Aðgengissjóður Reykjavíkurborgar er algjör tímaskekkja Arnar Helgi Lárusson skrifar 28. janúar 2021 10:00 Að stofna Aðgengissjóð Reykjavíkurborgar er algjör tímaskekkja og mun því miður halda áfram að draga okkur aftar og aftar í aðgengismálum í Reykjavík. Samkvæmt öllum þeim byggingarreglugerðum síðan 1979 þá á enginn opinber staður s.s. sjoppa, bensínstöð, bíó, veitingastaðir, kaffihús, verkstæði, fataverslun, læknisþjónusta og öll önnur þjónusta sem til er á Íslandi að vera óaðgengileg og það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hafa verið opnir lengur en það. Hugsunin er góð og ég er ekki að setja út á hana, en hér koma mín rök. Aðgengi hefur aldrei snúist um pening nema þegar það á að grípa í taumana allt of seint. Það kostar ekkert að skila góðri hönnun þegar það er verið að hanna eitthvað, það kostar ekkert meira að fara eftir góðri hönnun frekar en lélegri hönnun. Það sem vantar er að starfsmenn Reykjavíkurborgar og þá sér í lagi byggingarfulltrúar vinni vinnuna sína og fari yfir þær framkvæmdir sem verið er að framkvæma. Hvaða vissa er fyrir því að þeir byrji að sinna sinni vinnu þó það sé kominn sjóður til þess að taka til eftir þá. Er kannski hugmyndin að leggja starf byggingarfulltrúa niður og hvað gerist þegar sjóðurinn verður tómur og þeir sem fá ekki út úthlutað úr honum, setja bara þröskuld því þeir fengu ekkert úr sjóðnum. Er kannski kominn annar sjóður til þess að styrkja fyrirtæki til þess að fara eftir eldvarnarlögum eða heilbrigðis lögum. Nei ég held ekki, þetta er bara eitt enn flækjustig til þess að fela sig á bak við ömurleg vinnubrögð. Reykjavíkurborg ætti að nota þessar 5 milljónir til þess borga fyrir eftirlit með byggingarfulltrúa og setja pressu á hann til þess að sinna sínu starfi. Því nokkrar milljónir hafa ekkert að segja á móti þeim fjölda breytinga sem eiga sér stað í borginni og það mun ekki kosta borgina krónu hvað þá einhverja fjársterka aðila, fyrirtæki og félagasamtök ef borgin færi bara eftir lögum og reglum. Þetta hefur bara verið viðhafin venja að sinna ekki þessu eftirliti og rót vandans er kannski sú að borgin eins og sveitarfélög sinna eigin eftirliti og það er kannski sú breyting sem þarf að eiga sér stað. Ég segi nei takk við aðgengissjóði Reykjavíkurborgar, nema þá til að nota hann í eftirlit þar sem það er það sem vantar. Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna. Þar sem nánast allir félagsmenn nota hjólastól til þess að komast á milli staða og aðgengi er okkar hjartans mál og höfum barist fyrir því í áratugi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Að stofna Aðgengissjóð Reykjavíkurborgar er algjör tímaskekkja og mun því miður halda áfram að draga okkur aftar og aftar í aðgengismálum í Reykjavík. Samkvæmt öllum þeim byggingarreglugerðum síðan 1979 þá á enginn opinber staður s.s. sjoppa, bensínstöð, bíó, veitingastaðir, kaffihús, verkstæði, fataverslun, læknisþjónusta og öll önnur þjónusta sem til er á Íslandi að vera óaðgengileg og það eru ekki margir staðir á Íslandi sem hafa verið opnir lengur en það. Hugsunin er góð og ég er ekki að setja út á hana, en hér koma mín rök. Aðgengi hefur aldrei snúist um pening nema þegar það á að grípa í taumana allt of seint. Það kostar ekkert að skila góðri hönnun þegar það er verið að hanna eitthvað, það kostar ekkert meira að fara eftir góðri hönnun frekar en lélegri hönnun. Það sem vantar er að starfsmenn Reykjavíkurborgar og þá sér í lagi byggingarfulltrúar vinni vinnuna sína og fari yfir þær framkvæmdir sem verið er að framkvæma. Hvaða vissa er fyrir því að þeir byrji að sinna sinni vinnu þó það sé kominn sjóður til þess að taka til eftir þá. Er kannski hugmyndin að leggja starf byggingarfulltrúa niður og hvað gerist þegar sjóðurinn verður tómur og þeir sem fá ekki út úthlutað úr honum, setja bara þröskuld því þeir fengu ekkert úr sjóðnum. Er kannski kominn annar sjóður til þess að styrkja fyrirtæki til þess að fara eftir eldvarnarlögum eða heilbrigðis lögum. Nei ég held ekki, þetta er bara eitt enn flækjustig til þess að fela sig á bak við ömurleg vinnubrögð. Reykjavíkurborg ætti að nota þessar 5 milljónir til þess borga fyrir eftirlit með byggingarfulltrúa og setja pressu á hann til þess að sinna sínu starfi. Því nokkrar milljónir hafa ekkert að segja á móti þeim fjölda breytinga sem eiga sér stað í borginni og það mun ekki kosta borgina krónu hvað þá einhverja fjársterka aðila, fyrirtæki og félagasamtök ef borgin færi bara eftir lögum og reglum. Þetta hefur bara verið viðhafin venja að sinna ekki þessu eftirliti og rót vandans er kannski sú að borgin eins og sveitarfélög sinna eigin eftirliti og það er kannski sú breyting sem þarf að eiga sér stað. Ég segi nei takk við aðgengissjóði Reykjavíkurborgar, nema þá til að nota hann í eftirlit þar sem það er það sem vantar. Arnar Helgi Lárusson formaður SEM samtakanna. Þar sem nánast allir félagsmenn nota hjólastól til þess að komast á milli staða og aðgengi er okkar hjartans mál og höfum barist fyrir því í áratugi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun