Hvers vegna ættu 99 prósentin að deila völdum með eina prósentinu? Gunnar Smári Egilsson skrifar 15. janúar 2021 08:30 Hugmyndin um skiptingu fólks í eitt prósentið sem öllu ræður og svo 99 prósentin sem litlu ráða náði flugi í kringum Occupy Wall Street-hreyfinguna í Bandaríkjunum. Hún notaði slagorðið: Við erum 99 prósentin. Það má rekja þessa skilgreiningar til rithöfundarins Gore Vidal, en það var mannfræðingurinn og anarkistinn David Graeber heitinn sem tengdi hana við Occupy Wall Street, að þau mótmæli væru upprisa hinna valdalausu 99 prósenta. Og þetta reyndist frjótt slagorð sem skaut rótum og gat af sér allskyns greiningar og reyndist kraftmikið tæki til að lýsa heiminum sem við búum í. Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz greip þetta á lofti og líka kollegi hans, franski hagfræðingurinn Thomas Piketty, sem hefur notað þessa skiptingu til að skýra rannsóknir sínar á misskiptingu auðs og valda. Ástæðan fyrir flugi þessarar hugmyndar er að hún nær utan um mein okkar tíma, stórkostlegum ójöfnuði valds og auðs, en líka óþol okkar gagnvart þessum taumlausa óréttlæti; að við lifum flest í heimi sem smíðaður er kringum hagsmuni örfárra, fólks sem í raun lifir ekki í okkar heimi heldur lifir á okkur. Stiglitz orðaði þetta ágætlega fyrir nokkrum árum þegar hann sneri upp á skilgreiningu Abrahams Lincoln við Gettyburg á lýðræðislegum stjórnvöldum; að þau væru stjórn fólksins, mynduð af fólkinu og sem störfuðu fyrir fólkið. Stiglitz talaði um stjórn eins prósentsins, sem mynduð væri af eina prósentinu og sem starfaði einvörðungu fyrir eina prósentið. Þannig er heimurinn í dag. Og þannig er Ísland í dag En hvernig má þetta hafa gerst? Að innan lýðræðis þar sem hver maður hefur eitt atkvæði skuli örsmár minnihluti, varla meira en 1% af heildinni, í raun hafa töglin og hagldirnar. Að meginþorri fólks upplifi sig valdalaust og hafi lítið með þróun samfélagsins að gera. Að vilji mikils meirihluta almennings ná ekki fram, hvort sem það er í kvótamálum, bankasölu, uppbyggingu opinbers heilbrigðiskerfis, setningu nýrrar stjórnarskrár eða í öðrum veigamiklum málum. Við búum í lýðræði þar sem lýðurinn ræður ekki heldur einmitt sá hópur sem lýðræðinu var ætlað að hemja og halda frá völdum; hin ríku sem sækja vald sitt í auðinn. Auður er gríðarlegt vald og miskunnarlaust. Hinn ríki getur keypt sér flest nema mannkosti; hann getur keypt sér fjárhagslegt öryggi, menntun og heilbrigðisþjónustu; viðhlæjendur og jábræður; senditíkur og stjórnmálaleg ítök; hann getur meira að segja keypt sér virðingu og aðdáun með því að sveigja hugmyndir fólks að þeirri kenningu að hin ríku séu rík fyrir mannkosti sína (og þar með að hin fátæku séu fátæk fyrir skort á mannkostum). Á bak við lýðræðið er vilji til að mynda sterkt afl á móti auðvaldinu, byggður á sárri reynslu af því að það gengur ekki að láta auðvaldið vaða stjórnlaust yfir almenning. Lýðræði er yfirlýsing almennings um að þetta sé okkar samfélag, ekki ykkar. Lýðræði er krafa um samfélagið sé byggt upp eftir hagsmunum og þörfum 99 prósentanna, að þróun þess sé ekki látin í hendur hinna fáu ríku og valdamiklu. Stundum hefur þetta tekist að einhverju marki. Það sem er einhvers virði í samfélagi okkar á rætur í þessari hugmynd að við eigum samfélagið saman og og þeirri kröfu að það eigi að þjóna öllum jafnt: Almennt heilbrigðis- og skólakerfi fyrir fjöldann, veikindaréttur og atvinnuleysisbætur, elli- og örorkulífeyrir, framfærslutryggingar, neytendavernd, almenn mannréttindi, hugmyndin um að allir séu jafnir fyrir lögum, að atkvæði allra vegi jafnt, að allir hafi rétt á að tjá sig og koma sjónarmiðum sínum á framfæri og svo framvegis. Þið þekkið þetta; það sem er gott í samfélaginu var byggt upp til að gera líf hinna fátækari betra og til að tryggja rétt hinna valdalausu. Lýðræðisvettvangurinn, þing og sveitarstjórnir, og það framkvæmdavald sem undir þetta heyrir er vald fjöldans sem nota á til að verjast valdi hinna fáu ríku og valdamiklu. Það var hugmyndin. Reyndin er hins vegar sú að ríkisvaldinu er fyrst og fremst beitt til að verja hagsmuni og auð hinna ríku og knýja fram þær breytingar sem þau vilja ná fram. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda á tímum kórónafaraldurs hafa hækkað eignarverð og þar með auð hinna ríku á sama tíma og tekjur launafólksins, sem misst hefur vinnu vegna faraldursins, falla. Við þekkjum áhrif hagsmunafélaga hinna ríku á stjórnvöld. Fyrir fáum árum stærði Viðskiptaráð sig af að hafa fengið svo til allar kröfur sínar samþykktar. Á sama tíma ná öryrkjar, fátækt eftirlaunafólk, láglaunafólk, leigjendur, innflytjendur og annað fátækt og valdalaust fólk ekki eyrum ráðafólks. Þessir hópar eru ósýnilegir stjórnvöldum, fyrir þeim tilheyra þeir ekki samfélaginu. En hvernig stendur á þessu? Hvernig var lýðræðishugmyndinni klúðrað svona illa? Ég ætla að nefna tvær ástæður. Í fyrsta lagi eyðilagði lýðræðið sú hugmynd að 99 prósentin ættu að stjórna samfélaginu í félagi með eina prósentinu, að þessir tveir hópar væru einskonar jafningjar gagnvart lýðræðiskerfinu þótt annar sé 99 sinnum stærri en hinn. Þetta er auðvitað fráleit hugmynd, en samt er hún svo inngróin í stjórnmálahefð okkar að jafnvel flokkar sem eiga rætur sínar í verkalýðsbaráttu á fyrri hluta síðustu aldar stæra sig af því að vilja stjórna samfélaginu í kompaníi með auðvaldinu. Þeir efast ekkert um réttmæti auðs hinna ríku, auð sem byggður er upp á arðráni á fjöldanum, og gera engar athugasemdir við það ógnarvald sem sá auður færir hinum ríku; heldur vilja þau líka gefa hinum ríku, eina prósentinu, helmingsáhrif innan lýðræðiskerfisins. Þessir flokkar vilja gera samkomulag við eina prósentið um að ekkert verði gert innan lýðræðisvettvangsins sem truflar auðvaldið. Þessi hugmynd, sem stöðvaði lýðræðisbyltingu almennings á síðustu öld, hafði hörmuleg áhrif. Ekki bara í sjálfum sér, þannig að 99 prósentin fengu engar þær réttarbætur né neina þá velferð sem eitt prósentið gat ekki sætt sig við á endanum; heldur varð þetta samkomulag til þess að eina prósentið missti aðeins lítinn hluta af völdum sínum. Og aðeins tímabundið. Auðvaldið gat skipulagt gagnbyltingu til að grafa undan lýðræðisvettvanginum. Og það er seinni ástæðan; hvernig auðvaldinu tókst að takmarka völd 99 prósentanna með því að draga úr völdum ríkisvaldsins og þar með lýðræðisvettvangsins. Þessi gagnbylting kallast nýfrjálshyggja. Hún snýst um að minnka völd ríkisvaldsins og flytja sem flestar ákvarðanir út á það sem kallað hefur verið markaður, en við getum kallað vettvang auðsins. Innan lýðræðisvettvangsins hefur hver maður eitt atkvæði en á markaðnum, vettvangi auðsins, hefur hver króna eitt atkvæði og þar ráða hin ríku öllu. Nýfrjálshyggjan gekk því út á að flytja ákvarðanir um ramma fjármála- og atvinnulífs frá lýðræðisvettvanginum yfir á vettvang auðsins; flytja opinberan rekstur frá lýðræði til auðs, félagsleg atvinnufyrirtæki og banka, eigur og auðlindir almennings. Markmiðið var að minnka ríkið og stækka markaðinn. Eða með öðrum orðum: Að minnka lýðræðið og auka auðræðið. Og þetta tókst. Í dag eru völd 99 prósentanna sáralítil en völd eins prósentsins skelfilega mikil, svo mikil að þau eru á góðri leið með að skrúfa ofan af öllum þeim samfélagsumbótum sem 99 prósentin náðu í gegn meðan völd þeirra voru einhver. Ísland er ekki eins illa leikið og Bandaríkin, sem í dag eru hreint auðræðisríki þar sem eitt prósentið ræður öllu en 99 prósentin engu. En við erum á leið þangað. Á hraðri leið. En hvað ber að gera? Við verðum að skrúfa ofan af nýfrjálshyggjunni og sækja ákvarðanir, þjónustu, rekstur, atvinnufyrirtæki, eignir og auðlindir út í auðræðið, hinn svokallaða markað, og flytja þetta aftur inn á hinn lýðræðislega vettvang. Við, fólkið í landinu, 99 prósentin, eigum þetta og megum flytja þetta aftur undir okkar stjórn. Þegar þetta er búið þurfum við að læra af mistökum eftirstríðsáranna og rifta samkomulaginu um jafna stjórn 99 prósentanna og eins prósentsins á ríkisvaldinu. Lýðræðisvettvangurinn á að vera vald 99 prósentanna gegn auðvaldið eins prósentsins. Allt sem ríki og sveitarfélög gera á að vera gert til að tryggja rétt og lífsafkomu 99 prósentanna. Auðvaldið á ekki að koma að neinni ákvörðun innan lýðræðisvettvangsins. Stjórnmálafólk og starfsmenn stjórnsýslunnar eiga aldrei að hringja í eða ráðfæra sig við auðvaldið. 99 prósentin þurfa ekkert að vita hvað auðfólkið vill. 99 prósentin vita allt sem þau þurfa að vita um auðinn og áhrif hans á líf fjöldans. Þegar þetta er búið geta 99 prósentin sest niður og rætt hvað gera eigi við eina prósentið, sem enn hefur öll völd sem auðnum fylgir. Á að minnka auðinn til að takmarka völd hinna fáu, svo þau hafi ekki áfram óeðlilegt vald í samfélaginu? Á að færa auð eins prósentsins til 99 prósentanna og hvernig þá? Þetta getum við rætt þegar við höfum klárað það sem er mest aðkallandi: 1. að skrúfa ofan af gagnbyltingunni hinna ríku, svokallaðri nýfrjálshyggju og 2. að tryggja að auðvaldið hafi engin áhrif innan lýðræðisvettvangsins. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndin um skiptingu fólks í eitt prósentið sem öllu ræður og svo 99 prósentin sem litlu ráða náði flugi í kringum Occupy Wall Street-hreyfinguna í Bandaríkjunum. Hún notaði slagorðið: Við erum 99 prósentin. Það má rekja þessa skilgreiningar til rithöfundarins Gore Vidal, en það var mannfræðingurinn og anarkistinn David Graeber heitinn sem tengdi hana við Occupy Wall Street, að þau mótmæli væru upprisa hinna valdalausu 99 prósenta. Og þetta reyndist frjótt slagorð sem skaut rótum og gat af sér allskyns greiningar og reyndist kraftmikið tæki til að lýsa heiminum sem við búum í. Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz greip þetta á lofti og líka kollegi hans, franski hagfræðingurinn Thomas Piketty, sem hefur notað þessa skiptingu til að skýra rannsóknir sínar á misskiptingu auðs og valda. Ástæðan fyrir flugi þessarar hugmyndar er að hún nær utan um mein okkar tíma, stórkostlegum ójöfnuði valds og auðs, en líka óþol okkar gagnvart þessum taumlausa óréttlæti; að við lifum flest í heimi sem smíðaður er kringum hagsmuni örfárra, fólks sem í raun lifir ekki í okkar heimi heldur lifir á okkur. Stiglitz orðaði þetta ágætlega fyrir nokkrum árum þegar hann sneri upp á skilgreiningu Abrahams Lincoln við Gettyburg á lýðræðislegum stjórnvöldum; að þau væru stjórn fólksins, mynduð af fólkinu og sem störfuðu fyrir fólkið. Stiglitz talaði um stjórn eins prósentsins, sem mynduð væri af eina prósentinu og sem starfaði einvörðungu fyrir eina prósentið. Þannig er heimurinn í dag. Og þannig er Ísland í dag En hvernig má þetta hafa gerst? Að innan lýðræðis þar sem hver maður hefur eitt atkvæði skuli örsmár minnihluti, varla meira en 1% af heildinni, í raun hafa töglin og hagldirnar. Að meginþorri fólks upplifi sig valdalaust og hafi lítið með þróun samfélagsins að gera. Að vilji mikils meirihluta almennings ná ekki fram, hvort sem það er í kvótamálum, bankasölu, uppbyggingu opinbers heilbrigðiskerfis, setningu nýrrar stjórnarskrár eða í öðrum veigamiklum málum. Við búum í lýðræði þar sem lýðurinn ræður ekki heldur einmitt sá hópur sem lýðræðinu var ætlað að hemja og halda frá völdum; hin ríku sem sækja vald sitt í auðinn. Auður er gríðarlegt vald og miskunnarlaust. Hinn ríki getur keypt sér flest nema mannkosti; hann getur keypt sér fjárhagslegt öryggi, menntun og heilbrigðisþjónustu; viðhlæjendur og jábræður; senditíkur og stjórnmálaleg ítök; hann getur meira að segja keypt sér virðingu og aðdáun með því að sveigja hugmyndir fólks að þeirri kenningu að hin ríku séu rík fyrir mannkosti sína (og þar með að hin fátæku séu fátæk fyrir skort á mannkostum). Á bak við lýðræðið er vilji til að mynda sterkt afl á móti auðvaldinu, byggður á sárri reynslu af því að það gengur ekki að láta auðvaldið vaða stjórnlaust yfir almenning. Lýðræði er yfirlýsing almennings um að þetta sé okkar samfélag, ekki ykkar. Lýðræði er krafa um samfélagið sé byggt upp eftir hagsmunum og þörfum 99 prósentanna, að þróun þess sé ekki látin í hendur hinna fáu ríku og valdamiklu. Stundum hefur þetta tekist að einhverju marki. Það sem er einhvers virði í samfélagi okkar á rætur í þessari hugmynd að við eigum samfélagið saman og og þeirri kröfu að það eigi að þjóna öllum jafnt: Almennt heilbrigðis- og skólakerfi fyrir fjöldann, veikindaréttur og atvinnuleysisbætur, elli- og örorkulífeyrir, framfærslutryggingar, neytendavernd, almenn mannréttindi, hugmyndin um að allir séu jafnir fyrir lögum, að atkvæði allra vegi jafnt, að allir hafi rétt á að tjá sig og koma sjónarmiðum sínum á framfæri og svo framvegis. Þið þekkið þetta; það sem er gott í samfélaginu var byggt upp til að gera líf hinna fátækari betra og til að tryggja rétt hinna valdalausu. Lýðræðisvettvangurinn, þing og sveitarstjórnir, og það framkvæmdavald sem undir þetta heyrir er vald fjöldans sem nota á til að verjast valdi hinna fáu ríku og valdamiklu. Það var hugmyndin. Reyndin er hins vegar sú að ríkisvaldinu er fyrst og fremst beitt til að verja hagsmuni og auð hinna ríku og knýja fram þær breytingar sem þau vilja ná fram. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda á tímum kórónafaraldurs hafa hækkað eignarverð og þar með auð hinna ríku á sama tíma og tekjur launafólksins, sem misst hefur vinnu vegna faraldursins, falla. Við þekkjum áhrif hagsmunafélaga hinna ríku á stjórnvöld. Fyrir fáum árum stærði Viðskiptaráð sig af að hafa fengið svo til allar kröfur sínar samþykktar. Á sama tíma ná öryrkjar, fátækt eftirlaunafólk, láglaunafólk, leigjendur, innflytjendur og annað fátækt og valdalaust fólk ekki eyrum ráðafólks. Þessir hópar eru ósýnilegir stjórnvöldum, fyrir þeim tilheyra þeir ekki samfélaginu. En hvernig stendur á þessu? Hvernig var lýðræðishugmyndinni klúðrað svona illa? Ég ætla að nefna tvær ástæður. Í fyrsta lagi eyðilagði lýðræðið sú hugmynd að 99 prósentin ættu að stjórna samfélaginu í félagi með eina prósentinu, að þessir tveir hópar væru einskonar jafningjar gagnvart lýðræðiskerfinu þótt annar sé 99 sinnum stærri en hinn. Þetta er auðvitað fráleit hugmynd, en samt er hún svo inngróin í stjórnmálahefð okkar að jafnvel flokkar sem eiga rætur sínar í verkalýðsbaráttu á fyrri hluta síðustu aldar stæra sig af því að vilja stjórna samfélaginu í kompaníi með auðvaldinu. Þeir efast ekkert um réttmæti auðs hinna ríku, auð sem byggður er upp á arðráni á fjöldanum, og gera engar athugasemdir við það ógnarvald sem sá auður færir hinum ríku; heldur vilja þau líka gefa hinum ríku, eina prósentinu, helmingsáhrif innan lýðræðiskerfisins. Þessir flokkar vilja gera samkomulag við eina prósentið um að ekkert verði gert innan lýðræðisvettvangsins sem truflar auðvaldið. Þessi hugmynd, sem stöðvaði lýðræðisbyltingu almennings á síðustu öld, hafði hörmuleg áhrif. Ekki bara í sjálfum sér, þannig að 99 prósentin fengu engar þær réttarbætur né neina þá velferð sem eitt prósentið gat ekki sætt sig við á endanum; heldur varð þetta samkomulag til þess að eina prósentið missti aðeins lítinn hluta af völdum sínum. Og aðeins tímabundið. Auðvaldið gat skipulagt gagnbyltingu til að grafa undan lýðræðisvettvanginum. Og það er seinni ástæðan; hvernig auðvaldinu tókst að takmarka völd 99 prósentanna með því að draga úr völdum ríkisvaldsins og þar með lýðræðisvettvangsins. Þessi gagnbylting kallast nýfrjálshyggja. Hún snýst um að minnka völd ríkisvaldsins og flytja sem flestar ákvarðanir út á það sem kallað hefur verið markaður, en við getum kallað vettvang auðsins. Innan lýðræðisvettvangsins hefur hver maður eitt atkvæði en á markaðnum, vettvangi auðsins, hefur hver króna eitt atkvæði og þar ráða hin ríku öllu. Nýfrjálshyggjan gekk því út á að flytja ákvarðanir um ramma fjármála- og atvinnulífs frá lýðræðisvettvanginum yfir á vettvang auðsins; flytja opinberan rekstur frá lýðræði til auðs, félagsleg atvinnufyrirtæki og banka, eigur og auðlindir almennings. Markmiðið var að minnka ríkið og stækka markaðinn. Eða með öðrum orðum: Að minnka lýðræðið og auka auðræðið. Og þetta tókst. Í dag eru völd 99 prósentanna sáralítil en völd eins prósentsins skelfilega mikil, svo mikil að þau eru á góðri leið með að skrúfa ofan af öllum þeim samfélagsumbótum sem 99 prósentin náðu í gegn meðan völd þeirra voru einhver. Ísland er ekki eins illa leikið og Bandaríkin, sem í dag eru hreint auðræðisríki þar sem eitt prósentið ræður öllu en 99 prósentin engu. En við erum á leið þangað. Á hraðri leið. En hvað ber að gera? Við verðum að skrúfa ofan af nýfrjálshyggjunni og sækja ákvarðanir, þjónustu, rekstur, atvinnufyrirtæki, eignir og auðlindir út í auðræðið, hinn svokallaða markað, og flytja þetta aftur inn á hinn lýðræðislega vettvang. Við, fólkið í landinu, 99 prósentin, eigum þetta og megum flytja þetta aftur undir okkar stjórn. Þegar þetta er búið þurfum við að læra af mistökum eftirstríðsáranna og rifta samkomulaginu um jafna stjórn 99 prósentanna og eins prósentsins á ríkisvaldinu. Lýðræðisvettvangurinn á að vera vald 99 prósentanna gegn auðvaldið eins prósentsins. Allt sem ríki og sveitarfélög gera á að vera gert til að tryggja rétt og lífsafkomu 99 prósentanna. Auðvaldið á ekki að koma að neinni ákvörðun innan lýðræðisvettvangsins. Stjórnmálafólk og starfsmenn stjórnsýslunnar eiga aldrei að hringja í eða ráðfæra sig við auðvaldið. 99 prósentin þurfa ekkert að vita hvað auðfólkið vill. 99 prósentin vita allt sem þau þurfa að vita um auðinn og áhrif hans á líf fjöldans. Þegar þetta er búið geta 99 prósentin sest niður og rætt hvað gera eigi við eina prósentið, sem enn hefur öll völd sem auðnum fylgir. Á að minnka auðinn til að takmarka völd hinna fáu, svo þau hafi ekki áfram óeðlilegt vald í samfélaginu? Á að færa auð eins prósentsins til 99 prósentanna og hvernig þá? Þetta getum við rætt þegar við höfum klárað það sem er mest aðkallandi: 1. að skrúfa ofan af gagnbyltingunni hinna ríku, svokallaðri nýfrjálshyggju og 2. að tryggja að auðvaldið hafi engin áhrif innan lýðræðisvettvangsins. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun