Bóluefnaframleiðendur fá friðhelgi fyrir lögsóknum Anna Tara Andrésdóttir skrifar 19. janúar 2021 10:01 Erlendis er lífleg umræða í fjölmiðlum milli sérfræðinga um kosti og galla bólusetninga meðan hér á landi virðist slík umræða, með tilheyrandi upplýsingum fyrir almenning, ekki vera talin æskileg. Þess í stað virðist vera tekin einhvers konar forræðis lína. Ég tek það fram að ég er ekki sérfræðingur í þessum málaflokki og því væri æskilegra að sérfræðingar myndu blása kraft í þessa umræðu en meðan svo er ekki verða aðrir að gera það. Evrópusambandið hefur gert samninga við framleiðendur bóluefnis um afsal skaðabótaréttar framleiðenda, sem tekur til allra ríkja innan Evrópusambandsins og EFTA. Það þýðir að ef Covid-19 bóluefnið veldur alvarlegum aukaverkunum er ekki hægt að lögsækja framleiðendur bóluefnisins. Í staðinn mun íslenska ríkið bera ábyrgð á því fjártjóni sem einstaklingar kunni að verða fyrir vegna eiginleika bóluefna (1). Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík friðhelgi tekur gildi hér á landi en bóluefni við svínainflúensunni naut sömu lagaverndar (6). Samkvæmt velferðarráðherra fengu 44-66% þjóðarinnar bóluefnið Pandemrix framleitt af GlaxoSmithKline (2). Í kjölfar þess bárust tilkynningar í mörgum löndum um drómasýki sem aukaverkun af Pandemrix. Hlutfallslega fundust flest tilfelli í Finnlandi, Svíþjóð og á Íslandi (3). Það er áætlað að meira en 1300 manns hafi fengið drómasýki af þeim 30 milljónum sem fengu bólusetninguna (4). Í dag hafa fyrirtækin GlaxoSmithKline og Sanofi tekið höndum saman við að búa til bóluefni gegn Covid-19. Framlag GlaxoSmithKline er hjálparefni (adjuvant) en óljóst er hvort það sé annað hjálparefni en var notað í Pandemrix (5). Í kjölfar svínainflúensu bólusetninga hér á landi bárust Sjúkratryggingum Íslands 17 umsóknir um skaðabætur vegna drómasýki, aðeins 9 þeirra fengust greitt (2). Í dómi héraðsdóms má lesa málsvörn heilbrigðisyfirvalda. Þau töldu að ekki hefði verið hægt að staðfesta orsakasamband milli bóluefnis og drómasýki þótt tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum og öðrum ekki. Einnig kom fram að mat heilbrigðisyfirvalda hefði verið að bóluefnið væri mjög virkt og hefði stöðvað faraldurinn. Gróflega áætlað hefðu um 60.000 manns getað sýkst af svínainflúensu hér á landi ef bóluefnið hefði ekki verið notað (6). Hér virðist sem heilbrigðisyfirvöld geri ekki sömu kröfur til sjálf síns og þau gera til stefnanda. Þau fara fram á að stefnandi sýni fram á orsakatengsl bóluefnis og drómasýki en færa ekki nægilegar sannanir sjálf fyrir orsakatengslum bóluefnis og útrýmingu svínainflúensunar. Það má deila um hvort bóluefni sé orsök þess að svínainflúensan gekk yfir. Virkni bóluefna, til að temja heimsfaraldurinn, var mest ef bólusetningar hófust innan við um viku frá fyrsta smiti í því landi (6). Árið 2009 hér á landi greindist fyrsta svínainflúensu tilfellið í maí en bóluefnið barst ekki fyrr en í október sama ár, á hápunkti faraldursins (11) þannig má vera að virkni bóluefnisins hafi verið takmörkuð. Í öðru lagi var ekki mikill munur á dánartíðni í Svíþjóð og Þýskalandi þrátt fyrir að Svíar hafi bólusett um 60% þjóðarinnar en Þjóðverjar 8% (7). Dönsk rannsókn á virkni svínainflúensu bóluefna fyrir fólk með undirliggjandi langvinna sjúkdóma, fann að bóluefnið varði aðeins 49% þátttakenda fyrir smiti og 44% fyrir smiti sem leiddi til spítalainnlagnar (8). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur einnig sætt mikilla gagnrýni fyrir vinnubrögð sín í svínainflúensu heimsfaraldrinum. „The Council of Europe“ gagnrýndi WHO fyrir að breyta skilgreiningu sinni á orðinu „heimsfaraldur“ stuttu áður en þau lýstu yfir heimsfaraldri og veltu fyrir sér hvort sú breyting hafi verið skilyrði þess að yfir höfuð hafi verið hægt að lýsa yfir heimsfaraldri. WHO spáði því að tíðni dauðsfalla yrði um 4-30 sinnum hærri en raun bar vitni (9). Það vekur upp spurningar hvort yfirvöld hefðu átt að treysta áhættumati WHO. Ljóst er að fullyrðing heilbrigðisyfirvalda um að bólefnið hafi komið í veg fyrir um 60.000 smit er ekki hafin yfir gagnrýni. Yfirlýsing WHO á heimsfaraldri var grundvöllur þess að Pandemrix var sett á íslenskan markað, þótt fyrir lægi að ekki væru uppfyllt lögbundin skilyrði til þess. Málaferli vegna Pandemrix standa enn yfir í ýmsum löndum þar á meðal Írlandi. Öryggisskýrslur, sem bárust bæði írskum yfirvöldum og GlaxoSmithKline, afhjúpuðu að alvarlegar aukaverkanir af Pandemrix voru um sjöfalt fleiri en við sambærilegar bólusetningar. Þrátt fyrir þessa vitneskju var ekkert inngrip og Pandemrix var áfram boðin írsku þjóðinni þrátt fyrir að heimsfaraldurinn væri á undanhaldi (10). Það vekur upp spurningar hvort það séu til sambærilegar skýrslur um Pandemrix hér á landi? Samkvæmt íslenskum dómi taldist Panderix ekki gallað þar sem íslensk heilbrigðisyfirvöld höfðu ekki vitneskju um að drómasýki væri möguleg aukaverkun (6). Íslenska ríkið telur sig því ekki bera ábyrgð og framleiðandinn ber ekki ábyrgð og því er komin glufa. Hver er ábyrgð yfirvalda til að brúa þetta bil? Umfjöllunin um bóluefni við svínainflúensunni sýnir að leyndir gallar geta auðveldlega komið fram við bóluefni eftir að byrjað er að nota þau og það gæti komið upp svipuð lagaleg óvissa með Covid-19 bóluefnin. Með því að samþykkja friðhelgi bóluefnaframleiðenda fyrir lögsóknum er greinilegt að ríkistjórnin er tilbúin að taka ákveðna fjárhagslega áhættu á sig en eigum við að taka heilsufarslegu áhættuna? Höfundur er doktorsnemi. Heimildir: 1.https://www.althingi.is/altext/151/s/0585.html 2.https://www.althingi.is/altext/151/s/0463.html 3.https://www.ruv.is/frett/fengu-baetur-fra-rikinu-eftir-bolusetningu 4.https://www.narcolepsy.org.uk/resources/pandemrix-narcolepsy 5.https://edition.cnn.com/2020/07/31/health/gsk-sanofi-operation-warp-speed-covid-19-vaccine/index.html 6.https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=0390efb2-93ff-4cd8-b071-4592b7793cd6 7.https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5058565/ 8.https://www.bmj.com/content/344/bmj.d7901 9.https://www.who.int/bulletin/volumes/89/7/11-086173/en/ 10.https://www.semanticscholar.org/paper/Pandemrix-vaccine%3A-why-was-the-public-not-told-of-Doshi/d7d8838627fcff6d35423aeb4ff0f2a369a990df https://www.ruv.is/frett/2020/11/17/allt-ad-60-thusund-fengu-svinaflensuna-fyrir-11-arum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Erlendis er lífleg umræða í fjölmiðlum milli sérfræðinga um kosti og galla bólusetninga meðan hér á landi virðist slík umræða, með tilheyrandi upplýsingum fyrir almenning, ekki vera talin æskileg. Þess í stað virðist vera tekin einhvers konar forræðis lína. Ég tek það fram að ég er ekki sérfræðingur í þessum málaflokki og því væri æskilegra að sérfræðingar myndu blása kraft í þessa umræðu en meðan svo er ekki verða aðrir að gera það. Evrópusambandið hefur gert samninga við framleiðendur bóluefnis um afsal skaðabótaréttar framleiðenda, sem tekur til allra ríkja innan Evrópusambandsins og EFTA. Það þýðir að ef Covid-19 bóluefnið veldur alvarlegum aukaverkunum er ekki hægt að lögsækja framleiðendur bóluefnisins. Í staðinn mun íslenska ríkið bera ábyrgð á því fjártjóni sem einstaklingar kunni að verða fyrir vegna eiginleika bóluefna (1). Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík friðhelgi tekur gildi hér á landi en bóluefni við svínainflúensunni naut sömu lagaverndar (6). Samkvæmt velferðarráðherra fengu 44-66% þjóðarinnar bóluefnið Pandemrix framleitt af GlaxoSmithKline (2). Í kjölfar þess bárust tilkynningar í mörgum löndum um drómasýki sem aukaverkun af Pandemrix. Hlutfallslega fundust flest tilfelli í Finnlandi, Svíþjóð og á Íslandi (3). Það er áætlað að meira en 1300 manns hafi fengið drómasýki af þeim 30 milljónum sem fengu bólusetninguna (4). Í dag hafa fyrirtækin GlaxoSmithKline og Sanofi tekið höndum saman við að búa til bóluefni gegn Covid-19. Framlag GlaxoSmithKline er hjálparefni (adjuvant) en óljóst er hvort það sé annað hjálparefni en var notað í Pandemrix (5). Í kjölfar svínainflúensu bólusetninga hér á landi bárust Sjúkratryggingum Íslands 17 umsóknir um skaðabætur vegna drómasýki, aðeins 9 þeirra fengust greitt (2). Í dómi héraðsdóms má lesa málsvörn heilbrigðisyfirvalda. Þau töldu að ekki hefði verið hægt að staðfesta orsakasamband milli bóluefnis og drómasýki þótt tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum og öðrum ekki. Einnig kom fram að mat heilbrigðisyfirvalda hefði verið að bóluefnið væri mjög virkt og hefði stöðvað faraldurinn. Gróflega áætlað hefðu um 60.000 manns getað sýkst af svínainflúensu hér á landi ef bóluefnið hefði ekki verið notað (6). Hér virðist sem heilbrigðisyfirvöld geri ekki sömu kröfur til sjálf síns og þau gera til stefnanda. Þau fara fram á að stefnandi sýni fram á orsakatengsl bóluefnis og drómasýki en færa ekki nægilegar sannanir sjálf fyrir orsakatengslum bóluefnis og útrýmingu svínainflúensunar. Það má deila um hvort bóluefni sé orsök þess að svínainflúensan gekk yfir. Virkni bóluefna, til að temja heimsfaraldurinn, var mest ef bólusetningar hófust innan við um viku frá fyrsta smiti í því landi (6). Árið 2009 hér á landi greindist fyrsta svínainflúensu tilfellið í maí en bóluefnið barst ekki fyrr en í október sama ár, á hápunkti faraldursins (11) þannig má vera að virkni bóluefnisins hafi verið takmörkuð. Í öðru lagi var ekki mikill munur á dánartíðni í Svíþjóð og Þýskalandi þrátt fyrir að Svíar hafi bólusett um 60% þjóðarinnar en Þjóðverjar 8% (7). Dönsk rannsókn á virkni svínainflúensu bóluefna fyrir fólk með undirliggjandi langvinna sjúkdóma, fann að bóluefnið varði aðeins 49% þátttakenda fyrir smiti og 44% fyrir smiti sem leiddi til spítalainnlagnar (8). Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur einnig sætt mikilla gagnrýni fyrir vinnubrögð sín í svínainflúensu heimsfaraldrinum. „The Council of Europe“ gagnrýndi WHO fyrir að breyta skilgreiningu sinni á orðinu „heimsfaraldur“ stuttu áður en þau lýstu yfir heimsfaraldri og veltu fyrir sér hvort sú breyting hafi verið skilyrði þess að yfir höfuð hafi verið hægt að lýsa yfir heimsfaraldri. WHO spáði því að tíðni dauðsfalla yrði um 4-30 sinnum hærri en raun bar vitni (9). Það vekur upp spurningar hvort yfirvöld hefðu átt að treysta áhættumati WHO. Ljóst er að fullyrðing heilbrigðisyfirvalda um að bólefnið hafi komið í veg fyrir um 60.000 smit er ekki hafin yfir gagnrýni. Yfirlýsing WHO á heimsfaraldri var grundvöllur þess að Pandemrix var sett á íslenskan markað, þótt fyrir lægi að ekki væru uppfyllt lögbundin skilyrði til þess. Málaferli vegna Pandemrix standa enn yfir í ýmsum löndum þar á meðal Írlandi. Öryggisskýrslur, sem bárust bæði írskum yfirvöldum og GlaxoSmithKline, afhjúpuðu að alvarlegar aukaverkanir af Pandemrix voru um sjöfalt fleiri en við sambærilegar bólusetningar. Þrátt fyrir þessa vitneskju var ekkert inngrip og Pandemrix var áfram boðin írsku þjóðinni þrátt fyrir að heimsfaraldurinn væri á undanhaldi (10). Það vekur upp spurningar hvort það séu til sambærilegar skýrslur um Pandemrix hér á landi? Samkvæmt íslenskum dómi taldist Panderix ekki gallað þar sem íslensk heilbrigðisyfirvöld höfðu ekki vitneskju um að drómasýki væri möguleg aukaverkun (6). Íslenska ríkið telur sig því ekki bera ábyrgð og framleiðandinn ber ekki ábyrgð og því er komin glufa. Hver er ábyrgð yfirvalda til að brúa þetta bil? Umfjöllunin um bóluefni við svínainflúensunni sýnir að leyndir gallar geta auðveldlega komið fram við bóluefni eftir að byrjað er að nota þau og það gæti komið upp svipuð lagaleg óvissa með Covid-19 bóluefnin. Með því að samþykkja friðhelgi bóluefnaframleiðenda fyrir lögsóknum er greinilegt að ríkistjórnin er tilbúin að taka ákveðna fjárhagslega áhættu á sig en eigum við að taka heilsufarslegu áhættuna? Höfundur er doktorsnemi. Heimildir: 1.https://www.althingi.is/altext/151/s/0585.html 2.https://www.althingi.is/altext/151/s/0463.html 3.https://www.ruv.is/frett/fengu-baetur-fra-rikinu-eftir-bolusetningu 4.https://www.narcolepsy.org.uk/resources/pandemrix-narcolepsy 5.https://edition.cnn.com/2020/07/31/health/gsk-sanofi-operation-warp-speed-covid-19-vaccine/index.html 6.https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=0390efb2-93ff-4cd8-b071-4592b7793cd6 7.https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5058565/ 8.https://www.bmj.com/content/344/bmj.d7901 9.https://www.who.int/bulletin/volumes/89/7/11-086173/en/ 10.https://www.semanticscholar.org/paper/Pandemrix-vaccine%3A-why-was-the-public-not-told-of-Doshi/d7d8838627fcff6d35423aeb4ff0f2a369a990df https://www.ruv.is/frett/2020/11/17/allt-ad-60-thusund-fengu-svinaflensuna-fyrir-11-arum
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun