2-D2, bara mun verri. Vélmennið fylgist með þér og lærir á hegðun þína og bregst við henni. Það getur til að mynda nöldrað í þér þegar þú ert búinn að vera of lengi í tölvunni og minnt þig á að taka pásu. Það getur einnig tekið við símtölum. Samkvæmt grein Engadget er alfarið óljóst hvenær þessi vélmenni verða til sölu. Hér má sjá kynningu Samsung frá því í dag. Samsung kynnti einnig nýtt ryksuguvélmenni sem virðist sérstaklega hannað með gæludýr í huga. Eigendur þess munu geta fylgst með dýrum sínum í gegnum vélmennið.
Samsung Tækni Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent