Átök um bóluefni og fullveldi Ólafur Ísleifsson skrifar 17. janúar 2021 10:00 Árangur Íslendinga í sóttvörnum er fagnaðarefni. Enginn greindist með veirusmit í gær í fyrsta sinn frá 10. september. Nú er að þrauka þangað til nægilegt bóluefni berst til landsins. ESB sætir gagnrýni Evrópusambandið stendur frammi fyrir harðri gagnrýni á framgöngu sína við að útvega bóluefni fyrir aðildarríki sambandsins. Stefna ESB miðaðist við að allir stæðu saman eins og hin þýska Úrsúla von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB lagði ofuráherslu á. Þrátt fyrir það tryggði Þýskaland sér 30 milljón skammta aukreitis. Minnast má þess að Úrsúla og ESB þurftu að biðja Ítali afsökunar síðastliðið vor fyrir þá sök að sambandið stóð ekki við bakið á þeim þegar farsóttin geisaði sem ákafast á Ítalíu. Aftast í biðröðinni Haft er eftir Ugur Sahin, stofnanda hins þýska fyrirtækis BioNTech, sem starfað hefur með bandaríska lyfjafyrirtækinu Pfizer, að Evrópusambandið hafi ekki pantað nóg af bóluefni og verið seint til að samþykkja bóluefni einstakra fyrirtækja. Í breska vikuritinu Spectator er því haldið fram að bóluefnaáætlun sambandsins hafi reynst verstu mistök Evrópusambandsins frá vandamálum tengdum evrunni 2010-11. Segir í ritinu að þá hafi þó aðeins þrjú lönd orðið gjaldþrota og heil kynslóð Grikkja dæmd til til fátæktar en bólsetningarmistökin muni leiða til dauða tugþúsunda. Haft er eftir Sahin að Evrópusambandið hafi pantað svo fáa skammta frá BioNTech í sumar að það standi nú aftast í biðröðinni eftir takmörkuðu framboði lyfjaskammta. Réttlætanleg reiði Naumast verður sagt að vel hafi tekist til. Sumar ESB-þjóðir eru varla byrjaðar að bólusetja. Kannski er táknrænt að fá ef nokkur ríki hafa farið verr út úr veirunni en Belgía sem hýsir ESB. Hvað væri sagt um Bandaríkin ef ástandið þar væri áþekkt og í Evrópu? Ef litið er hingað heim, hver ber í raun ábyrgð á að bóluefnið berist hingað? Íslensk stjórnvöld eða ESB? Bætist umboðsvandi ofan á upplýsingaóreiðuna? Ekki kemur á óvart að þungt verði í mönnum. Markús Söder, leiðtogi kristilegra í Bæjaralandi, systurflokks Angelu Merkels, þrumaði yfir landslýð að erfitt væri að útskýra að mjög góðu bóluefni þróuðu í Þýskalandi væri sprautað hraðar í fólk annars staðar en í heimalandinu. Skiptimynt í stóra samhenginu Dálkahöfundur Spectator, Matthew Lynn, segir Evrópusambandið hafa misst af miklu tækifæri fyrir þá sök að hafa ekki ráðið við verkefnið. Evrópusambandið kom of seint á vettvang, pantaði of lítið á röngum tíma. Ekki átti að ráðstafa meira fé til bóluefnakaupa en rúmlega tveimur milljörðum evra. Bretland með sínar 66 milljónir íbúa, borið saman við 448 milljónir í EBS, ákvað að eyða 12 milljörðum punda í þessu skyni. Halda má því fram að bóluefnið sé frekar ódýrt. AstraZeneca-sprautan kostar ekki nema þrjú pund. Enda þótt Pfizer-bóluefnið kosti 20 pund felast í því góð kaup. Kostnaður við bóluefnið er skiptimynt í stóra samhenginu. Öllu skiptir að hafa hraðar hendur. Þýska stórblaðið Der Spiegel varpaði sprengju þegar það gaf til kynna að stjórnmálaviðhorf hefðu ruðst að bólusetningarmálum þegar Frakkland hefði krafist þess að ESB mætti ekki kaupa meira af þýska fyrirtækinu BioNTech en af franska fyrirtækinu Sanofi. Franska bóluefnið rak upp á sker og reyndist haldlaust, að minnsta kosti að sinni. Dýr mistök Fréttir berast nú af því að Pfizer sé að endurskipuleggja framleiðslu sína til að auka hana um ríflega helming. Bent hefur verið á að hefðu pantanir legið fyrir í meira mæli frá stórkaupanda á borð við Evrópusambandið hefðu þær falið í sér hvatningu fyrir fyrirtækið um að flýta framleiðslu fyrr en raun ber vitni. Lyfjastofnun ESB samþykkti ekki Pfizer-bóluefnið fyrr en rétt fyrir jól og þá undir þrýstingi frá Berlín. Vikum áður hafði bóluefni Pfizer fengið samþykki breskra stjórnvalda. Skriffinnska ESB sætir gagnrýni í Evrópu og við bætist að ESB leitaðist við að taka sér hlutverk í heilbrigðismálum sem það hefur ekki skipulagslega eða fjárhagslega burði til að gegna, hvað þá í heimsfaraldri. Einsmálsflokkur Af hálfu sumra sýnist lagt bann við að gagnrýna Evrópusambandið þótt ekki sé nema með því að vitna til virtra erlendra fjölmiðla. Formaður Viðreisnar virðist telja Miðflokkinn helsta andstæðing sinn í stjórnmálum. Er það skiljanlegt í ljósi þess að Viðreisn hefur aðeins eitt stefnumál, að ganga í ESB og taka upp evruna. Miðflokkurinn telur ekki koma til greina að fullveldi landsins og forræði yfir auðlindum yrði kastað fyrir róða með þeim hætti og hafnar með öllu aðild að Evrópusambandinu. Orðaflaumur um aðskiljanleg málefni reiknast ekki meðal stefnumála þegar ekkert innihald stendur að baki slíkum orðum. Fullveldið innan gæsalappa Hugmyndafræðileg skrif af hálfu Viðreisnar í Fréttablaðinu, þar sem tekið er að rita orðið fullveldi innan gæsalappa, eru til marks um að ekki sjái fyrir endann á átökum stjórnmálaflokka um fullveldi þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir auðlindum sínum. Þar liggja skýr skil milli þeirra sem standa vilja vörð um fullveldi og auðlindir þjóðarinnar og allra hinna sem ekki stóðu í ístaðinu þegar á reyndi. Höfundur er Alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Bólusetningar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Árangur Íslendinga í sóttvörnum er fagnaðarefni. Enginn greindist með veirusmit í gær í fyrsta sinn frá 10. september. Nú er að þrauka þangað til nægilegt bóluefni berst til landsins. ESB sætir gagnrýni Evrópusambandið stendur frammi fyrir harðri gagnrýni á framgöngu sína við að útvega bóluefni fyrir aðildarríki sambandsins. Stefna ESB miðaðist við að allir stæðu saman eins og hin þýska Úrsúla von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB lagði ofuráherslu á. Þrátt fyrir það tryggði Þýskaland sér 30 milljón skammta aukreitis. Minnast má þess að Úrsúla og ESB þurftu að biðja Ítali afsökunar síðastliðið vor fyrir þá sök að sambandið stóð ekki við bakið á þeim þegar farsóttin geisaði sem ákafast á Ítalíu. Aftast í biðröðinni Haft er eftir Ugur Sahin, stofnanda hins þýska fyrirtækis BioNTech, sem starfað hefur með bandaríska lyfjafyrirtækinu Pfizer, að Evrópusambandið hafi ekki pantað nóg af bóluefni og verið seint til að samþykkja bóluefni einstakra fyrirtækja. Í breska vikuritinu Spectator er því haldið fram að bóluefnaáætlun sambandsins hafi reynst verstu mistök Evrópusambandsins frá vandamálum tengdum evrunni 2010-11. Segir í ritinu að þá hafi þó aðeins þrjú lönd orðið gjaldþrota og heil kynslóð Grikkja dæmd til til fátæktar en bólsetningarmistökin muni leiða til dauða tugþúsunda. Haft er eftir Sahin að Evrópusambandið hafi pantað svo fáa skammta frá BioNTech í sumar að það standi nú aftast í biðröðinni eftir takmörkuðu framboði lyfjaskammta. Réttlætanleg reiði Naumast verður sagt að vel hafi tekist til. Sumar ESB-þjóðir eru varla byrjaðar að bólusetja. Kannski er táknrænt að fá ef nokkur ríki hafa farið verr út úr veirunni en Belgía sem hýsir ESB. Hvað væri sagt um Bandaríkin ef ástandið þar væri áþekkt og í Evrópu? Ef litið er hingað heim, hver ber í raun ábyrgð á að bóluefnið berist hingað? Íslensk stjórnvöld eða ESB? Bætist umboðsvandi ofan á upplýsingaóreiðuna? Ekki kemur á óvart að þungt verði í mönnum. Markús Söder, leiðtogi kristilegra í Bæjaralandi, systurflokks Angelu Merkels, þrumaði yfir landslýð að erfitt væri að útskýra að mjög góðu bóluefni þróuðu í Þýskalandi væri sprautað hraðar í fólk annars staðar en í heimalandinu. Skiptimynt í stóra samhenginu Dálkahöfundur Spectator, Matthew Lynn, segir Evrópusambandið hafa misst af miklu tækifæri fyrir þá sök að hafa ekki ráðið við verkefnið. Evrópusambandið kom of seint á vettvang, pantaði of lítið á röngum tíma. Ekki átti að ráðstafa meira fé til bóluefnakaupa en rúmlega tveimur milljörðum evra. Bretland með sínar 66 milljónir íbúa, borið saman við 448 milljónir í EBS, ákvað að eyða 12 milljörðum punda í þessu skyni. Halda má því fram að bóluefnið sé frekar ódýrt. AstraZeneca-sprautan kostar ekki nema þrjú pund. Enda þótt Pfizer-bóluefnið kosti 20 pund felast í því góð kaup. Kostnaður við bóluefnið er skiptimynt í stóra samhenginu. Öllu skiptir að hafa hraðar hendur. Þýska stórblaðið Der Spiegel varpaði sprengju þegar það gaf til kynna að stjórnmálaviðhorf hefðu ruðst að bólusetningarmálum þegar Frakkland hefði krafist þess að ESB mætti ekki kaupa meira af þýska fyrirtækinu BioNTech en af franska fyrirtækinu Sanofi. Franska bóluefnið rak upp á sker og reyndist haldlaust, að minnsta kosti að sinni. Dýr mistök Fréttir berast nú af því að Pfizer sé að endurskipuleggja framleiðslu sína til að auka hana um ríflega helming. Bent hefur verið á að hefðu pantanir legið fyrir í meira mæli frá stórkaupanda á borð við Evrópusambandið hefðu þær falið í sér hvatningu fyrir fyrirtækið um að flýta framleiðslu fyrr en raun ber vitni. Lyfjastofnun ESB samþykkti ekki Pfizer-bóluefnið fyrr en rétt fyrir jól og þá undir þrýstingi frá Berlín. Vikum áður hafði bóluefni Pfizer fengið samþykki breskra stjórnvalda. Skriffinnska ESB sætir gagnrýni í Evrópu og við bætist að ESB leitaðist við að taka sér hlutverk í heilbrigðismálum sem það hefur ekki skipulagslega eða fjárhagslega burði til að gegna, hvað þá í heimsfaraldri. Einsmálsflokkur Af hálfu sumra sýnist lagt bann við að gagnrýna Evrópusambandið þótt ekki sé nema með því að vitna til virtra erlendra fjölmiðla. Formaður Viðreisnar virðist telja Miðflokkinn helsta andstæðing sinn í stjórnmálum. Er það skiljanlegt í ljósi þess að Viðreisn hefur aðeins eitt stefnumál, að ganga í ESB og taka upp evruna. Miðflokkurinn telur ekki koma til greina að fullveldi landsins og forræði yfir auðlindum yrði kastað fyrir róða með þeim hætti og hafnar með öllu aðild að Evrópusambandinu. Orðaflaumur um aðskiljanleg málefni reiknast ekki meðal stefnumála þegar ekkert innihald stendur að baki slíkum orðum. Fullveldið innan gæsalappa Hugmyndafræðileg skrif af hálfu Viðreisnar í Fréttablaðinu, þar sem tekið er að rita orðið fullveldi innan gæsalappa, eru til marks um að ekki sjái fyrir endann á átökum stjórnmálaflokka um fullveldi þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir auðlindum sínum. Þar liggja skýr skil milli þeirra sem standa vilja vörð um fullveldi og auðlindir þjóðarinnar og allra hinna sem ekki stóðu í ístaðinu þegar á reyndi. Höfundur er Alþingismaður Miðflokksins.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun